Þrír Íslendingar voru í eldlínunni í leikjum sem var að ljúka í þýsku B-deildinni í handbolta.
Aron Rafn Eðvarðsson stóð allan tímann í marki Bietigheim þegar liðið tapaði með minnsta mun fyrir Bayer Dormagen, 24-25. Aron Rafn varði 14 skot.
Íslendingalið Aue bar sigur úr býtum þegar liðið heimsótti Ferndorf. Sveinbjörn Pétursson lék 20 mínútur og varði 3 skot á þeim tíma en Arnar Birkir Hálfdánsson gerði tvö mörk og nýtti bæði skot sín í leiknum.
Aue hefur unnið tvo fyrstu leiki sína en Bietigheim er enn án sigurs.