Eini réttarlæknir landsins hefur sinnt óvenju mörgum krufningum í ár Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. október 2020 19:00 Pétur Guðmann Guðmannsson er eini réttarlæknir landsins og sá fyrsti í áraraðir sem hefur fasta búsetu hér á landi, en Pétur flutti til landsins frá Svíþjóð árið 2018. Óvenju mörg verkefni hafa komið á hans borð í ár. Vísir/Sigurjón Óvenju margar réttarkrufningar hafa verið gerðar á árinu og óútskýrðum dauðsföllum hefur fjölgað. Aðeins einn réttarlæknir sinnir öllu landinu en fær loks liðsauka tímabundið á næstu dögum. Hátt í tvö hundruð lík hafa verið krufin á meinafræðideild Landspítalans á þessu ári, sem er sami fjöldi og allt síðasta ár. Í flestum tilfellum eru krufningarnar gerðar að beiðni lögreglu, meðal annars í tengslum við óútskýrð dauðsföll og sjálfsvíg. Þá sinnir réttarlæknir líka skoðunum á lifandi fólki, en það er oftast í tengslum við ofbeldisbrot, og eru um fimmtíu á ári. „Þetta árið hafa verið óvenjulega margar réttarkrufningar. Við erum að fara upp í 200 töluna eiginlega núna, en samt sem áður eru þrír mánuðir eftir af árinu. Þannig að þetta er í sjálfu sér áhugaverð breyting frá því sem verið hefur vegna þess að talan 200 hefur verið frekar stöðug síðustu ár,“ segir Pétur Guðmann Guðmannsson réttarlæknir. „Við erum ekki búin að rýna alveg í það hvort það eru hreinlega fleiri dauðsföll af voveiflegum toga eða hvort þetta skýrist kannski af því að annað hvort lögreglan eða héraðslæknir, sem er lögreglunni til stuðnings á dánarvettvangi upp á hvort gera skal réttarkrufningu eða ekki, hvort menn séu að mögulega að hugsa eitthvað öðruvísi,“ segir Pétur og vísar þar í heimsfaraldur kórónuveirunnar. „Það er búið að vera mjög breytt ástand í samfélaginu síðustu mánuði og kannski hefur það áhrif á hvaða þröskuld menn hafa fyrir að panta svona rannsóknir.“ Aðspurður segir hann óútskýrð dauðsföll vera dauðsföll sem beri brátt að, án aðdraganda og óvænt. „Þetta geta verið slys yfir í það að vera skyndidauði út frá sjúkdómi, til dæmis vegna bráðrar kransæðastíflu, heilablæðingar, eða eitthvað slíkt en yfirleitt þarf þá að gera krufningu til að varpa ljósi á hvað það var,“ segir hann og bætir við að vísbendingar séu um fjölgun sjálfsvíga hér á landi. Pétur er eini réttarlæknir landsins því erfitt er að fá fólk til starfa. Pétri mun þó berast liðsauki á næstu dögum þegar Snjólög Níelsdóttir kemur til landsins frá Danmörku og mun þá starfa við meinafræðideild Landspítalans fjóra daga í mánuði. „Óskandi væri að geta fyllt í tvær stöður hér á deildinni okkar og ég vona að það verði hægt í framtíðinni. Það er fullt tilefni til, og til þess að við getum haldið áfram að þróa þessa litlu grein hér, sem er ákveðinn öryggisventill í svona samfélagi sem við viljum eiga.“ Landspítalinn Dómstólar Lögreglan Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Óvenju margar réttarkrufningar hafa verið gerðar á árinu og óútskýrðum dauðsföllum hefur fjölgað. Aðeins einn réttarlæknir sinnir öllu landinu en fær loks liðsauka tímabundið á næstu dögum. Hátt í tvö hundruð lík hafa verið krufin á meinafræðideild Landspítalans á þessu ári, sem er sami fjöldi og allt síðasta ár. Í flestum tilfellum eru krufningarnar gerðar að beiðni lögreglu, meðal annars í tengslum við óútskýrð dauðsföll og sjálfsvíg. Þá sinnir réttarlæknir líka skoðunum á lifandi fólki, en það er oftast í tengslum við ofbeldisbrot, og eru um fimmtíu á ári. „Þetta árið hafa verið óvenjulega margar réttarkrufningar. Við erum að fara upp í 200 töluna eiginlega núna, en samt sem áður eru þrír mánuðir eftir af árinu. Þannig að þetta er í sjálfu sér áhugaverð breyting frá því sem verið hefur vegna þess að talan 200 hefur verið frekar stöðug síðustu ár,“ segir Pétur Guðmann Guðmannsson réttarlæknir. „Við erum ekki búin að rýna alveg í það hvort það eru hreinlega fleiri dauðsföll af voveiflegum toga eða hvort þetta skýrist kannski af því að annað hvort lögreglan eða héraðslæknir, sem er lögreglunni til stuðnings á dánarvettvangi upp á hvort gera skal réttarkrufningu eða ekki, hvort menn séu að mögulega að hugsa eitthvað öðruvísi,“ segir Pétur og vísar þar í heimsfaraldur kórónuveirunnar. „Það er búið að vera mjög breytt ástand í samfélaginu síðustu mánuði og kannski hefur það áhrif á hvaða þröskuld menn hafa fyrir að panta svona rannsóknir.“ Aðspurður segir hann óútskýrð dauðsföll vera dauðsföll sem beri brátt að, án aðdraganda og óvænt. „Þetta geta verið slys yfir í það að vera skyndidauði út frá sjúkdómi, til dæmis vegna bráðrar kransæðastíflu, heilablæðingar, eða eitthvað slíkt en yfirleitt þarf þá að gera krufningu til að varpa ljósi á hvað það var,“ segir hann og bætir við að vísbendingar séu um fjölgun sjálfsvíga hér á landi. Pétur er eini réttarlæknir landsins því erfitt er að fá fólk til starfa. Pétri mun þó berast liðsauki á næstu dögum þegar Snjólög Níelsdóttir kemur til landsins frá Danmörku og mun þá starfa við meinafræðideild Landspítalans fjóra daga í mánuði. „Óskandi væri að geta fyllt í tvær stöður hér á deildinni okkar og ég vona að það verði hægt í framtíðinni. Það er fullt tilefni til, og til þess að við getum haldið áfram að þróa þessa litlu grein hér, sem er ákveðinn öryggisventill í svona samfélagi sem við viljum eiga.“
Landspítalinn Dómstólar Lögreglan Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira