Hægri bakvörður Man Utd gæti valið Kongó fram yfir England Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2020 19:46 Bissaka í 3-2 sigrinum gegn Brighton & Hove Albion á þessari leiktíð. EPA-EFE/Glyn Kirk Aaron Wan-Bissaka, hægri bakvörður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, gæti ákveðið að spila fyrir Kongó frekar en enska landsliðið þar sem hann hefur ekki enn verið valinn í enska A-landsliðið. Hinn 22 ára gamli Bissaka gekk í raðir Manchester United frá Crystal Palace fyrir síðustu leiktíð. Hann var með betri leikmönnum liðsins en hefur átt erfitt uppdráttar það sem af er leiktíð – líkt og nær allir samherjar sínir. Vefur götublaðið The Mirror greindi frá. Bissaka gaf nýverið í skyn á Instagram-síðu sinni að hann gæti tekið þá ákvörðun að spila fyrir Kongó frekar en England. Enski fáninn var alltaf á Instagram-síðu Bissaka en honum hefur nú verið skipt út fyrir fána Kongó eða Hlébarðanna eins og landslið þeirra er nær alltaf kallað. Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, hefur ekki enn gefið leikmanninum tækifæri með A-landsliðinu og því má hann spila með landsliði Kongó hugnist honum það. Bissaka hefur hins vegar spilað bæði með yngri landsliðum Kongó og Englands. He looks to have made his decision.https://t.co/iNgLizQzm5— Mirror Football (@MirrorFootball) October 9, 2020 Vart er hægt að finna meiri samkeppni um stöðu í fótboltaheiminum heldur en nú er um stöðu hægri bakvarðar í enska landsliðinu. Englandsmeistarinn Trent Alexander-Arnold er líklegastur til að hreppa hnossið en Kyle Walker [Manchester City] hefur verið þar undanfarna mánuði. Þeir Kieran Tripper [Atletico Madrid] og Reece James [Chelsea] koma einnig til greina. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, hefur komið hægri bakverði sínum til varnar. Sagt að hann sé ungur að árum og enn að læra. Hann hafi verið frábær á síðustu leiktíð og þurfi að finna sitt gamla form. Í kjölfarið geti hann farið að bæta ákveðnum hlutum við leik sinn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Aaron Wan-Bissaka, hægri bakvörður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, gæti ákveðið að spila fyrir Kongó frekar en enska landsliðið þar sem hann hefur ekki enn verið valinn í enska A-landsliðið. Hinn 22 ára gamli Bissaka gekk í raðir Manchester United frá Crystal Palace fyrir síðustu leiktíð. Hann var með betri leikmönnum liðsins en hefur átt erfitt uppdráttar það sem af er leiktíð – líkt og nær allir samherjar sínir. Vefur götublaðið The Mirror greindi frá. Bissaka gaf nýverið í skyn á Instagram-síðu sinni að hann gæti tekið þá ákvörðun að spila fyrir Kongó frekar en England. Enski fáninn var alltaf á Instagram-síðu Bissaka en honum hefur nú verið skipt út fyrir fána Kongó eða Hlébarðanna eins og landslið þeirra er nær alltaf kallað. Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, hefur ekki enn gefið leikmanninum tækifæri með A-landsliðinu og því má hann spila með landsliði Kongó hugnist honum það. Bissaka hefur hins vegar spilað bæði með yngri landsliðum Kongó og Englands. He looks to have made his decision.https://t.co/iNgLizQzm5— Mirror Football (@MirrorFootball) October 9, 2020 Vart er hægt að finna meiri samkeppni um stöðu í fótboltaheiminum heldur en nú er um stöðu hægri bakvarðar í enska landsliðinu. Englandsmeistarinn Trent Alexander-Arnold er líklegastur til að hreppa hnossið en Kyle Walker [Manchester City] hefur verið þar undanfarna mánuði. Þeir Kieran Tripper [Atletico Madrid] og Reece James [Chelsea] koma einnig til greina. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, hefur komið hægri bakverði sínum til varnar. Sagt að hann sé ungur að árum og enn að læra. Hann hafi verið frábær á síðustu leiktíð og þurfi að finna sitt gamla form. Í kjölfarið geti hann farið að bæta ákveðnum hlutum við leik sinn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira