„Fólki er misboðið“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. október 2020 20:17 Reinhold Richter trúnaðarmaður starfsmanna hjá Álverinu í Straumsvík Vísir/Sigurjón Ríflega átta af hverjum tíu starfsmönnum álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum. Trúnaðarmaður segir að starfsfólki sé misboðið. Félagsmenn í fimm stéttarfélögum hjá álverinu í Straumsvík samþykktu verkfallsboðun en félagsmenn VR felldu það naumlega. „Fólk er orðið svo langþreytt og þetta er í raun merkilegt í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu að svona margir skuli greiða þessu atkvæði með þessum hætti. Það hefur líka verið alveg gegndarlaus áróður hjá fyrirtækinu og rangar upplýsingar inná Workplace um gang samninga og annað. Starfsfólki er misboðið með hvernig er búið að koma fram við það og hvernig því er beitt í refsskák um raforkuverð við ríkið og Landsvirkjun,“ segir Reinhold. Í tilkynningu frá Isal í dag vegna málsins kemur fram að fyrirtækið hafi þegar boðið stéttarfélögum hækkun upp á 24.000 krónur á regluleg laun í samræmi við Lífskjarasamninginn sem þau hafi hafnað. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun séu mikil vonbrigði. Reinhold segir að áður en til verkfalls komi verði reynt að semja. „Næstu skerf hljóta að vera að setjast að samningaborðinu og semja. Það er okkar markmið,“ segir Reinhold. Hann segir að kjaradeilan snúist um að starfsfólk fái sömu greiðslur og komi fram í lífskjarasamningnum eða 73 þúsund krónur. Ef ekki takist að semja fari fyrstu verkfallsaðgerðir í gang þann 16. október þegar einstaka starfstéttir leggja niður störf og svo daglega út nóvember. Ef ekki takist að semja fyrir þann tíma verði boðað til allsherjarverkfalls í álverinu í Straumsvík þann 1. desember. Stóriðja Kjaramál Vinnumarkaður Landsvirkjun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Starfsfólk álversins í Straumsvík ætlar í verkfall 81% starfsmanna Álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum en atkvæðagreiðslunni lauk um hádegi. 7. október 2020 14:58 Spáir því að starfsmenn greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum Trúnaðarmaður hjá Álverinu í Straumsvík telur að meirihluti starfsfólks greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum. Atkvæðagreiðslunni lýkur í dag. 7. október 2020 11:42 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Fleiri fréttir Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Sjá meira
Ríflega átta af hverjum tíu starfsmönnum álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum. Trúnaðarmaður segir að starfsfólki sé misboðið. Félagsmenn í fimm stéttarfélögum hjá álverinu í Straumsvík samþykktu verkfallsboðun en félagsmenn VR felldu það naumlega. „Fólk er orðið svo langþreytt og þetta er í raun merkilegt í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu að svona margir skuli greiða þessu atkvæði með þessum hætti. Það hefur líka verið alveg gegndarlaus áróður hjá fyrirtækinu og rangar upplýsingar inná Workplace um gang samninga og annað. Starfsfólki er misboðið með hvernig er búið að koma fram við það og hvernig því er beitt í refsskák um raforkuverð við ríkið og Landsvirkjun,“ segir Reinhold. Í tilkynningu frá Isal í dag vegna málsins kemur fram að fyrirtækið hafi þegar boðið stéttarfélögum hækkun upp á 24.000 krónur á regluleg laun í samræmi við Lífskjarasamninginn sem þau hafi hafnað. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun séu mikil vonbrigði. Reinhold segir að áður en til verkfalls komi verði reynt að semja. „Næstu skerf hljóta að vera að setjast að samningaborðinu og semja. Það er okkar markmið,“ segir Reinhold. Hann segir að kjaradeilan snúist um að starfsfólk fái sömu greiðslur og komi fram í lífskjarasamningnum eða 73 þúsund krónur. Ef ekki takist að semja fari fyrstu verkfallsaðgerðir í gang þann 16. október þegar einstaka starfstéttir leggja niður störf og svo daglega út nóvember. Ef ekki takist að semja fyrir þann tíma verði boðað til allsherjarverkfalls í álverinu í Straumsvík þann 1. desember.
Stóriðja Kjaramál Vinnumarkaður Landsvirkjun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Starfsfólk álversins í Straumsvík ætlar í verkfall 81% starfsmanna Álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum en atkvæðagreiðslunni lauk um hádegi. 7. október 2020 14:58 Spáir því að starfsmenn greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum Trúnaðarmaður hjá Álverinu í Straumsvík telur að meirihluti starfsfólks greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum. Atkvæðagreiðslunni lýkur í dag. 7. október 2020 11:42 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Fleiri fréttir Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Sjá meira
Starfsfólk álversins í Straumsvík ætlar í verkfall 81% starfsmanna Álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum en atkvæðagreiðslunni lauk um hádegi. 7. október 2020 14:58
Spáir því að starfsmenn greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum Trúnaðarmaður hjá Álverinu í Straumsvík telur að meirihluti starfsfólks greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum. Atkvæðagreiðslunni lýkur í dag. 7. október 2020 11:42
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent