Ekki réttlátt að refsa fyrir birtingu á eigin klámmyndum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. október 2020 13:34 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/vilhelm „Hvort sem fólk birtir af sér klámfengið efni af fúsum og frjálsum vilja, eða vegna nauðungar eða misnotkunar, þá er það aldrei réttlátt, og aldrei til þess fallið að vernda það fyrir misnotkun, að refsa því,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í umræðum um störf þingsins á Alþingi í morgun. Þar vísaði hann til frétta af því að hátt í tuttugu íslenskar konur selja erótískt eða klámfengið myndefni af sér á samfélagsmiðlinum Only Fans sem hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Þær sem virkastar eru á miðlinum segjast þéna mörg hundruð þúsund krónur á mánuði. Stígamót hafa sagt þetta áhyggjuefni. „Það sem við sjáum sammerkt með fólki sem hefur verið í vændi eða klámi er að þau eru oft í efnahagslega þröngri stöðu og vantar pening. Þau hafa yfirleitt reynslu af því að vera beitt kynferðisofbeldi sem börn eða unglingar þannig að það er búið að brjóta á mörkunum þeirra og stundum er þetta tengt neyslu og fjármögnun hennar,“ sagði Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum í samtali við fréttastofu. Samkvæmt 210. gr. almennra hegningarlaga getur dreifing eða sala á klámi varðað allt að sex mánaða fangelsi eða sektum og sagðist Helgi hafa áhyggjur af réttarstöðu fólksins sem birtir klámefni á vefum líkt og OnlyFans. „Nú vill svo til að klám er bannað á Íslandi, sem er að mér vitandi einsdæmi í frjálslyndum lýðræðisríkjum. Nú vill sjálfsagt einhver benda á að einhver hluti þess fólks sé í nauðungaraðstæðum, sé jafnvel misnotað af öðru og að sjálfsögðu er hætta á því. En á þá að refsa fólki fyrir að vera í þeim aðstæðum?“ spurði Helgi Hrafn. „Klám er umdeilt tabú-viðfangsefni, en við verðum að sýna að við höfum þroskann til að geta tekið upplýsta umræðu um það þegar réttindi borgaranna, og jafnvel fórnarlamba misnotkunar, eru í húfi.“ Alþingi Samfélagsmiðlar Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
„Hvort sem fólk birtir af sér klámfengið efni af fúsum og frjálsum vilja, eða vegna nauðungar eða misnotkunar, þá er það aldrei réttlátt, og aldrei til þess fallið að vernda það fyrir misnotkun, að refsa því,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í umræðum um störf þingsins á Alþingi í morgun. Þar vísaði hann til frétta af því að hátt í tuttugu íslenskar konur selja erótískt eða klámfengið myndefni af sér á samfélagsmiðlinum Only Fans sem hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Þær sem virkastar eru á miðlinum segjast þéna mörg hundruð þúsund krónur á mánuði. Stígamót hafa sagt þetta áhyggjuefni. „Það sem við sjáum sammerkt með fólki sem hefur verið í vændi eða klámi er að þau eru oft í efnahagslega þröngri stöðu og vantar pening. Þau hafa yfirleitt reynslu af því að vera beitt kynferðisofbeldi sem börn eða unglingar þannig að það er búið að brjóta á mörkunum þeirra og stundum er þetta tengt neyslu og fjármögnun hennar,“ sagði Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum í samtali við fréttastofu. Samkvæmt 210. gr. almennra hegningarlaga getur dreifing eða sala á klámi varðað allt að sex mánaða fangelsi eða sektum og sagðist Helgi hafa áhyggjur af réttarstöðu fólksins sem birtir klámefni á vefum líkt og OnlyFans. „Nú vill svo til að klám er bannað á Íslandi, sem er að mér vitandi einsdæmi í frjálslyndum lýðræðisríkjum. Nú vill sjálfsagt einhver benda á að einhver hluti þess fólks sé í nauðungaraðstæðum, sé jafnvel misnotað af öðru og að sjálfsögðu er hætta á því. En á þá að refsa fólki fyrir að vera í þeim aðstæðum?“ spurði Helgi Hrafn. „Klám er umdeilt tabú-viðfangsefni, en við verðum að sýna að við höfum þroskann til að geta tekið upplýsta umræðu um það þegar réttindi borgaranna, og jafnvel fórnarlamba misnotkunar, eru í húfi.“
Alþingi Samfélagsmiðlar Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira