Við viljum gera vel en… Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar 13. október 2020 13:00 Umræðan um ADHD og skólamál er mikilvæg og að mínu mati eru viðhorf og vilji starfsfólks skóla til að sækja sér þekkingu alltaf að aukast. Skilningur og þekking á ADHD röskuninni ásamt vitneskjunni um hvernig hægt er að koma til móts við einstaklinga með ADHD er mun meiri í dag en áður. Þar af leiðandi eykst jákvæðni gagnvart þessum nemendum og vilji til góðra verka. Við erum komin svo langt að það er í flestum tilfellum ekki neikvætt að greinast með ADHD, frekar veldur það létti að fá skýringu á erfiðleikunum. Margir skólar eru komnir langt í þessum efnum og hafa skýra áætlun sem sett er í gang við greiningu t.d. með teymisvinnu og aðkomu þeirra sem vinna hvað mest með einstaklinginn. Þegar þessar jákvæðu breytingar eiga sér stað, velti ég því fyrir mér hvernig hægt er að styðja við og hvetja skólana til þess að viðhorfsbreytingin og vinnubrögðin haldi áfram að þróast og eflast. Snemmtæk íhlutun er ekki bara tískuorð Þegar barn greinist með ADHD fer í flestum skólum af stað vinna sem miðar að því að koma til móts við barnið. ADHD greiningunni einni og sér fylgir ekki fjármagn til skólans ólíkt því þegar barn fær t.d. einhverfugreiningu, þannig að meiri líkur eru á að það fari eftir viðhorfi og fjármagni skólastjórnenda hversu mikla aðstoð barnið fær. Þetta er eitthvað sem ég tel að þurfi að breytast. Snemmtæk íhlutun er ekki bara tískuorð, hún virkar. Með auknu fjármagni er hægt að styðja við barnið frá unga aldri og hugsanlega koma í veg fyrir að það einangri sig félagslega með óæskilegri hegðun. Snemmtæk íhlutun hefur áhrif á viðhorf barnsins, getur aukið tilfinningagreind þess og um leið aukið félagsfærni. Eftir því sem þessi vinna er öflugri strax í upphafi eru meiri líkur á að barnið njóti þess að vera í skóla, öðlist sterkari sjálfsmynd, upplifi ekki stöðugt að það geti ekki klárað verkefni og styrkir um leið félagsfærni þess, svo fátt eitt sé nefnt. Barnið lærir að ADHD er ástæða en ekki afsökun. Það kostar meira að bíða Það er löngu vitað að börn sem ekki fá þá aðstoð sem þau þurfa í grunnskóla eru líklegri til að sýna truflandi og óæskilega hegðun. Þetta bitnar á skólafélögunum og starfsfólki skólans. Kulnun í kennarastarfi er líka staðreynd og einn af þeim þáttum sem kennarar nefna sem hluta af ástæðunni eru áhyggjur yfir því að geta ekki gert nóg fyrir nemendur og of lítill stuðningur sé til að takast á við krefjandi nemendur t.d. nemendur með ADHD. Aukið fjármagn gerir skólastjórnendum kleift að grípa fyrr í taumana, greiða fyrir aukið álag og jafnvel bæta við starfsfólki. Einstaklingur með ADHD sem ekki hefur fengið þá aðstoð sem hann þurfti í skólakerfinu er líklegri en aðrir til að gera tilraunir með ólögleg vímuefni, sýna af sér áhættuhegðun ofl. sem kostar samfélagið mun meira þegar til lengri tíma er litið. Því er augljóst að fjármagni sem lagt er í snemmtæka íhlutun er vel varið. Minnkum þörf fyrir plástra Það er því að mínu mati nokkuð öruggt að með því að sinna betur börnum með ADHD, hvort sem greining liggur fyrir eða ekki, græða allir. Hættum að einblína á að plástra sárin heldur leggjum fjármagn og orku í að koma í veg fyrir að þau myndist. Október er vitundarmánuður um ADHD og ég skora á stjórnvöld að setja fókusinn á að auka fjármagn til skólanna og með því stuðla að áframhaldandi jákvæðni,auknum skilningi og vellíðan barna með ADHD. Höfundur er kennari og stjórnarkona í ADHD samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Umræðan um ADHD og skólamál er mikilvæg og að mínu mati eru viðhorf og vilji starfsfólks skóla til að sækja sér þekkingu alltaf að aukast. Skilningur og þekking á ADHD röskuninni ásamt vitneskjunni um hvernig hægt er að koma til móts við einstaklinga með ADHD er mun meiri í dag en áður. Þar af leiðandi eykst jákvæðni gagnvart þessum nemendum og vilji til góðra verka. Við erum komin svo langt að það er í flestum tilfellum ekki neikvætt að greinast með ADHD, frekar veldur það létti að fá skýringu á erfiðleikunum. Margir skólar eru komnir langt í þessum efnum og hafa skýra áætlun sem sett er í gang við greiningu t.d. með teymisvinnu og aðkomu þeirra sem vinna hvað mest með einstaklinginn. Þegar þessar jákvæðu breytingar eiga sér stað, velti ég því fyrir mér hvernig hægt er að styðja við og hvetja skólana til þess að viðhorfsbreytingin og vinnubrögðin haldi áfram að þróast og eflast. Snemmtæk íhlutun er ekki bara tískuorð Þegar barn greinist með ADHD fer í flestum skólum af stað vinna sem miðar að því að koma til móts við barnið. ADHD greiningunni einni og sér fylgir ekki fjármagn til skólans ólíkt því þegar barn fær t.d. einhverfugreiningu, þannig að meiri líkur eru á að það fari eftir viðhorfi og fjármagni skólastjórnenda hversu mikla aðstoð barnið fær. Þetta er eitthvað sem ég tel að þurfi að breytast. Snemmtæk íhlutun er ekki bara tískuorð, hún virkar. Með auknu fjármagni er hægt að styðja við barnið frá unga aldri og hugsanlega koma í veg fyrir að það einangri sig félagslega með óæskilegri hegðun. Snemmtæk íhlutun hefur áhrif á viðhorf barnsins, getur aukið tilfinningagreind þess og um leið aukið félagsfærni. Eftir því sem þessi vinna er öflugri strax í upphafi eru meiri líkur á að barnið njóti þess að vera í skóla, öðlist sterkari sjálfsmynd, upplifi ekki stöðugt að það geti ekki klárað verkefni og styrkir um leið félagsfærni þess, svo fátt eitt sé nefnt. Barnið lærir að ADHD er ástæða en ekki afsökun. Það kostar meira að bíða Það er löngu vitað að börn sem ekki fá þá aðstoð sem þau þurfa í grunnskóla eru líklegri til að sýna truflandi og óæskilega hegðun. Þetta bitnar á skólafélögunum og starfsfólki skólans. Kulnun í kennarastarfi er líka staðreynd og einn af þeim þáttum sem kennarar nefna sem hluta af ástæðunni eru áhyggjur yfir því að geta ekki gert nóg fyrir nemendur og of lítill stuðningur sé til að takast á við krefjandi nemendur t.d. nemendur með ADHD. Aukið fjármagn gerir skólastjórnendum kleift að grípa fyrr í taumana, greiða fyrir aukið álag og jafnvel bæta við starfsfólki. Einstaklingur með ADHD sem ekki hefur fengið þá aðstoð sem hann þurfti í skólakerfinu er líklegri en aðrir til að gera tilraunir með ólögleg vímuefni, sýna af sér áhættuhegðun ofl. sem kostar samfélagið mun meira þegar til lengri tíma er litið. Því er augljóst að fjármagni sem lagt er í snemmtæka íhlutun er vel varið. Minnkum þörf fyrir plástra Það er því að mínu mati nokkuð öruggt að með því að sinna betur börnum með ADHD, hvort sem greining liggur fyrir eða ekki, græða allir. Hættum að einblína á að plástra sárin heldur leggjum fjármagn og orku í að koma í veg fyrir að þau myndist. Október er vitundarmánuður um ADHD og ég skora á stjórnvöld að setja fókusinn á að auka fjármagn til skólanna og með því stuðla að áframhaldandi jákvæðni,auknum skilningi og vellíðan barna með ADHD. Höfundur er kennari og stjórnarkona í ADHD samtökunum.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun