„Þegar það heyrist ekki í manni þá talar maður hærra“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 13. október 2020 22:48 Hópur fólks kom saman í dag og hófst handa við að mála skilaboðin sem höfðu verið afmáð upp á nýtt, í þetta sinn á annan vegg og í stærra letri. Vísir/Vilhelm Hartnær sextíu prósent Íslendinga vilja nýja stjórnarskrá samkvæmt nýrri könnun og stuðningur ungmenna við málið hefur nærri tvöfaldast. Stjórnmálafræðingur segir átök fyrirséð. Hópur stuðningsmanna kom saman í dag og málaði ákall um nýja stjórnarskrá á vegg við Skúlagötu. Athygli vekur að samkvæmt könnun MMR sem birt var í dag hefur töluverð breyting orðið á aldurshópnum 18 til 29 ára hvað varðar stuðning við nýja stjórnarskrá, þar sem hlutfall þeirra sem töldu endurnýjun stjórnarskrárinnar mjög mikilvæga jókst úr 24 prósentum í 46 prósent. Stjórnarskrárfélagið hefur lagt mikla áherslu á auglýsingar undanfarnar vikur, sem hefur að miklu leyti verið beint að yngri aldurshópum á samfélagsmiðlum. „Gæti mögulega verið að þetta sé hópur kannski sem er auðveldara að ná í í könnunum, það er svona jákvæð umræða í gangi um stjórnarskrárbreytingar núna. En þetta er það mikil breyting að það er ólíklegt að þetta sé eitthvað flökt í könnunum,“ segir Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur. Þá sé fyrirséð að um verði að ræða pólitískt þrætuepli í komandi kosningum. „Það eru átakalínur á milli flokkanna. Bæði gömlu flokkanna fjögurra og líka nýju flokkanna á þingi þannig að það verða væntanlega deilur um hversu langt á að ganga,“ segir Eva. Gjörningurinn endurtekinn Fjölmennur hópur kom saman við Skúlagötu í dag eftir að áletrun með orðunum „Hvar er nýja stjórnarskráin?“ var þvegin burt með háþrýstidælu. „Við erum að mála skilaboð á vegg sem að við teljum að eigi fullt erindi við samfélagið. Við gerðum það á laugardaginn og þau skilaboð voru afmáð tveimur og hálfum degi eftir að við gerðum þau þannig að við erum í rauninni að endurtaka. Þegar það heyrist ekki í manni þá talar maður hærra,“ segir Narfi Þorsteinsson myndlistamaður og grafískur hönnuður og einn þeirra sem stóð að gjörningnum í dag. Honum þyki sérstakt að skilaboðin hafi verið afmáð. „Í ljósi þess að veggurinn er búinn að vera árum saman út krotaður og að það hafi ekki tekið lengri tíma heldur en þetta að hringa í einhverja hreinsideild og þrífa hann. Svo sést líka augljóslega þegar maður skoðar vegginn að það var ekki verið að þrífa hann, það var verið að afmá skilaboðin,“ segir Narfi. Ekki hafi verið vandað betur til verka en svo að enn megi sjá leifar af málningu og spreyi á veggnum. Verkið sem hafist var handa við að gera upp á nýtt í dag inniheldur sömu skilaboð og verkið sem var afmáð: „Hvar er nýja stjórnarskráin?“ en er að þessu sinni er verkið stærra. „Alþingi mun tapa. Það mun skíttapa" Einn þeirra sem mættir voru við Skúlagötu í dag var Þorvaldur Gylfason, hagfræðingur og félagi í Stjórnarskrárfélaginu. „Ég er hingað kominn til þess að veita þessu unga fólki móralskan stuðning. Það reisti hér dásamlegt listaverk sem var tekið niður og ég efast um að sá gjörningur að taka það niður hafi verið löglegur, það mun reyna á það,“ segir Þorvaldur. Sjálfur hafði hann þó ekki í hyggju að taka upp pensilinn og mála, hann sé ekkert sérstaklega góður í því. Hann standi þó fastur við þá skoðun sína að mikilvægt sé að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá. Þarvaldur Gylfason var mættur í dag til að sýna, að eigin sögn, móralskan stuðning.Vísir/Vilhelm „Tveir þriðju hlutar kjósenda báðu um hana í þjóðaratkvæðagreiðslu og það hefur aldrei gerst áður í lýðræðisríki í okkar heimshluta að slík atkvæðagreiðsla sé vanvirt af sjálfu löggjafarþinginu sem boðaði til hennar. Ef við erum lýðræðisríki þá bara leggur Alþingi niður vopnin og játar sig sigrað, gefst upp og staðfestir nýju stjórnarskrána. En ef við ætlum að teygja okkur í átt að skríðandi fasisma af því tagi sem að Bandaríkjamenn eru að kjósa um eftir þrjár vikur, þá getum við haldið áfram svona í einhvern tíma enn. En ég segi þér það, Alþingi mun tapa. Það mun skíttapa," segir Þorvaldur. Borgaraleg óhlýðni ekki ný af nálinni Stjórnarskrárfélagið sjálft kom ekki að gjörningnum en fagnar framtakinu. „Okkur finnst þetta mjög fallegur gjörningur og fallegur listviðburður og að sama skapi sorglegt að sjá hvernig yfirvöld bregðast við honum og hvað það er í raun og veru rík tilhneiging til þess að afmá þessa spurningu, eins og það megi ekki spyrja hennar. En ég held að það geri hana bara meira krefjandi,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins. Hún segist eftir á að hyggja ekki vera ósátt við að fyrri skilaboðin hafi verið afmáð af veggnum. „Þetta hefur vakið gríðarlega athygli á þessum málstað og ég held að fólki hafi misboðið þessi viðbrögð ríkisins,“ segir Katrín. Þótt ákvörðun hins opinbera um að þrífa verkið í burtu hafi vakið hörð viðbrögð voru skilaboðin máluð á vegginn í leyfisleysi. „Ég held að það sé eðlilegt að fólk tjái sig eins og þeim er tamast. Sumir vilja gera það í opnum bréfum til forsætisráðherra, ég geri það til dæmis, aðrir vilja tjá sig með því að spreyja spurninguna á göturnar, þá gera þau það. Borgaraleg óhlýðni er ekki ný af nálinni, hún hefur verið til öldum saman og við erum bara hluti af samfélagi sem reynir að knýja á um tilteknar breytingar og vanalega þá gera borgararnir það með þeim hætti sem þeim finnst bestur og skýrastur,“ svarar Katrín, spurð hvort ekki hefði verið eðlilegra að tjá skilaboðin með öðrum hætti í ljósi þess að spurningin var máluð á vegginn í leyfisleysi. „Ég myndi bara segja að það væri frábært að fólk væri að beita öllum löglegum og tiltækum ráðum til þess að spyrja spurningarinnar sem við þurfum að fá svar við: Hvar er nýja stjórnarskráin?“ Stjórnarskrá Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Fleiri fréttir Fjögurra til fimm metra bratti þar sem rútan fór útaf „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
Hartnær sextíu prósent Íslendinga vilja nýja stjórnarskrá samkvæmt nýrri könnun og stuðningur ungmenna við málið hefur nærri tvöfaldast. Stjórnmálafræðingur segir átök fyrirséð. Hópur stuðningsmanna kom saman í dag og málaði ákall um nýja stjórnarskrá á vegg við Skúlagötu. Athygli vekur að samkvæmt könnun MMR sem birt var í dag hefur töluverð breyting orðið á aldurshópnum 18 til 29 ára hvað varðar stuðning við nýja stjórnarskrá, þar sem hlutfall þeirra sem töldu endurnýjun stjórnarskrárinnar mjög mikilvæga jókst úr 24 prósentum í 46 prósent. Stjórnarskrárfélagið hefur lagt mikla áherslu á auglýsingar undanfarnar vikur, sem hefur að miklu leyti verið beint að yngri aldurshópum á samfélagsmiðlum. „Gæti mögulega verið að þetta sé hópur kannski sem er auðveldara að ná í í könnunum, það er svona jákvæð umræða í gangi um stjórnarskrárbreytingar núna. En þetta er það mikil breyting að það er ólíklegt að þetta sé eitthvað flökt í könnunum,“ segir Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur. Þá sé fyrirséð að um verði að ræða pólitískt þrætuepli í komandi kosningum. „Það eru átakalínur á milli flokkanna. Bæði gömlu flokkanna fjögurra og líka nýju flokkanna á þingi þannig að það verða væntanlega deilur um hversu langt á að ganga,“ segir Eva. Gjörningurinn endurtekinn Fjölmennur hópur kom saman við Skúlagötu í dag eftir að áletrun með orðunum „Hvar er nýja stjórnarskráin?“ var þvegin burt með háþrýstidælu. „Við erum að mála skilaboð á vegg sem að við teljum að eigi fullt erindi við samfélagið. Við gerðum það á laugardaginn og þau skilaboð voru afmáð tveimur og hálfum degi eftir að við gerðum þau þannig að við erum í rauninni að endurtaka. Þegar það heyrist ekki í manni þá talar maður hærra,“ segir Narfi Þorsteinsson myndlistamaður og grafískur hönnuður og einn þeirra sem stóð að gjörningnum í dag. Honum þyki sérstakt að skilaboðin hafi verið afmáð. „Í ljósi þess að veggurinn er búinn að vera árum saman út krotaður og að það hafi ekki tekið lengri tíma heldur en þetta að hringa í einhverja hreinsideild og þrífa hann. Svo sést líka augljóslega þegar maður skoðar vegginn að það var ekki verið að þrífa hann, það var verið að afmá skilaboðin,“ segir Narfi. Ekki hafi verið vandað betur til verka en svo að enn megi sjá leifar af málningu og spreyi á veggnum. Verkið sem hafist var handa við að gera upp á nýtt í dag inniheldur sömu skilaboð og verkið sem var afmáð: „Hvar er nýja stjórnarskráin?“ en er að þessu sinni er verkið stærra. „Alþingi mun tapa. Það mun skíttapa" Einn þeirra sem mættir voru við Skúlagötu í dag var Þorvaldur Gylfason, hagfræðingur og félagi í Stjórnarskrárfélaginu. „Ég er hingað kominn til þess að veita þessu unga fólki móralskan stuðning. Það reisti hér dásamlegt listaverk sem var tekið niður og ég efast um að sá gjörningur að taka það niður hafi verið löglegur, það mun reyna á það,“ segir Þorvaldur. Sjálfur hafði hann þó ekki í hyggju að taka upp pensilinn og mála, hann sé ekkert sérstaklega góður í því. Hann standi þó fastur við þá skoðun sína að mikilvægt sé að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá. Þarvaldur Gylfason var mættur í dag til að sýna, að eigin sögn, móralskan stuðning.Vísir/Vilhelm „Tveir þriðju hlutar kjósenda báðu um hana í þjóðaratkvæðagreiðslu og það hefur aldrei gerst áður í lýðræðisríki í okkar heimshluta að slík atkvæðagreiðsla sé vanvirt af sjálfu löggjafarþinginu sem boðaði til hennar. Ef við erum lýðræðisríki þá bara leggur Alþingi niður vopnin og játar sig sigrað, gefst upp og staðfestir nýju stjórnarskrána. En ef við ætlum að teygja okkur í átt að skríðandi fasisma af því tagi sem að Bandaríkjamenn eru að kjósa um eftir þrjár vikur, þá getum við haldið áfram svona í einhvern tíma enn. En ég segi þér það, Alþingi mun tapa. Það mun skíttapa," segir Þorvaldur. Borgaraleg óhlýðni ekki ný af nálinni Stjórnarskrárfélagið sjálft kom ekki að gjörningnum en fagnar framtakinu. „Okkur finnst þetta mjög fallegur gjörningur og fallegur listviðburður og að sama skapi sorglegt að sjá hvernig yfirvöld bregðast við honum og hvað það er í raun og veru rík tilhneiging til þess að afmá þessa spurningu, eins og það megi ekki spyrja hennar. En ég held að það geri hana bara meira krefjandi,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins. Hún segist eftir á að hyggja ekki vera ósátt við að fyrri skilaboðin hafi verið afmáð af veggnum. „Þetta hefur vakið gríðarlega athygli á þessum málstað og ég held að fólki hafi misboðið þessi viðbrögð ríkisins,“ segir Katrín. Þótt ákvörðun hins opinbera um að þrífa verkið í burtu hafi vakið hörð viðbrögð voru skilaboðin máluð á vegginn í leyfisleysi. „Ég held að það sé eðlilegt að fólk tjái sig eins og þeim er tamast. Sumir vilja gera það í opnum bréfum til forsætisráðherra, ég geri það til dæmis, aðrir vilja tjá sig með því að spreyja spurninguna á göturnar, þá gera þau það. Borgaraleg óhlýðni er ekki ný af nálinni, hún hefur verið til öldum saman og við erum bara hluti af samfélagi sem reynir að knýja á um tilteknar breytingar og vanalega þá gera borgararnir það með þeim hætti sem þeim finnst bestur og skýrastur,“ svarar Katrín, spurð hvort ekki hefði verið eðlilegra að tjá skilaboðin með öðrum hætti í ljósi þess að spurningin var máluð á vegginn í leyfisleysi. „Ég myndi bara segja að það væri frábært að fólk væri að beita öllum löglegum og tiltækum ráðum til þess að spyrja spurningarinnar sem við þurfum að fá svar við: Hvar er nýja stjórnarskráin?“
Stjórnarskrá Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Fleiri fréttir Fjögurra til fimm metra bratti þar sem rútan fór útaf „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira