Kóralrifið mikla hefur minnkað um helming frá 1995 Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2020 12:00 Kóralrifið mikla hefur átt undir högg að sækja undanfarna áratugi. EPA/DAN PELED Kóralrifið mikla hefur tapað um helmingi alls kórals síns frá árinu 1995. Skaðann má að mestu rekja til hækkandi hitastigs sjávar og veðurfarsbreytinga af mannavöldum. Vísindamenn sem komust að þessari niðurstöðu segja nauðsynlegt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að rifið hefði tapað álíka magni af öllum tegundum kóralla en mestur skaði átti sér stað árin 2016 og 17. Rannsóknin náði þó eingöngu til áranna 1995 til og með 2017. Rifið varð fyrir enn einu áfallinu á þessu ári. Samkvæmt frétt Brisbane Times er því talið líklegt að ástandið sé í raun alvarlegra en fram kemur í rannsókninni. Í byrjun ársins mældist sjórinn við rifið heitari en nokkru sinni áður síðan mælingar hófust um 1900. Sjá einnig: Kóralrifið mikla í bráðri hættu Stærstu tegundur kóralla virðast hafa orðið hvað verst úti á undanförnum árum og hafa margir dáið vegna aflitunar. Aflitun er þegar kórall sem er undir miklu álagi rekur þörunga sem veita honum lit á brott. Þeir geta jafnað sig, lagist aðstæður þeirra, en það getur tekið áratugi. Í frétt BBC er vísað í rannsókn frá því í fyrra þar sem því var haldið fram að elstu kórallarnir væru dauðir og því ætti rifið erfitt með að endurnýja sig. Færri kórallar sem geti fjölgað sér séu lifandi. Í frétt Washington Post er haft eftir vísindamönnunum sem komu að rannsókninni að við norðanverðan jaðar kóralrifsins mikla hafi nýlendur kórala nánast þurrkast út. Afbrigðilegar hitabylgjur séu að leika rifið grátt og svo virðist sem að tíðni þeirra hafi aukist. Þannig hafi rifið sífellt minni tíma til að jafna sig. Hér má sjá nokkurra ára gamla heimildarmynd ABC um aflitun. Ástralía Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Kóralrifið mikla hefur tapað um helmingi alls kórals síns frá árinu 1995. Skaðann má að mestu rekja til hækkandi hitastigs sjávar og veðurfarsbreytinga af mannavöldum. Vísindamenn sem komust að þessari niðurstöðu segja nauðsynlegt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að rifið hefði tapað álíka magni af öllum tegundum kóralla en mestur skaði átti sér stað árin 2016 og 17. Rannsóknin náði þó eingöngu til áranna 1995 til og með 2017. Rifið varð fyrir enn einu áfallinu á þessu ári. Samkvæmt frétt Brisbane Times er því talið líklegt að ástandið sé í raun alvarlegra en fram kemur í rannsókninni. Í byrjun ársins mældist sjórinn við rifið heitari en nokkru sinni áður síðan mælingar hófust um 1900. Sjá einnig: Kóralrifið mikla í bráðri hættu Stærstu tegundur kóralla virðast hafa orðið hvað verst úti á undanförnum árum og hafa margir dáið vegna aflitunar. Aflitun er þegar kórall sem er undir miklu álagi rekur þörunga sem veita honum lit á brott. Þeir geta jafnað sig, lagist aðstæður þeirra, en það getur tekið áratugi. Í frétt BBC er vísað í rannsókn frá því í fyrra þar sem því var haldið fram að elstu kórallarnir væru dauðir og því ætti rifið erfitt með að endurnýja sig. Færri kórallar sem geti fjölgað sér séu lifandi. Í frétt Washington Post er haft eftir vísindamönnunum sem komu að rannsókninni að við norðanverðan jaðar kóralrifsins mikla hafi nýlendur kórala nánast þurrkast út. Afbrigðilegar hitabylgjur séu að leika rifið grátt og svo virðist sem að tíðni þeirra hafi aukist. Þannig hafi rifið sífellt minni tíma til að jafna sig. Hér má sjá nokkurra ára gamla heimildarmynd ABC um aflitun.
Ástralía Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira