Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2026 12:15 Ómar Ingi og Janus Daði áttu frábæran leik. Hugaðir í sókninni og börðust í vörninni. Þeir voru eðlilega beygðir í leikslok en aldrei brotnir. Selfyssingarnir gáfu allt sitt en það var ekki nóg gegn sterkum Dönum. Vísir/Vilhelm Það hefði verið svo auðvelt að kenna einfaldlega dómurunum um tapið sára gegn Dönum. Skipulagið á mótinu með tilheyrandi ferðalagi. Miðaruglinu sem varð til þess að höllin í Herning var rauð og hvít. Strákarnir okkar eru aftur á móti komnir svo langt sem lið að þeir gerðu sér grein fyrir því að stóra ástæðan fyrir tapinu var sú að í jöfnum leik tveggja frábærra liða þá voru Danir betri. Það vantaði samt svo lítið upp á að okkar menn stigu sigurdans í leikslok. Það er nefnilega ekkert alltaf sterkara liðið á pappírnum sem vinnur sigur heldur sterkara liðið þann daginn. Í því felst fegurð hópíþrótta. Undanúrslit á stórmóti í handbolta er eitthvað sem handboltasérfræðingar landsins, sem líklega telja á fjórða hundrað þúsund manns, hafa reglulega talið eðlilegt að íslenska karlalandsliðið kæmist í. Strákarnir okkar, sem hafa fært okkur svo mikla gleði í skammdegi janúarsins undanfarna áratugi, hafa alltaf verið með frábæra leikmenn innanborðs en allur gangur á því hvernig gengið hefur að stilla saman strengi liðs á stórmóti. Alltaf þurft að hafa fyrir sínu og ekkert gefins Í þau tvö skipti sem Ísland hefur náð á verðlaunapall á stórmóti þurfti Ísland að hafa fyrir öllu sínu. Það var ekkert í úrslitum annarra leikja sem datt með þeim. Ísland vann þá leiki sem þurfti að vinna og var aldrei í þeirri stöðu að þurfa að treysta á úrslit í öðrum leikjum. En nú snerist dæmið við. Í sannkölluðum íslenskum grýluleik Svía og Ungverja hitti reynsluboltinn í sænska markinu ekki hetjuskoti í opið markið. Von sem var úti var aftur inni, okkar menn pökkuðu Slóvenum saman og fóru verðskuldað í undanúrslit. Það datt eitthvað með okkur. Það er nefnilega þannig að hlutirnir detta oft með stóru liðunum. Lið skapa sína eigin heppni í leikjum en það er mjög sjaldan sem litlu liðin njóta einhvers konar heppni eða aðstoðar. Ísland er nefnilega orðið eitt af stóru liðunum og það sást vel þegar okkar menn mættu í Boxen í Herning í gærkvöldi tilbúnir í orrustu gegn þeim rauðu og hvítu. Tveir blákæddir íslenskir stuðningsmenn í rauðu og hvítu dönsku hafi. Lýsandi fyrir stöðuna í Herning í gær þar sem Danir voru tæplega 15 þúsund en Íslendingar nær tvö hundruð.Vísir/Vilhelm Þegar danski þjóðsöngurinn hljómaði í byrjun leiks, eins flottur og hann er, hugsaði maður til þess að íslenski þjóðsöngurinn, Lofsöngur, var ekki tekinn upp sem þjóðsöngur fyrr en fyrir rúmum hundrað árum. Tengsl okkar við Dani eru mikil og það er ekkert sætara en að standa uppi í hárinu á stóra bróður. Landsliðsmenn okkar eru ekki líklegir til að vera beðnir um að koma fram á kórtónleikum þótt eflaust sé einn og einn ágætur karókísöngvari inn á milli. En þótt söngurinn hafi verið falskur þá gerði það mikið fyrir sófakartöfluna að heyra okkar menn syngja þjóðsönginn hátt og vel - Ísland þúsund ár. Blásið í herlúðra Okkar menn hafa ekki byrjað neinn leik á mótinu jafn vel. Annað liðið hefur haft bækistöðvar í Herning í tvær vikur og komist á milli hótels og keppnishallar á nokkrum kollhnísum. Hitt þurfti að nota langþráðan hvíldardag eftir tvo leiki á 24 klukkustundum í nokkurra klukkutíma langa rútusetu og tilheyrandi niðurpökkun og upppökkun á milli hótela, lýjandi vesen á þreyttum fótum, með sárar axlir og lítinn svefn. Lúnir Ómar Ingi og Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari á blaðamannafundi á fimmtudaginn eftir ferðalagið til Herning.Vísir/Vilhelm Ekkert af þessu skipti máli þegar okkar menn byrjuðu með boltann. Algjörlega óhræddir var sem blásið hefði verið í íslenska herlúðra. Janus Daði, Gísli Þorgeir og Ómar Ingi voru svo sannarlega tilbúnir. Árás eftir árás, óhrædd skot og ekkert hálfkák. Með fimmtán þúsund Dani öskrandi á heimavelli hefði verið auðvelt að verða lítill. Aginn var mikill og stressið virtist lítið. Okkar menn eru komnir þetta langt enda vanir stóra sviðinu með félagsliðum sínum. Maður sá strax að þetta yrði hörkuleikur og möguleikinn væri sannarlega til staðar. Það sáu Danir líka og þurftu sannarlega að hafa fyrir hlutunum. Elliði Snær Viðarsson hefur farið á kostum á Evrópumótinu og lét ekki sitt eftir liggja í baráttunni í gær.Vísir/vilhelm Á endanum voru það litlu hlutirnir, margir litlir hlutir, sem urðu til þess að Danir fögnuðu sigri og var sýnilega létt enda á heimavelli og krafa frá þjóðinni að margfaldir heimsmeistarar kláruðu dæmið. Höfum í huga í þeim samanburði að besti árangur Íslands á heimsmeistaramóti er 5. sætið í Japan fyrir bráðum þrjátíu árum. Krísa eftir HM 1995 Það er hins vegar fullt tilefni til að rifja upp hvernig við komumst á það heimsmeistaramót. Þá voru okkar menn vængbrotnir eftir vonbrigðamót á heimavelli 1995. Vonir voru miklar en árangur lítill. Svo lítill að Ísland komst ekki á Evrópumótið 1996 sem þá var reyndar aðeins tólf þjóða mót. Fólk óttaðist um stöðu okkar í alþjóðahandbolta og ekki lyftist brúnin þegar ljóst varð að Ísland þyrfti að vinna Dani á útivelli í Álaborg í lokaleik undankeppninnar til að tryggja sér sæti á HM árið eftir. Leikinn bar upp á sjálfan fullveldisdaginn 1. desember. Miklu meira en sæti á HM var í húfi. Eins og í gær var tækifæri til að standa uppi í hárinu á stóra bróður. Íslensku stuðningsmennirnir í Álaborg árið 1996. Þeir sem horfðu á þann leik, svo ég tali ekki um þá sem voru í íþróttahúsinu í Álaborg, munu aldrei gleyma þeim sæta sigri.Tímarit.is Íslenskir stuðningsmenn voru hlutfallslega fleiri í íþróttahúsinu í Álaborg en hinni glæsilegu Boxen-höll í gærkvöldi. Þeir voru samt sem áður mun færri en það kom ekki að sök. Bjarki Sigurðsson skoraði síðasta mark Íslands sem vann tveggja marka sætan útisigur á Dönum sem fyrir vikið komust ekki á HM 1997. Þetta voru mikil vonbrigði fyrir Dani sem lögðu þó ekki árar í bát og á nýrri öld fóru í hönd ótrúlega sigursæl ár þar sem með reglulegum verðlaunapeningum í öllum þremur litum. Markvarslan? En aftur að leiknum í Herning í gær, þrjátíu árum eftir sigurinn frækna í Álaborg. Af hverju unnum við ekki leikinn í gær? Hið augljósa er að í leik tveggja sterkra liða mun annað vinna en hitt tapa. Hvar skildi á milli? Danir á heimavelli, fáir stuðningsmenn, ferðalög og minni hvíld eru ytri þættir sem liggja fyrir áður en flautað er til leiks. Munurinn liggur í því sem gerist á vellinum eftir að slagurinn er hafinn. Hörðustu stuðningsmenn Ísland í Sérsveitinni fengu að lokum miða og létu vel í sér heyra. Það hjálpaði ekki að sætin þeirra voru efst í höllinni.Vísir/vilhelm Danir hafa gríðarlega reynslu og gæði. Þeir héngu á boltanum og meira að segja í þeim tilvikum þegar maður hélt að íslenska vörnin væri að hafa þá, höndin komin upp hjá dómurunum og öll sund virtust lokuð, náðu þeir skoti, fínu skoti sem söng í netinu. Gidsel var sannarlega í sérflokki en það virtist í raun sama hvaðan skotið kom. Viktor Gísli hefur hitt á betri daga enda þekktur fyrir ótrúlegar vörslur úr dauðafærum. Við fengum nokkrar vörslur frá honum en ekki nógu margar. Viktor Gísli er markvörður í fremstu röð. Hann hefur átt frábæra leiki og svo daprari leiki á Evrópumótinu. Því miður hitti hann ekki á toppleik í gær.vísir / vilhelm Við töpuðum samt ekki leiknum út af Viktori Gísla, ekki bara. Við hefðum getað unnið þrátt fyrir þetta. Nielsen átti ekki sinn besta dag í markinu hinum megin þótt þeir Möller hafi skilað örlítið meiri vörslu en íslenska markvarðarparið. Það heyrir til tíðinda að danskir markmenn verji lítið o erg einfaldlega til marks um gæðin í sóknarleik okkar og skotvissu. Hraðaupphlaup? Dómarar? Ísland var marki undir í hálfleik sem hefði ekki þurft að vera staðan. Í tvígang vann Ísland boltann og ætlaði sér að sækja hratt. Ónákvæm sending eða of lítið trélím á puttunum á Orra Frey þýddi að hann flaug ekki í gegn og skoraði ódýrt hraðupphlaupsmark. Fallhlífarsending Elliða fram völlinn í stað öruggrar sendingar á næsta mann og keyra á hraðaupphlaup í yfirtölu var einfaldlega gripin af manni leiksins, Gidsel. Tvö dauðafæri á ódýrum mörkum í súginn sem hefðu gert mikið fyrir okkur. Orri Freyr Þorkelsson var fullur sjálfstrausts í leikslok, talaði af miklum hug um liðsandann og liðsfélaga sína. Hann hefur náð ótrúlega langt á skömmum tíma, nýtir færi sín vel og steig upp í gær þegar okkar menn virtust ekki geta skorað úr vítaköstum sínum.Vísir/Vilhelm Við töpuðum samt ekki leiknum út af þessum klúðruðu hraðaupphlaupum. Við byrjuðum seinni hálfleikinn frábærlega eins og þann fyrri og vorum komnir í bílstjórasætið að nýju. Það var hins vegar erfiður vandi að glíma við í sóknarleiknum þar sem við þurftum að hafa miklu meira fyrir okkar en heimamenn. Norsku dómararnir voru mun fljótari að flauta þegar okkar menn sóttu. Ómar og Gísli voru keyrðir í gólfið en náðu að sleppa boltanum og opna fyrir liðsfélaga en viti menn, það var flautað aukakast. Danir græddu á sínum brotum. Gísli Þorgeir í kunnuglegum stellingum. Lætur sig vaða í gengum dönsku vörnina sem beitti öllum sínum klókindum til að stöðva hann.Vísir/vilhelm Á hinum endanum lá íslenskur varnarmaður í gólfinu en Danir fengu að ljúka sókninni með marki. Eru þá órædd öll þau skipti sem Gísli Þorgeir var snúinn niður við vítateigslínuna. Merkilega oft töldu þeir norsku rétt að dæma aukakast en ekki vítakast. Tveggja mínútna refsingu á dönsku dyraverðina í hjarta varnar heimamanna var sjaldan beitt. Þeir komust um með það sem er of algeng sjón hjá dyravörðum víða um heim, að buffa gestina. Þannig að við töpuðum leiknum út af dómurunum? Nei, það væri alltof mikil einföldun. En þegar maður telur til alla þessa litlu hluti þá er ekki óeðlilegt að á endanum hafi Danir unnið nauman þriggja marka sigur. Ég er ekki einu sinni búinn að nefna að við klikkuðum á fjórum vítaköstum í leiknum. Fundu lyktina af gullinu Síðasta korterið voru Danir með yfirhöndina, þeir hafa gert þetta allt saman áður og það er sárt að hafa lotið í lægra haldi. En eins og Ólafur Stefánsson goðsögn sagði eftir leik þá fundu þeir lyktina af gullinu. Þeir ætluðu sér gullið og upplifðu þá tilfinningu að vera í bullandi séns. Það er dýrmæt reynsla fyrir kynslóð stórkostlegra handboltamanna sem eiga mörg ár eftir í broddi fylkingar landsliðs okkar. Óðinn Þór Ríkharðsson hornamaður hefur verið einn besti leikmaður Íslands á mótinu. Okkar mönnum gekk illa að skapa færi fyrir Óðinn í leiknum í gær og reyndar gildir það sama um vinstra hornið þaðan sem mörk komu úr þröngum færum.Vísir/Vilhelm Það sást líka í viðtölum eftir leikinn. Okkar menn voru stórir, aldrei litlir. Það hefði verið auðvelt að kenna dómurunum um en þeir vita betur. Heilt yfir hallaði á okkur en það er viðbúið í íþróttum þar sem annað liðið er það besta í heimi og spilar á heimavelli. Dómgæslan mun falla þeim megin en vonandi innan eðlilegra marka. Gísli Þorgeir var spurður að því í viðtali eftir leik hvort danska liðið hefði verið of stór biti. Sigurvegararnir á síðustu fjórum heimsmeistaramótum hafa spilað síðustu þrjá úrslitaleiki á Ólympíuleikum, unnið tvo, vel studdir af fimmtán þúsund Dönum og eru áttfaldir verðlaunahafar á Evrópumóti. Viggó Kristjánsson hefði vafalítið viljað spila meira í leiknum í gær. Ómar Ingi átti frábæran leik sem þýddi færri tækifæri fyrir Seltirninginn sem á þá nóg á tankinum fyrir bronsleikinn á morgun.Vísir/Vilhelm „Ég sé það ekki þannig. Við vorum sannarlega með alla möguleika til að vinna þá í dag og það sýnir líka hvað við erum komnir langt sem lið. Mér fannst þeir alls ekki sterkari aðilinn í dag, þó að þeir hafi verið með yfirhöndina síðustu fimmtán mínúturnar. En mér fannst við eiga meira inni,“ sagði Gísli Þorgeir. Aldrei lítill, alltaf stór. Stórkostlegur handboltamaður og liðsmaður sem krafðist ekki meiri markvörslu frá Viktori Gísla heldur leit þannig á það að íslenska vörnin hefði getað hjálpað Viktori Gísla að verja fleiri bolta. Vörn og markvarsla eru hin eina sanna blanda. Janus Daði Smárason var sérstaklega áræðinn í leiknum í gær og skoraði mörk utan af velli og af harðfylgi eftir gegnumbrot. Stórkostlegur leikmaður og ekki skrýtið að bestu lið Evrópu falist eftir kröftum hans.Vísir/Vilhelm Á morgun geta strákarnir okkar og þessi kynslóð gert það sem hún hefur ekki gert áður, unnið til verðlauna á stórmóti. Með fullri virðingu fyrir hetjunum okkar í B-keppnunum 1989 og 1992, þegar gull og brons unnust, þá verður þetta aðeins í fimmta skiptið sem Ísland leikur um verðlaun á stórmóti í handbolta. Við höfum aðeins einu sinni unnið slíkan leik, glæsilegan sigur á Pólverjum í Austurríki á EM 2010. Nú er annað tækifæri. „Við ætlum að vinna bronsið,“ segir Gísli Þorgeir. Á pappírnum er íslenska liðið að margra mati sterkara en það króatíska en hvort liðið verður með yfirhöndina þegar flautað verður til leiks á morgun á eftir að koma í ljós. Það er samt engin ástæða til að efast um plön okkar manna að sækja fyrstu verðlaun liðsins á stórmóti í sextán ár. EM karla í handbolta 2026 Utan vallar Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ „Keyrðu yfir okkur og við leyfðum því bara að gerast“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana Sjá meira
Undanúrslit á stórmóti í handbolta er eitthvað sem handboltasérfræðingar landsins, sem líklega telja á fjórða hundrað þúsund manns, hafa reglulega talið eðlilegt að íslenska karlalandsliðið kæmist í. Strákarnir okkar, sem hafa fært okkur svo mikla gleði í skammdegi janúarsins undanfarna áratugi, hafa alltaf verið með frábæra leikmenn innanborðs en allur gangur á því hvernig gengið hefur að stilla saman strengi liðs á stórmóti. Alltaf þurft að hafa fyrir sínu og ekkert gefins Í þau tvö skipti sem Ísland hefur náð á verðlaunapall á stórmóti þurfti Ísland að hafa fyrir öllu sínu. Það var ekkert í úrslitum annarra leikja sem datt með þeim. Ísland vann þá leiki sem þurfti að vinna og var aldrei í þeirri stöðu að þurfa að treysta á úrslit í öðrum leikjum. En nú snerist dæmið við. Í sannkölluðum íslenskum grýluleik Svía og Ungverja hitti reynsluboltinn í sænska markinu ekki hetjuskoti í opið markið. Von sem var úti var aftur inni, okkar menn pökkuðu Slóvenum saman og fóru verðskuldað í undanúrslit. Það datt eitthvað með okkur. Það er nefnilega þannig að hlutirnir detta oft með stóru liðunum. Lið skapa sína eigin heppni í leikjum en það er mjög sjaldan sem litlu liðin njóta einhvers konar heppni eða aðstoðar. Ísland er nefnilega orðið eitt af stóru liðunum og það sást vel þegar okkar menn mættu í Boxen í Herning í gærkvöldi tilbúnir í orrustu gegn þeim rauðu og hvítu. Tveir blákæddir íslenskir stuðningsmenn í rauðu og hvítu dönsku hafi. Lýsandi fyrir stöðuna í Herning í gær þar sem Danir voru tæplega 15 þúsund en Íslendingar nær tvö hundruð.Vísir/Vilhelm Þegar danski þjóðsöngurinn hljómaði í byrjun leiks, eins flottur og hann er, hugsaði maður til þess að íslenski þjóðsöngurinn, Lofsöngur, var ekki tekinn upp sem þjóðsöngur fyrr en fyrir rúmum hundrað árum. Tengsl okkar við Dani eru mikil og það er ekkert sætara en að standa uppi í hárinu á stóra bróður. Landsliðsmenn okkar eru ekki líklegir til að vera beðnir um að koma fram á kórtónleikum þótt eflaust sé einn og einn ágætur karókísöngvari inn á milli. En þótt söngurinn hafi verið falskur þá gerði það mikið fyrir sófakartöfluna að heyra okkar menn syngja þjóðsönginn hátt og vel - Ísland þúsund ár. Blásið í herlúðra Okkar menn hafa ekki byrjað neinn leik á mótinu jafn vel. Annað liðið hefur haft bækistöðvar í Herning í tvær vikur og komist á milli hótels og keppnishallar á nokkrum kollhnísum. Hitt þurfti að nota langþráðan hvíldardag eftir tvo leiki á 24 klukkustundum í nokkurra klukkutíma langa rútusetu og tilheyrandi niðurpökkun og upppökkun á milli hótela, lýjandi vesen á þreyttum fótum, með sárar axlir og lítinn svefn. Lúnir Ómar Ingi og Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari á blaðamannafundi á fimmtudaginn eftir ferðalagið til Herning.Vísir/Vilhelm Ekkert af þessu skipti máli þegar okkar menn byrjuðu með boltann. Algjörlega óhræddir var sem blásið hefði verið í íslenska herlúðra. Janus Daði, Gísli Þorgeir og Ómar Ingi voru svo sannarlega tilbúnir. Árás eftir árás, óhrædd skot og ekkert hálfkák. Með fimmtán þúsund Dani öskrandi á heimavelli hefði verið auðvelt að verða lítill. Aginn var mikill og stressið virtist lítið. Okkar menn eru komnir þetta langt enda vanir stóra sviðinu með félagsliðum sínum. Maður sá strax að þetta yrði hörkuleikur og möguleikinn væri sannarlega til staðar. Það sáu Danir líka og þurftu sannarlega að hafa fyrir hlutunum. Elliði Snær Viðarsson hefur farið á kostum á Evrópumótinu og lét ekki sitt eftir liggja í baráttunni í gær.Vísir/vilhelm Á endanum voru það litlu hlutirnir, margir litlir hlutir, sem urðu til þess að Danir fögnuðu sigri og var sýnilega létt enda á heimavelli og krafa frá þjóðinni að margfaldir heimsmeistarar kláruðu dæmið. Höfum í huga í þeim samanburði að besti árangur Íslands á heimsmeistaramóti er 5. sætið í Japan fyrir bráðum þrjátíu árum. Krísa eftir HM 1995 Það er hins vegar fullt tilefni til að rifja upp hvernig við komumst á það heimsmeistaramót. Þá voru okkar menn vængbrotnir eftir vonbrigðamót á heimavelli 1995. Vonir voru miklar en árangur lítill. Svo lítill að Ísland komst ekki á Evrópumótið 1996 sem þá var reyndar aðeins tólf þjóða mót. Fólk óttaðist um stöðu okkar í alþjóðahandbolta og ekki lyftist brúnin þegar ljóst varð að Ísland þyrfti að vinna Dani á útivelli í Álaborg í lokaleik undankeppninnar til að tryggja sér sæti á HM árið eftir. Leikinn bar upp á sjálfan fullveldisdaginn 1. desember. Miklu meira en sæti á HM var í húfi. Eins og í gær var tækifæri til að standa uppi í hárinu á stóra bróður. Íslensku stuðningsmennirnir í Álaborg árið 1996. Þeir sem horfðu á þann leik, svo ég tali ekki um þá sem voru í íþróttahúsinu í Álaborg, munu aldrei gleyma þeim sæta sigri.Tímarit.is Íslenskir stuðningsmenn voru hlutfallslega fleiri í íþróttahúsinu í Álaborg en hinni glæsilegu Boxen-höll í gærkvöldi. Þeir voru samt sem áður mun færri en það kom ekki að sök. Bjarki Sigurðsson skoraði síðasta mark Íslands sem vann tveggja marka sætan útisigur á Dönum sem fyrir vikið komust ekki á HM 1997. Þetta voru mikil vonbrigði fyrir Dani sem lögðu þó ekki árar í bát og á nýrri öld fóru í hönd ótrúlega sigursæl ár þar sem með reglulegum verðlaunapeningum í öllum þremur litum. Markvarslan? En aftur að leiknum í Herning í gær, þrjátíu árum eftir sigurinn frækna í Álaborg. Af hverju unnum við ekki leikinn í gær? Hið augljósa er að í leik tveggja sterkra liða mun annað vinna en hitt tapa. Hvar skildi á milli? Danir á heimavelli, fáir stuðningsmenn, ferðalög og minni hvíld eru ytri þættir sem liggja fyrir áður en flautað er til leiks. Munurinn liggur í því sem gerist á vellinum eftir að slagurinn er hafinn. Hörðustu stuðningsmenn Ísland í Sérsveitinni fengu að lokum miða og létu vel í sér heyra. Það hjálpaði ekki að sætin þeirra voru efst í höllinni.Vísir/vilhelm Danir hafa gríðarlega reynslu og gæði. Þeir héngu á boltanum og meira að segja í þeim tilvikum þegar maður hélt að íslenska vörnin væri að hafa þá, höndin komin upp hjá dómurunum og öll sund virtust lokuð, náðu þeir skoti, fínu skoti sem söng í netinu. Gidsel var sannarlega í sérflokki en það virtist í raun sama hvaðan skotið kom. Viktor Gísli hefur hitt á betri daga enda þekktur fyrir ótrúlegar vörslur úr dauðafærum. Við fengum nokkrar vörslur frá honum en ekki nógu margar. Viktor Gísli er markvörður í fremstu röð. Hann hefur átt frábæra leiki og svo daprari leiki á Evrópumótinu. Því miður hitti hann ekki á toppleik í gær.vísir / vilhelm Við töpuðum samt ekki leiknum út af Viktori Gísla, ekki bara. Við hefðum getað unnið þrátt fyrir þetta. Nielsen átti ekki sinn besta dag í markinu hinum megin þótt þeir Möller hafi skilað örlítið meiri vörslu en íslenska markvarðarparið. Það heyrir til tíðinda að danskir markmenn verji lítið o erg einfaldlega til marks um gæðin í sóknarleik okkar og skotvissu. Hraðaupphlaup? Dómarar? Ísland var marki undir í hálfleik sem hefði ekki þurft að vera staðan. Í tvígang vann Ísland boltann og ætlaði sér að sækja hratt. Ónákvæm sending eða of lítið trélím á puttunum á Orra Frey þýddi að hann flaug ekki í gegn og skoraði ódýrt hraðupphlaupsmark. Fallhlífarsending Elliða fram völlinn í stað öruggrar sendingar á næsta mann og keyra á hraðaupphlaup í yfirtölu var einfaldlega gripin af manni leiksins, Gidsel. Tvö dauðafæri á ódýrum mörkum í súginn sem hefðu gert mikið fyrir okkur. Orri Freyr Þorkelsson var fullur sjálfstrausts í leikslok, talaði af miklum hug um liðsandann og liðsfélaga sína. Hann hefur náð ótrúlega langt á skömmum tíma, nýtir færi sín vel og steig upp í gær þegar okkar menn virtust ekki geta skorað úr vítaköstum sínum.Vísir/Vilhelm Við töpuðum samt ekki leiknum út af þessum klúðruðu hraðaupphlaupum. Við byrjuðum seinni hálfleikinn frábærlega eins og þann fyrri og vorum komnir í bílstjórasætið að nýju. Það var hins vegar erfiður vandi að glíma við í sóknarleiknum þar sem við þurftum að hafa miklu meira fyrir okkar en heimamenn. Norsku dómararnir voru mun fljótari að flauta þegar okkar menn sóttu. Ómar og Gísli voru keyrðir í gólfið en náðu að sleppa boltanum og opna fyrir liðsfélaga en viti menn, það var flautað aukakast. Danir græddu á sínum brotum. Gísli Þorgeir í kunnuglegum stellingum. Lætur sig vaða í gengum dönsku vörnina sem beitti öllum sínum klókindum til að stöðva hann.Vísir/vilhelm Á hinum endanum lá íslenskur varnarmaður í gólfinu en Danir fengu að ljúka sókninni með marki. Eru þá órædd öll þau skipti sem Gísli Þorgeir var snúinn niður við vítateigslínuna. Merkilega oft töldu þeir norsku rétt að dæma aukakast en ekki vítakast. Tveggja mínútna refsingu á dönsku dyraverðina í hjarta varnar heimamanna var sjaldan beitt. Þeir komust um með það sem er of algeng sjón hjá dyravörðum víða um heim, að buffa gestina. Þannig að við töpuðum leiknum út af dómurunum? Nei, það væri alltof mikil einföldun. En þegar maður telur til alla þessa litlu hluti þá er ekki óeðlilegt að á endanum hafi Danir unnið nauman þriggja marka sigur. Ég er ekki einu sinni búinn að nefna að við klikkuðum á fjórum vítaköstum í leiknum. Fundu lyktina af gullinu Síðasta korterið voru Danir með yfirhöndina, þeir hafa gert þetta allt saman áður og það er sárt að hafa lotið í lægra haldi. En eins og Ólafur Stefánsson goðsögn sagði eftir leik þá fundu þeir lyktina af gullinu. Þeir ætluðu sér gullið og upplifðu þá tilfinningu að vera í bullandi séns. Það er dýrmæt reynsla fyrir kynslóð stórkostlegra handboltamanna sem eiga mörg ár eftir í broddi fylkingar landsliðs okkar. Óðinn Þór Ríkharðsson hornamaður hefur verið einn besti leikmaður Íslands á mótinu. Okkar mönnum gekk illa að skapa færi fyrir Óðinn í leiknum í gær og reyndar gildir það sama um vinstra hornið þaðan sem mörk komu úr þröngum færum.Vísir/Vilhelm Það sást líka í viðtölum eftir leikinn. Okkar menn voru stórir, aldrei litlir. Það hefði verið auðvelt að kenna dómurunum um en þeir vita betur. Heilt yfir hallaði á okkur en það er viðbúið í íþróttum þar sem annað liðið er það besta í heimi og spilar á heimavelli. Dómgæslan mun falla þeim megin en vonandi innan eðlilegra marka. Gísli Þorgeir var spurður að því í viðtali eftir leik hvort danska liðið hefði verið of stór biti. Sigurvegararnir á síðustu fjórum heimsmeistaramótum hafa spilað síðustu þrjá úrslitaleiki á Ólympíuleikum, unnið tvo, vel studdir af fimmtán þúsund Dönum og eru áttfaldir verðlaunahafar á Evrópumóti. Viggó Kristjánsson hefði vafalítið viljað spila meira í leiknum í gær. Ómar Ingi átti frábæran leik sem þýddi færri tækifæri fyrir Seltirninginn sem á þá nóg á tankinum fyrir bronsleikinn á morgun.Vísir/Vilhelm „Ég sé það ekki þannig. Við vorum sannarlega með alla möguleika til að vinna þá í dag og það sýnir líka hvað við erum komnir langt sem lið. Mér fannst þeir alls ekki sterkari aðilinn í dag, þó að þeir hafi verið með yfirhöndina síðustu fimmtán mínúturnar. En mér fannst við eiga meira inni,“ sagði Gísli Þorgeir. Aldrei lítill, alltaf stór. Stórkostlegur handboltamaður og liðsmaður sem krafðist ekki meiri markvörslu frá Viktori Gísla heldur leit þannig á það að íslenska vörnin hefði getað hjálpað Viktori Gísla að verja fleiri bolta. Vörn og markvarsla eru hin eina sanna blanda. Janus Daði Smárason var sérstaklega áræðinn í leiknum í gær og skoraði mörk utan af velli og af harðfylgi eftir gegnumbrot. Stórkostlegur leikmaður og ekki skrýtið að bestu lið Evrópu falist eftir kröftum hans.Vísir/Vilhelm Á morgun geta strákarnir okkar og þessi kynslóð gert það sem hún hefur ekki gert áður, unnið til verðlauna á stórmóti. Með fullri virðingu fyrir hetjunum okkar í B-keppnunum 1989 og 1992, þegar gull og brons unnust, þá verður þetta aðeins í fimmta skiptið sem Ísland leikur um verðlaun á stórmóti í handbolta. Við höfum aðeins einu sinni unnið slíkan leik, glæsilegan sigur á Pólverjum í Austurríki á EM 2010. Nú er annað tækifæri. „Við ætlum að vinna bronsið,“ segir Gísli Þorgeir. Á pappírnum er íslenska liðið að margra mati sterkara en það króatíska en hvort liðið verður með yfirhöndina þegar flautað verður til leiks á morgun á eftir að koma í ljós. Það er samt engin ástæða til að efast um plön okkar manna að sækja fyrstu verðlaun liðsins á stórmóti í sextán ár.
EM karla í handbolta 2026 Utan vallar Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ „Keyrðu yfir okkur og við leyfðum því bara að gerast“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana Sjá meira