Formaður UJ segir ummælin minna á þá kynferðislegu áreitni sem Ágúst Ólafur hafi áður sýnt af sér Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. október 2020 18:11 Ragna Sigurðardóttir, borgarfulltrúi og formaður Ungra jafnaðarmanna, telur að ummæli Ágústs Ólafar hljóti að hafa áhrif á stöðu hans fyrir alþingiskosningar á næsta ári. Samsett mynd „Svona eiga þingmenn ekki að tala. Gott og gilt að biðjast afsökunar en ummælin minna óneitanlega á þá kynferðislegu áreitni sem þingmaðurinn sýndi af sér og léleg viðbrögð hans í kjölfar opinberunar hennar.“ Svo skrifar Ragna Sigurðardóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, um flokksbróður sinn Ágúst Ólaf Ágústsson um leið og hún deilir frétt þar sem fjallað er um ummæli sem Ágúst Ólafur lét falla í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni um helgina. Ragna virðist lítt hrifin af framkomu þingmannsins. Í þættinum talaði Ágúst Ólafur um „ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar,“ fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks, og sagði að það væri í raun hann sem stjórni verkum ríkisstjórnarinnar en ekki Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Þessi orð hans hafa sætt gagnrýni, meðal annars af hálfu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, sem sagði Ágúst Ólaf sýna „botnlausa kvenfyrirlitningu“ með orðum sínum. Í dag baðst Ágúst Ólafur svo afsökunar á ummælum sínum. Svona eiga þingmenn ekki að tala. Gott og gilt að biðjast afsökunar en ummælin minna óneitanlega á þá kynferðislegu áreitni sem þingmaðurinn sýndi af sér og léleg viðbrögð hans í kjölfar opinberunar hennar. https://t.co/szSulSw7Bn— Ragna Sigurðardóttir (@ragnasig) October 5, 2020 Í færslu sinni vísar Ragna til þess þegar Ágúst Ólafur fór í launalaust leyfi í desember 2018 vegna framkomu sinnar í garð blaðakonu um sumarið það sama ár. Ágúst Ólafur snéri aftur til starfa á Alþingi vorið 2019. „Allt þetta hlýtur að hafa áhrif á stöðu hans fyrir næstu alþingiskosningar,“ skrifar Ragna ennfremur við færslu sína á Twitter. Auk þess að vera nýlega kjörin formaður Ungra jafnaðarmanna er Ragna borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Samfylkingin Alþingi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
„Svona eiga þingmenn ekki að tala. Gott og gilt að biðjast afsökunar en ummælin minna óneitanlega á þá kynferðislegu áreitni sem þingmaðurinn sýndi af sér og léleg viðbrögð hans í kjölfar opinberunar hennar.“ Svo skrifar Ragna Sigurðardóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, um flokksbróður sinn Ágúst Ólaf Ágústsson um leið og hún deilir frétt þar sem fjallað er um ummæli sem Ágúst Ólafur lét falla í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni um helgina. Ragna virðist lítt hrifin af framkomu þingmannsins. Í þættinum talaði Ágúst Ólafur um „ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar,“ fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks, og sagði að það væri í raun hann sem stjórni verkum ríkisstjórnarinnar en ekki Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Þessi orð hans hafa sætt gagnrýni, meðal annars af hálfu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, sem sagði Ágúst Ólaf sýna „botnlausa kvenfyrirlitningu“ með orðum sínum. Í dag baðst Ágúst Ólafur svo afsökunar á ummælum sínum. Svona eiga þingmenn ekki að tala. Gott og gilt að biðjast afsökunar en ummælin minna óneitanlega á þá kynferðislegu áreitni sem þingmaðurinn sýndi af sér og léleg viðbrögð hans í kjölfar opinberunar hennar. https://t.co/szSulSw7Bn— Ragna Sigurðardóttir (@ragnasig) October 5, 2020 Í færslu sinni vísar Ragna til þess þegar Ágúst Ólafur fór í launalaust leyfi í desember 2018 vegna framkomu sinnar í garð blaðakonu um sumarið það sama ár. Ágúst Ólafur snéri aftur til starfa á Alþingi vorið 2019. „Allt þetta hlýtur að hafa áhrif á stöðu hans fyrir næstu alþingiskosningar,“ skrifar Ragna ennfremur við færslu sína á Twitter. Auk þess að vera nýlega kjörin formaður Ungra jafnaðarmanna er Ragna borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Samfylkingin Alþingi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira