Var ekki látin vita af frumubreytingum og þurfti að fara í legnám Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. október 2020 18:45 Kona á fertugsaldri sem segist ekki hafa verið látin vita af frumubreytingum í leghálsi segir Krabbameinsfélagið hafa brugðist sér. Hún greindist með alvarlegt krabbamein og þurfti að fara í legnám og getur því ekki eignast börn. Guðný Lára Árnadóttir fór í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. Hún flutti til Danmerkur stuttu seinna. Árið 2018 greindist hún með alvarlegt krabbamein í legi eftir skimun í Danmörku. „Það var þrír sinnum fjórir sentímetrar þegar það uppgötvast og ég fer í gegn um alla þá ferla hér í Danmörku. Þannig krabbameinið var búið að hafa langan tíma til að þróast,“ segir Guðný. Í kjölfarið þurfti hún að fara í legnám, þá 33 ára, en hún á engin börn. Guðný Lára Árnadóttir, fór í legnám árið 2018 eftir að hafa greinst með alvarlegt krabbamein.Vísir/Elín Margrét Guðný hafði oft velt því fyrir sér hversu skrítið það væri að ekkert hefði greinst í sýninu frá 2013, enda taki það frumubreytingar oftast langan tíma að verða að krabbameini. Þegar málefni Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins komust í hámæli í haust hafði hún samband við félagið og bað um að sjö ára gamalt sýni hennar yrði endurskoðað. „Það var eiginlega bara þannig sem þetta byrjaði allt saman og þannig sem ég fékk svör sem ég hefði örugglega aldrei fengið sko,“ segir Guðný en í ljós kom að í sýninu frá 2013 hefðu greinst frumubreytingar. „Ég fékk þær upplýsingar að það hefði verið reynt að hringja tvisvar en síminn utan þjónustusvæðis þannig að ég fékk aldrei upplýsingar um að ég hefði greinst með frumubreytingar,“ segir Guðný. Getur hvorki eignast börn né ættleitt Það hafi verið mikið áfall að fá þessar upplýsingar og hugsa til þess að hægt hefði verið að koma í veg fyrir að legið væri tekið. „Ef ég hefði farið í rétta meðhöndlun strax hefði verið fylgst með mér frá þeim tímapunkti og þá hefði þetta aldrei endað eins og það fór sko,“ segir Guðný. Nú geti hún hvorki eignast börn né ættleitt börn, þar sem hún er í áhættuhópi. Henni finnist Krabbameinsfélagið hafa brugðist sér. „Ég sjálf hefði ekki geta setið á þessum upplýsingum og ekki eytt fimm mínútum af mínu lífi í að rannsaka eða reyna finna út úr því hver manneskjan er eða hvar hún er. Þetta er árið 2013 og við erum með alla samfélagsmiðla og við erum á Íslandi, það er svo auðvelt að finna upplýsingar um alla. Mér fannst bara eins og einhver hefði brugðist mér,“ segir Guðný. Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Var ekki látin vita af niðurstöðum úr leghálsskimun Kona sem greindist með krabbamein í legi árið 2015 hafði farið í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. 2. október 2020 19:43 Yfir 200 konur þurfa frekari skoðun 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. 2. október 2020 08:56 Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira
Kona á fertugsaldri sem segist ekki hafa verið látin vita af frumubreytingum í leghálsi segir Krabbameinsfélagið hafa brugðist sér. Hún greindist með alvarlegt krabbamein og þurfti að fara í legnám og getur því ekki eignast börn. Guðný Lára Árnadóttir fór í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. Hún flutti til Danmerkur stuttu seinna. Árið 2018 greindist hún með alvarlegt krabbamein í legi eftir skimun í Danmörku. „Það var þrír sinnum fjórir sentímetrar þegar það uppgötvast og ég fer í gegn um alla þá ferla hér í Danmörku. Þannig krabbameinið var búið að hafa langan tíma til að þróast,“ segir Guðný. Í kjölfarið þurfti hún að fara í legnám, þá 33 ára, en hún á engin börn. Guðný Lára Árnadóttir, fór í legnám árið 2018 eftir að hafa greinst með alvarlegt krabbamein.Vísir/Elín Margrét Guðný hafði oft velt því fyrir sér hversu skrítið það væri að ekkert hefði greinst í sýninu frá 2013, enda taki það frumubreytingar oftast langan tíma að verða að krabbameini. Þegar málefni Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins komust í hámæli í haust hafði hún samband við félagið og bað um að sjö ára gamalt sýni hennar yrði endurskoðað. „Það var eiginlega bara þannig sem þetta byrjaði allt saman og þannig sem ég fékk svör sem ég hefði örugglega aldrei fengið sko,“ segir Guðný en í ljós kom að í sýninu frá 2013 hefðu greinst frumubreytingar. „Ég fékk þær upplýsingar að það hefði verið reynt að hringja tvisvar en síminn utan þjónustusvæðis þannig að ég fékk aldrei upplýsingar um að ég hefði greinst með frumubreytingar,“ segir Guðný. Getur hvorki eignast börn né ættleitt Það hafi verið mikið áfall að fá þessar upplýsingar og hugsa til þess að hægt hefði verið að koma í veg fyrir að legið væri tekið. „Ef ég hefði farið í rétta meðhöndlun strax hefði verið fylgst með mér frá þeim tímapunkti og þá hefði þetta aldrei endað eins og það fór sko,“ segir Guðný. Nú geti hún hvorki eignast börn né ættleitt börn, þar sem hún er í áhættuhópi. Henni finnist Krabbameinsfélagið hafa brugðist sér. „Ég sjálf hefði ekki geta setið á þessum upplýsingum og ekki eytt fimm mínútum af mínu lífi í að rannsaka eða reyna finna út úr því hver manneskjan er eða hvar hún er. Þetta er árið 2013 og við erum með alla samfélagsmiðla og við erum á Íslandi, það er svo auðvelt að finna upplýsingar um alla. Mér fannst bara eins og einhver hefði brugðist mér,“ segir Guðný.
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Var ekki látin vita af niðurstöðum úr leghálsskimun Kona sem greindist með krabbamein í legi árið 2015 hafði farið í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. 2. október 2020 19:43 Yfir 200 konur þurfa frekari skoðun 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. 2. október 2020 08:56 Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira
Var ekki látin vita af niðurstöðum úr leghálsskimun Kona sem greindist með krabbamein í legi árið 2015 hafði farið í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda. 2. október 2020 19:43
Yfir 200 konur þurfa frekari skoðun 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. 2. október 2020 08:56
Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. 15. september 2020 17:48