Handbolti

Sigur­ganga Blomberg-Lippe heldur á­fram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elín Rósa Magnúsdóttir skoraði þrívegis í dag.
Elín Rósa Magnúsdóttir skoraði þrívegis í dag. getty/Sven Hoppe

Íslendingaliðið Blomberg-Lippe vann sinn fjórða sigur í röð þegar liðið lagði Sachsen Zwickau að velli, 32-28, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Blomberg-Lippe er á toppi deildarinnar með 24 stig en Borussia Dortmund getur endurheimt toppsætið með sigri á Bensheim-Auerbach í leik sem nú stendur yfir.

Elín Rósa Magnúsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Blomberg-Lippe í dag en hinir Íslendingarnir, Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir, voru ekki á meðal markaskorara.

Blomberg-Lippe hefur unnið tólf af fjórtán deildarleikjum sínum í vetur en tapað tveimur.

Sigurinn í dag var sjöundi sigur Blomberg-Lippe í jafn mörgum heimaleikjum í þýsku deildinni á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×