Jafnréttið kælt Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 6. október 2020 16:31 Í vor upplifðum við ákveðið bakslag í jafnréttisbaráttunni. Menntamálaráðherra ákvað að stefna konu fyrir dóm sem hafði leitað ásjár kærunefndar jafnréttismála og þar fengið þá niðurstöðu að gegn henni hefði verið brotið við skipun í embætti. Ríkisstjórnin hefur vissulega lagalega heimild til að gera þetta en heimildinni hefur ekki verið beitt fyrr en nú. Sennilega af þeirri einföldu ástæðu að það hefur ekki þótt smart að stefna konum fyrir dóm í kjölfar þess að kærunefnd hefur sagt að á þeim hafi verið brotið. Nú er fjármálaætlun til umræðu á þinginu og þar er rakið að undir jafnréttismál falla aðgerðir hins opinbera á sviði kynjajafnréttis sem og jafnrétti í víðtækri merkingu. Þar er líka rakið að unnið sé að samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða við alla stefnumótun og ákvarðanatöku. Þetta er mikilvægt atriði. Það hefur nefnilega mikið að segja um árangur í jafnréttismálum að löggjafinn sé meðvitaður um að lagasetning sem er almenn og virðist kynhlutlaust getur í reynd haft ólík áhrif á kynin. Auðvitað þurfa ráðherrar að skoða pólitísk áhrif ákvörðunar á borð við að stefna manneskju sem brotið hefur verið gegn við ráðningu. Þetta er kynhlutlaust lagaákvæði sem mun bitna á konum frekar en körlum, einfaldlega vegna þess að enn hallar á konur á vinnumarkaði. Það eru konur sem leita til kærunefndarinnar og fari ráðherrar í auknum mæli að stefna konum – og núna líka kærunefndinni skv. nýju frumvarpi forsætisráðherra – er um að ræða lagasetningu sem hefur dramatískari áhrif á konur en karlar. Og ég leyfi mér að segja kælandi áhrif á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé jafnréttispólitík sem femínískt stjórnmálaafl eins og VG fellir sig við. Lögleg er þessi leið stjórnvalda en femínísk er hún tæpast. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Alþingi Fjárlagafrumvarp 2021 Jafnréttismál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í vor upplifðum við ákveðið bakslag í jafnréttisbaráttunni. Menntamálaráðherra ákvað að stefna konu fyrir dóm sem hafði leitað ásjár kærunefndar jafnréttismála og þar fengið þá niðurstöðu að gegn henni hefði verið brotið við skipun í embætti. Ríkisstjórnin hefur vissulega lagalega heimild til að gera þetta en heimildinni hefur ekki verið beitt fyrr en nú. Sennilega af þeirri einföldu ástæðu að það hefur ekki þótt smart að stefna konum fyrir dóm í kjölfar þess að kærunefnd hefur sagt að á þeim hafi verið brotið. Nú er fjármálaætlun til umræðu á þinginu og þar er rakið að undir jafnréttismál falla aðgerðir hins opinbera á sviði kynjajafnréttis sem og jafnrétti í víðtækri merkingu. Þar er líka rakið að unnið sé að samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða við alla stefnumótun og ákvarðanatöku. Þetta er mikilvægt atriði. Það hefur nefnilega mikið að segja um árangur í jafnréttismálum að löggjafinn sé meðvitaður um að lagasetning sem er almenn og virðist kynhlutlaust getur í reynd haft ólík áhrif á kynin. Auðvitað þurfa ráðherrar að skoða pólitísk áhrif ákvörðunar á borð við að stefna manneskju sem brotið hefur verið gegn við ráðningu. Þetta er kynhlutlaust lagaákvæði sem mun bitna á konum frekar en körlum, einfaldlega vegna þess að enn hallar á konur á vinnumarkaði. Það eru konur sem leita til kærunefndarinnar og fari ráðherrar í auknum mæli að stefna konum – og núna líka kærunefndinni skv. nýju frumvarpi forsætisráðherra – er um að ræða lagasetningu sem hefur dramatískari áhrif á konur en karlar. Og ég leyfi mér að segja kælandi áhrif á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé jafnréttispólitík sem femínískt stjórnmálaafl eins og VG fellir sig við. Lögleg er þessi leið stjórnvalda en femínísk er hún tæpast. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun