Fallið frá hugmyndum um mislæg gatnamót Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2020 14:21 Svona er ætlunin að gatnamóti Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar komi til með að líta út. Reykjavíkurborg Fallið hefur verið frá hugmyndum um að ráðast í framkvæmd mislægra gatnamóta á mótum Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Þess í stað felur ný útfærsla í sér brú og ljósastýrð vegamót sem eigi að hafa minna rask í för með sér. Á vef Vegagerðarinnar segir að nýja útfærslan feli í sér ljósastýrð vegamót sem þó taki mið af landfræðilegum aðstæðum en stefnt er á að útboð verði á næsta ári. Með þessari leið er ætlunin að hljóðvist muni batna fyrir nálægar íbúðir í Fellahverfi. Breytt útfærsla hafi ennfremur ekki áhrif á fyrirhugaðan Vetrargarð í Breiðholti og bæti samgöngur gangandi og hjólandi. „Gert er ráð fyrir að Arnarnesvegur fari á brú yfir Breiðholtsbraut en mæti götunni í plani á ljósastýrðum gatnamótum. Gatnamótin verða með þessari lausn ekki eins landfrek og inngrip í landslag og jarðrask og efnisflutningar verða mun minni en í öðrum mögulegum lausnum. Þá verður með brúnni til góð leið fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur milli Elliðaárdals, Seljahverfis og efri byggða Kópavogs,“ segir á vef Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg Hávaði undir viðmiðunarmörkum Gert er ráð fyrir að hljóðvist verði undir viðmiðunarmörkum vegna smíði 1,5 metra hás hljóðveggs á brú og rampa við Breiðholtsbraut auk endurbættrar hljóðmanar milli nýrra gatnamóta og undirganga milli Jaðarsels og Suðurfells. „Sú lausn sem sátt er um að vinna áfram felst í hringtorgi við Vatnsendahvarf, einni brú yfir Breiðholtsbraut fyrir akreinar og stíga, og tengingu við Breiðholtsbraut með umferðarljósum. Núverandi ljósastýrð vegamót við Vatnsendaveg verða felld niður en þó verða þar leyfðar hægribeygjur. Þessi lausn skapar aukið rými við skíðabrekku í Reykjavík miðað við þær lausnir sem samþykktar voru í mati á umhverfisáhrifum og tekur jafnframt minna rými norðan Breiðholtsbrautar. Munur á tillögunni nú og þeirri sem samþykkt var í matsferlinu er því að ekki er um fullbúin mislæg vegamót að ræða heldur ljósastýrð vegamót,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Arnarnesvegur (411) flokkast sem stofnvegur í umsjá Vegagerðarinnar, en Arnarnesvegur er hluti af samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem sveitarfélögin á svæðinu og Vegagerðin standa í sameiningu að. Samgöngur Skipulag Reykjavík Kópavogur Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Fallið hefur verið frá hugmyndum um að ráðast í framkvæmd mislægra gatnamóta á mótum Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Þess í stað felur ný útfærsla í sér brú og ljósastýrð vegamót sem eigi að hafa minna rask í för með sér. Á vef Vegagerðarinnar segir að nýja útfærslan feli í sér ljósastýrð vegamót sem þó taki mið af landfræðilegum aðstæðum en stefnt er á að útboð verði á næsta ári. Með þessari leið er ætlunin að hljóðvist muni batna fyrir nálægar íbúðir í Fellahverfi. Breytt útfærsla hafi ennfremur ekki áhrif á fyrirhugaðan Vetrargarð í Breiðholti og bæti samgöngur gangandi og hjólandi. „Gert er ráð fyrir að Arnarnesvegur fari á brú yfir Breiðholtsbraut en mæti götunni í plani á ljósastýrðum gatnamótum. Gatnamótin verða með þessari lausn ekki eins landfrek og inngrip í landslag og jarðrask og efnisflutningar verða mun minni en í öðrum mögulegum lausnum. Þá verður með brúnni til góð leið fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur milli Elliðaárdals, Seljahverfis og efri byggða Kópavogs,“ segir á vef Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg Hávaði undir viðmiðunarmörkum Gert er ráð fyrir að hljóðvist verði undir viðmiðunarmörkum vegna smíði 1,5 metra hás hljóðveggs á brú og rampa við Breiðholtsbraut auk endurbættrar hljóðmanar milli nýrra gatnamóta og undirganga milli Jaðarsels og Suðurfells. „Sú lausn sem sátt er um að vinna áfram felst í hringtorgi við Vatnsendahvarf, einni brú yfir Breiðholtsbraut fyrir akreinar og stíga, og tengingu við Breiðholtsbraut með umferðarljósum. Núverandi ljósastýrð vegamót við Vatnsendaveg verða felld niður en þó verða þar leyfðar hægribeygjur. Þessi lausn skapar aukið rými við skíðabrekku í Reykjavík miðað við þær lausnir sem samþykktar voru í mati á umhverfisáhrifum og tekur jafnframt minna rými norðan Breiðholtsbrautar. Munur á tillögunni nú og þeirri sem samþykkt var í matsferlinu er því að ekki er um fullbúin mislæg vegamót að ræða heldur ljósastýrð vegamót,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Arnarnesvegur (411) flokkast sem stofnvegur í umsjá Vegagerðarinnar, en Arnarnesvegur er hluti af samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem sveitarfélögin á svæðinu og Vegagerðin standa í sameiningu að.
Samgöngur Skipulag Reykjavík Kópavogur Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira