5,7 milljarða sekt fyrir að safna persónuupplýsingum um starfsmenn Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2020 10:14 H&M-verslun í Hamborg í Þýskalandi. Jeremy Moeller/getty Persónuverndarstofnunin í Hamborg í Þýskalandi hefur sektað verslunarrisann H&M í Nürnberg fyrir ólögmæta vinnslu persónuupplýsinga um starfsmenn félagsins. Sektin nemur 35,2 milljónum evra eða rúmlega 5,7 milljörðum íslenskra króna. Persónuvernd á Íslandi, systurstofnun persónuverndar í Hamborg, vekur athygli á málinu á vef sínum í dag. Þar er haft upp úr úrskurði Hamborgar-stofnunarinnar að H&M í Nürnberg hafi í fjölda ára unnið með umfangsmiklar persónuupplýsingar um starfsmenn sína. Upplýsingunum hafi verið safnað með starfsmannaviðtölum sem haldin voru eftir öll frí og veikindaleyfi starfsmanna. „Að viðtölum loknum voru upplýsingar úr þeim skráðar, en auk upplýsinga um frí starfsmanna voru meðal annars skráðar upplýsingar um heilsufar, þ. á m. upplýsingar um einkenni og sjúkdómsgreiningar, auk upplýsinga um trúarskoðanir starfsmannanna,“ segir í pistli Persónuverndar. Þá hafi H&M einnig unnið með ítarlegar upplýsingar um vinnuskil starfsmanna. Þessum upplýsingum hafi verið ætlað til að útbúa „persónusnið“ af starfsmönnum, sem notað hafi verið til að taka ákvarðanir um stöðu viðkomandi starfsmanna hjá fyrirtækinu. Upp komst um vinnslu upplýsinganna er þær urðu aðgengilegar öllum innan fyrirtækisins vegna öryggisbrests. Líkt og áður segir var H&M sektað um 35,2 milljónir evra vegna málsins. Þá kveðst það jafnframt hafa gripið til umfangsmikilla ráðstafana til að tryggja persónuvernd starfsmanna sinna, auk þess sem viðkomandi starfsmönnum hafa verið boðnar bætur vegna brotsins. H&M greindi nýlega frá því að til standi að loka 250 verslunum keðjunnar á næsta ári. Samdráttur í sölu og áhrif kórónuveirunnar á kauphegðun fólks fær H&M til að grípa til þessa ráðs. Persónuvernd Verslun Þýskaland H&M Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Persónuverndarstofnunin í Hamborg í Þýskalandi hefur sektað verslunarrisann H&M í Nürnberg fyrir ólögmæta vinnslu persónuupplýsinga um starfsmenn félagsins. Sektin nemur 35,2 milljónum evra eða rúmlega 5,7 milljörðum íslenskra króna. Persónuvernd á Íslandi, systurstofnun persónuverndar í Hamborg, vekur athygli á málinu á vef sínum í dag. Þar er haft upp úr úrskurði Hamborgar-stofnunarinnar að H&M í Nürnberg hafi í fjölda ára unnið með umfangsmiklar persónuupplýsingar um starfsmenn sína. Upplýsingunum hafi verið safnað með starfsmannaviðtölum sem haldin voru eftir öll frí og veikindaleyfi starfsmanna. „Að viðtölum loknum voru upplýsingar úr þeim skráðar, en auk upplýsinga um frí starfsmanna voru meðal annars skráðar upplýsingar um heilsufar, þ. á m. upplýsingar um einkenni og sjúkdómsgreiningar, auk upplýsinga um trúarskoðanir starfsmannanna,“ segir í pistli Persónuverndar. Þá hafi H&M einnig unnið með ítarlegar upplýsingar um vinnuskil starfsmanna. Þessum upplýsingum hafi verið ætlað til að útbúa „persónusnið“ af starfsmönnum, sem notað hafi verið til að taka ákvarðanir um stöðu viðkomandi starfsmanna hjá fyrirtækinu. Upp komst um vinnslu upplýsinganna er þær urðu aðgengilegar öllum innan fyrirtækisins vegna öryggisbrests. Líkt og áður segir var H&M sektað um 35,2 milljónir evra vegna málsins. Þá kveðst það jafnframt hafa gripið til umfangsmikilla ráðstafana til að tryggja persónuvernd starfsmanna sinna, auk þess sem viðkomandi starfsmönnum hafa verið boðnar bætur vegna brotsins. H&M greindi nýlega frá því að til standi að loka 250 verslunum keðjunnar á næsta ári. Samdráttur í sölu og áhrif kórónuveirunnar á kauphegðun fólks fær H&M til að grípa til þessa ráðs.
Persónuvernd Verslun Þýskaland H&M Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira