Hægri bakvörður Man Utd gæti valið Kongó fram yfir England Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2020 19:46 Bissaka í 3-2 sigrinum gegn Brighton & Hove Albion á þessari leiktíð. EPA-EFE/Glyn Kirk Aaron Wan-Bissaka, hægri bakvörður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, gæti ákveðið að spila fyrir Kongó frekar en enska landsliðið þar sem hann hefur ekki enn verið valinn í enska A-landsliðið. Hinn 22 ára gamli Bissaka gekk í raðir Manchester United frá Crystal Palace fyrir síðustu leiktíð. Hann var með betri leikmönnum liðsins en hefur átt erfitt uppdráttar það sem af er leiktíð – líkt og nær allir samherjar sínir. Vefur götublaðið The Mirror greindi frá. Bissaka gaf nýverið í skyn á Instagram-síðu sinni að hann gæti tekið þá ákvörðun að spila fyrir Kongó frekar en England. Enski fáninn var alltaf á Instagram-síðu Bissaka en honum hefur nú verið skipt út fyrir fána Kongó eða Hlébarðanna eins og landslið þeirra er nær alltaf kallað. Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, hefur ekki enn gefið leikmanninum tækifæri með A-landsliðinu og því má hann spila með landsliði Kongó hugnist honum það. Bissaka hefur hins vegar spilað bæði með yngri landsliðum Kongó og Englands. He looks to have made his decision.https://t.co/iNgLizQzm5— Mirror Football (@MirrorFootball) October 9, 2020 Vart er hægt að finna meiri samkeppni um stöðu í fótboltaheiminum heldur en nú er um stöðu hægri bakvarðar í enska landsliðinu. Englandsmeistarinn Trent Alexander-Arnold er líklegastur til að hreppa hnossið en Kyle Walker [Manchester City] hefur verið þar undanfarna mánuði. Þeir Kieran Tripper [Atletico Madrid] og Reece James [Chelsea] koma einnig til greina. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, hefur komið hægri bakverði sínum til varnar. Sagt að hann sé ungur að árum og enn að læra. Hann hafi verið frábær á síðustu leiktíð og þurfi að finna sitt gamla form. Í kjölfarið geti hann farið að bæta ákveðnum hlutum við leik sinn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjá meira
Aaron Wan-Bissaka, hægri bakvörður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, gæti ákveðið að spila fyrir Kongó frekar en enska landsliðið þar sem hann hefur ekki enn verið valinn í enska A-landsliðið. Hinn 22 ára gamli Bissaka gekk í raðir Manchester United frá Crystal Palace fyrir síðustu leiktíð. Hann var með betri leikmönnum liðsins en hefur átt erfitt uppdráttar það sem af er leiktíð – líkt og nær allir samherjar sínir. Vefur götublaðið The Mirror greindi frá. Bissaka gaf nýverið í skyn á Instagram-síðu sinni að hann gæti tekið þá ákvörðun að spila fyrir Kongó frekar en England. Enski fáninn var alltaf á Instagram-síðu Bissaka en honum hefur nú verið skipt út fyrir fána Kongó eða Hlébarðanna eins og landslið þeirra er nær alltaf kallað. Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, hefur ekki enn gefið leikmanninum tækifæri með A-landsliðinu og því má hann spila með landsliði Kongó hugnist honum það. Bissaka hefur hins vegar spilað bæði með yngri landsliðum Kongó og Englands. He looks to have made his decision.https://t.co/iNgLizQzm5— Mirror Football (@MirrorFootball) October 9, 2020 Vart er hægt að finna meiri samkeppni um stöðu í fótboltaheiminum heldur en nú er um stöðu hægri bakvarðar í enska landsliðinu. Englandsmeistarinn Trent Alexander-Arnold er líklegastur til að hreppa hnossið en Kyle Walker [Manchester City] hefur verið þar undanfarna mánuði. Þeir Kieran Tripper [Atletico Madrid] og Reece James [Chelsea] koma einnig til greina. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, hefur komið hægri bakverði sínum til varnar. Sagt að hann sé ungur að árum og enn að læra. Hann hafi verið frábær á síðustu leiktíð og þurfi að finna sitt gamla form. Í kjölfarið geti hann farið að bæta ákveðnum hlutum við leik sinn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjá meira