Fiskisaga Sara Oskarsson skrifar 2. október 2020 15:42 Íslenska orðið fiskisaga samanber orðatiltækið „Fljótt flýgur fiskisagan“ merkir það að sagt er frá fiskigöngu, þar sem fisk sé að finna. Við höfum flest tilhneygingu til þess að skilgreina útflutningsvörur sem einhverja haldbæra efnislega hluti sem þurfi að ferja á milli landa og heimsálfa með frakt. En svo þarf ekki að vera. Við eigum í dag samgöngumáta sem heitir internetið og um hann er hægt að sækja og senda fjölmargar vörur. Flest gerum við það nú þegar á daglegum basís. Internetið er dreifikerfi þar sem hægt er að gera langflest sem tengist útflutningi: skapa vörur, kynna vörur, taka á móti pöntunum sem og senda vörur heim að dyrum án þess að hlutað sé með físíska muni. Internetið er eins og sjórinn sem umlykur landið; sneysafullt af fjölmörgum dýrmætum og ólíkum auðlindum og afurðum. Eina verðmætastu auðlind okkar þjóðar er að finna í mannauðnum og hugvitinu sem býr í fólkinu sem hér er. Þar er að finna ótæmandi brunn hugvits, sköpunarkrafta, hæfileika, menntunar og elju sem hægt er að bæta út í hafsjó internetsins og njóta ríkrar uppskeru í kjölfarið. Auðlind sem er okkar allra og enginn hefur söðlað um sig í, eignað sér og sínum eða misbeitt valdi sínu yfir á kostnað þjóðarinnar. Þar er auðlind sem að öngvir kvótakóngar eða óðalsbændur geta snert. Í aldaraðir höfum skilgreint okkur sem bókmenntaþjóð, en þegar að rýnt er í hugtakið má sjá að sú einstaka arfleifð sem um ræðir liggur auðvitað aðallega í sögunum sjálfum sem í bókunum búa, frekar en í efnisleika bókanna. Þessi dýrmæta arfleifð sem prýðir bæði fortíð og nútíð Íslands eru verðmæti sem eru okkur ómetanleg. Ein af forsendum kvikmynda- og þáttagerðar er aðkoma einhvers konar frásagnar. Hvort heldur er út frá bók eða handriti. Kvikmyndagerð (sem ég mun héreftir í greininni nota sem regnhlífaheiti yfir kvikmynda-, þátta-, auglýsinga-, og myndbandagerð) er í eðli sínu nýsköpunar og rannsóknarvinna. Það er nánast ekkert fag undanskilið hvað varðar annað hvort beina eða óbeinaþátttöku í sköpunarferli kvikmyndagerðar. Ein af örfáu jákvæðu fréttunum sem borist hafa síðustu vikur voru þær að þáttaserían Ráðherrann sem kom út á RÚV fyrir stuttu var tilnefnd til Venice TV Award sem veitt voru í Feneyjum fyrir framúrskarandi sjónvarpsefni á árinu. Eins er beðið í ofvæni eftir þáttunum Katla sem teknir voru upp hérlendis í sumar og þar á meðan að covid var í gangi. Eftirspurnin í heimum öllum eftir nýju og frumsömdu leiknu efni sem og heimildarefni hefur líka sjaldan verið meiri en nú. Nú er lag að við áttum okkur á því að við kunnum að semja sögur, við kunnum að segja sögur í ritmáli sem og í myndmáli og getum auðveldlega komið þeim á framfæri í gegnum internetið/streymisveitur. Við eigum þarna útflutningsvöru sem hefur alla burði til þess að velta mörgum milljörðum inn í hagkerfið og skapa óteljandi störf, bæði launþegastörf sem og verktakastörf. Útflutningsvöru sem er spennandi að skapa og styður um leið kröftuglega við lista-, menninga- og tæknigeira Íslands. Á liðnu Iðnþingi samtaka iðnaðarins sem haldið var í síðasta mánuði sagði atvinnunýsköpunarráðherra Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir að hún hugðist ekki ætla að verða við áskorun íslenskra kvikmyndaframleiðenda um að hækka tímabundið endurgreiðslur til kvimyndagerðar úr 25 prósentum í 35 prósent vegna COVID-19. Hún fullyrti að hækkunin væri óþarfi vegna þess að Ísland væri eins og staðan er í dag samkeppnishæft hvað málaflokkinn varðar. Það er rangt. Það kallast ekki samkeppnishæfni að landa einungis brotabroti af erlendum heildarverkefnum eins og raunin er í dag að mestu leyti. Og missa bróðurpartinn til landa eins og Írlands sem bjóða upp á mun hagstæðara starfsumhverfi með endurgreiðslukerfi upp á um 37%. Undir liðnum stefnuræða forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi talaði efnahags- og fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson um mikilvægi þess að auka hagvöxtinn sem mest og skapa sem flest störf á sem skemmstum tíma. Að einni kvikmynd í venjulegri lengd koma að jafnaði í kringum 500 til 3000 manns að borðinu. (Og þá er einungis um að ræða þá sem hafa beina aðkomu að gerð kvikmyndarinnar. Ofan á þetta bættast svo afleidd störf). Heildarkostnaður við erlendar kvikmyndir getur svo oltið á fjölmörgum milljörðum. „Við erum að lækka skatta og tryggja skattalegar ívilnanir. Til þess að örva fjárfestingu á þeim tíma sem að hana skortir sárlega. Þetta gerum við allt best með beinum stuðningi og með því að láta ríkissjóð bera auknar byrgðar,“ Sagði Bjarni í beinni útsendingu frá Alþingi í gærkvöldi. Endurgreiðslukerfið er áhættulítið fyrirkomulag. Fjármagnsstreymið kemur inn í landið og fjármunirnir liggja inni í hagkerfinu í hátt í ár áður en til endurgreiðslna kemur, sumar upphæðir eru jafnvel aldrei sóttar vegna vanefnda samninga eða annarra vansa. Endurgreiðslur eru háðar því að ströngum samningsskilyrðum sem fylgt eftir. Í ræðu sinni í gær sagði Bjarni einnig: „Töpum ekki verðmætum að óþörfu.“ Það er því óskiljanlegt með öllu hvernig þetta glimrandi og borðleggjandi tækifæri til fjárfestingahvata í atvinnulífinu virðist hafa farið algjörlega fyrir ofan garð og neðan hjá fjármála- og nýsköpunarráðherrunum tveimur í Valhöll. Það er til marks um stefnuleysi stjórnvalda, vanþekkingu þeirra sem og tilfinnanlegum skorti og skilningi á þeim endalausu möguleikum sem að kvikmyndagerð býr yfir að raunin sé þessi. Það er ekki nóg að stjórnvöld snúist eins og vindhanar í appelsínugulri viðvörun og hrópi: atvinna, atvinna, atvinna! og voni svo bara það besta. Menn þurfa að standa upp úr flauélsbólstruðu ráðherrastólunum sínum og gera eitthvað markvisst og afgerandi í þessum málum og það strax. Stjórnvöld, markið stefnu, sýnið kraft, hafið hugrekki til þess að rísa upp úr meðalmennskunni og gera Ísland að dýnamískri miðstöð innlendrar- og alþjóðlegrar kvikmyndagerðar. Þá mun bera vel í veiði. Sara Oskarsson Varaþingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárlagafrumvarp 2021 Alþingi Sara Oskarsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Íslenska orðið fiskisaga samanber orðatiltækið „Fljótt flýgur fiskisagan“ merkir það að sagt er frá fiskigöngu, þar sem fisk sé að finna. Við höfum flest tilhneygingu til þess að skilgreina útflutningsvörur sem einhverja haldbæra efnislega hluti sem þurfi að ferja á milli landa og heimsálfa með frakt. En svo þarf ekki að vera. Við eigum í dag samgöngumáta sem heitir internetið og um hann er hægt að sækja og senda fjölmargar vörur. Flest gerum við það nú þegar á daglegum basís. Internetið er dreifikerfi þar sem hægt er að gera langflest sem tengist útflutningi: skapa vörur, kynna vörur, taka á móti pöntunum sem og senda vörur heim að dyrum án þess að hlutað sé með físíska muni. Internetið er eins og sjórinn sem umlykur landið; sneysafullt af fjölmörgum dýrmætum og ólíkum auðlindum og afurðum. Eina verðmætastu auðlind okkar þjóðar er að finna í mannauðnum og hugvitinu sem býr í fólkinu sem hér er. Þar er að finna ótæmandi brunn hugvits, sköpunarkrafta, hæfileika, menntunar og elju sem hægt er að bæta út í hafsjó internetsins og njóta ríkrar uppskeru í kjölfarið. Auðlind sem er okkar allra og enginn hefur söðlað um sig í, eignað sér og sínum eða misbeitt valdi sínu yfir á kostnað þjóðarinnar. Þar er auðlind sem að öngvir kvótakóngar eða óðalsbændur geta snert. Í aldaraðir höfum skilgreint okkur sem bókmenntaþjóð, en þegar að rýnt er í hugtakið má sjá að sú einstaka arfleifð sem um ræðir liggur auðvitað aðallega í sögunum sjálfum sem í bókunum búa, frekar en í efnisleika bókanna. Þessi dýrmæta arfleifð sem prýðir bæði fortíð og nútíð Íslands eru verðmæti sem eru okkur ómetanleg. Ein af forsendum kvikmynda- og þáttagerðar er aðkoma einhvers konar frásagnar. Hvort heldur er út frá bók eða handriti. Kvikmyndagerð (sem ég mun héreftir í greininni nota sem regnhlífaheiti yfir kvikmynda-, þátta-, auglýsinga-, og myndbandagerð) er í eðli sínu nýsköpunar og rannsóknarvinna. Það er nánast ekkert fag undanskilið hvað varðar annað hvort beina eða óbeinaþátttöku í sköpunarferli kvikmyndagerðar. Ein af örfáu jákvæðu fréttunum sem borist hafa síðustu vikur voru þær að þáttaserían Ráðherrann sem kom út á RÚV fyrir stuttu var tilnefnd til Venice TV Award sem veitt voru í Feneyjum fyrir framúrskarandi sjónvarpsefni á árinu. Eins er beðið í ofvæni eftir þáttunum Katla sem teknir voru upp hérlendis í sumar og þar á meðan að covid var í gangi. Eftirspurnin í heimum öllum eftir nýju og frumsömdu leiknu efni sem og heimildarefni hefur líka sjaldan verið meiri en nú. Nú er lag að við áttum okkur á því að við kunnum að semja sögur, við kunnum að segja sögur í ritmáli sem og í myndmáli og getum auðveldlega komið þeim á framfæri í gegnum internetið/streymisveitur. Við eigum þarna útflutningsvöru sem hefur alla burði til þess að velta mörgum milljörðum inn í hagkerfið og skapa óteljandi störf, bæði launþegastörf sem og verktakastörf. Útflutningsvöru sem er spennandi að skapa og styður um leið kröftuglega við lista-, menninga- og tæknigeira Íslands. Á liðnu Iðnþingi samtaka iðnaðarins sem haldið var í síðasta mánuði sagði atvinnunýsköpunarráðherra Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir að hún hugðist ekki ætla að verða við áskorun íslenskra kvikmyndaframleiðenda um að hækka tímabundið endurgreiðslur til kvimyndagerðar úr 25 prósentum í 35 prósent vegna COVID-19. Hún fullyrti að hækkunin væri óþarfi vegna þess að Ísland væri eins og staðan er í dag samkeppnishæft hvað málaflokkinn varðar. Það er rangt. Það kallast ekki samkeppnishæfni að landa einungis brotabroti af erlendum heildarverkefnum eins og raunin er í dag að mestu leyti. Og missa bróðurpartinn til landa eins og Írlands sem bjóða upp á mun hagstæðara starfsumhverfi með endurgreiðslukerfi upp á um 37%. Undir liðnum stefnuræða forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi talaði efnahags- og fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson um mikilvægi þess að auka hagvöxtinn sem mest og skapa sem flest störf á sem skemmstum tíma. Að einni kvikmynd í venjulegri lengd koma að jafnaði í kringum 500 til 3000 manns að borðinu. (Og þá er einungis um að ræða þá sem hafa beina aðkomu að gerð kvikmyndarinnar. Ofan á þetta bættast svo afleidd störf). Heildarkostnaður við erlendar kvikmyndir getur svo oltið á fjölmörgum milljörðum. „Við erum að lækka skatta og tryggja skattalegar ívilnanir. Til þess að örva fjárfestingu á þeim tíma sem að hana skortir sárlega. Þetta gerum við allt best með beinum stuðningi og með því að láta ríkissjóð bera auknar byrgðar,“ Sagði Bjarni í beinni útsendingu frá Alþingi í gærkvöldi. Endurgreiðslukerfið er áhættulítið fyrirkomulag. Fjármagnsstreymið kemur inn í landið og fjármunirnir liggja inni í hagkerfinu í hátt í ár áður en til endurgreiðslna kemur, sumar upphæðir eru jafnvel aldrei sóttar vegna vanefnda samninga eða annarra vansa. Endurgreiðslur eru háðar því að ströngum samningsskilyrðum sem fylgt eftir. Í ræðu sinni í gær sagði Bjarni einnig: „Töpum ekki verðmætum að óþörfu.“ Það er því óskiljanlegt með öllu hvernig þetta glimrandi og borðleggjandi tækifæri til fjárfestingahvata í atvinnulífinu virðist hafa farið algjörlega fyrir ofan garð og neðan hjá fjármála- og nýsköpunarráðherrunum tveimur í Valhöll. Það er til marks um stefnuleysi stjórnvalda, vanþekkingu þeirra sem og tilfinnanlegum skorti og skilningi á þeim endalausu möguleikum sem að kvikmyndagerð býr yfir að raunin sé þessi. Það er ekki nóg að stjórnvöld snúist eins og vindhanar í appelsínugulri viðvörun og hrópi: atvinna, atvinna, atvinna! og voni svo bara það besta. Menn þurfa að standa upp úr flauélsbólstruðu ráðherrastólunum sínum og gera eitthvað markvisst og afgerandi í þessum málum og það strax. Stjórnvöld, markið stefnu, sýnið kraft, hafið hugrekki til þess að rísa upp úr meðalmennskunni og gera Ísland að dýnamískri miðstöð innlendrar- og alþjóðlegrar kvikmyndagerðar. Þá mun bera vel í veiði. Sara Oskarsson Varaþingmaður Pírata
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun