Yfir 200 konur þurfa frekari skoðun Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2020 08:56 Krabbameinsfélagið. Vísir/Vilhelm Búið er að endurskoða öll sýni sem rannsökuð voru sérstaklega vegna alvarlegs atviks á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. Endanlegur fjöldi endurskoðaðra sýna reyndist nokkuð minni en áætlað var í upphafi, eða 4.950. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Íslands. Alvarlega atvikið sem vísað er til komst upp í sumar. Mistök voru gerð við greiningu leghálssýna á Leitarstöðinni árið 2018 og kona sem fékk rangar niðurstöður er nú með ólæknandi krabbamein sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Í kjölfarið var ráðist í umfangsmikla endurskoðun sýna hjá Leitarstöðinni þrjú ár aftur í tímann. Áætlað var að endurskoða þyrfti 6.000 sýni en þau reyndist á endanum rétt tæplega 5.000. Endanleg niðurstaða hjá þeim 209 konum sem kallaðar voru inn til frekari skoðunar mun ekki liggja fyrir fyrr en að nokkrum vikum liðnum, að því er segir í tilkynningu. Krabbameinsfélagið harmar hið alvarlega atvik sem varð á Leitarstöðinni. Embætti landlæknis vinnur nú að úttekt á því, sem og gæðaúttekt á starfsemi Leitarstöðvar. Félagið vinnur með embættinu að úttektinni. Fram hefur komið að nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu í leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu og voru kallaðar til frekari skoðunar þurfa að fara í keiluskurð vegna alvarlegra frumubreytinga. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir 166 konur þurfa aftur í sýnatöku 24. september 2020 22:24 Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu úr leghálsskimun þurfa að fara í keiluskurð Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu í leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu reyndust vera með það alvarlegar frumubreytingar að þær þurfa að fara í keiluskurð. 18. september 2020 17:19 Tvö sambærileg mál fari á borð landlæknisembættisins Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku mun eftir helgi senda gögn í tveimur málum sem hann telur sambærileg til landlæknisembættisins. Um er að ræða mál tveggja kvenna sem látist hafa af völdum leghálskrabbameins. 12. september 2020 11:30 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Búið er að endurskoða öll sýni sem rannsökuð voru sérstaklega vegna alvarlegs atviks á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. Endanlegur fjöldi endurskoðaðra sýna reyndist nokkuð minni en áætlað var í upphafi, eða 4.950. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Íslands. Alvarlega atvikið sem vísað er til komst upp í sumar. Mistök voru gerð við greiningu leghálssýna á Leitarstöðinni árið 2018 og kona sem fékk rangar niðurstöður er nú með ólæknandi krabbamein sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Í kjölfarið var ráðist í umfangsmikla endurskoðun sýna hjá Leitarstöðinni þrjú ár aftur í tímann. Áætlað var að endurskoða þyrfti 6.000 sýni en þau reyndist á endanum rétt tæplega 5.000. Endanleg niðurstaða hjá þeim 209 konum sem kallaðar voru inn til frekari skoðunar mun ekki liggja fyrir fyrr en að nokkrum vikum liðnum, að því er segir í tilkynningu. Krabbameinsfélagið harmar hið alvarlega atvik sem varð á Leitarstöðinni. Embætti landlæknis vinnur nú að úttekt á því, sem og gæðaúttekt á starfsemi Leitarstöðvar. Félagið vinnur með embættinu að úttektinni. Fram hefur komið að nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu í leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu og voru kallaðar til frekari skoðunar þurfa að fara í keiluskurð vegna alvarlegra frumubreytinga.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir 166 konur þurfa aftur í sýnatöku 24. september 2020 22:24 Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu úr leghálsskimun þurfa að fara í keiluskurð Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu í leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu reyndust vera með það alvarlegar frumubreytingar að þær þurfa að fara í keiluskurð. 18. september 2020 17:19 Tvö sambærileg mál fari á borð landlæknisembættisins Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku mun eftir helgi senda gögn í tveimur málum sem hann telur sambærileg til landlæknisembættisins. Um er að ræða mál tveggja kvenna sem látist hafa af völdum leghálskrabbameins. 12. september 2020 11:30 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu úr leghálsskimun þurfa að fara í keiluskurð Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu í leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu reyndust vera með það alvarlegar frumubreytingar að þær þurfa að fara í keiluskurð. 18. september 2020 17:19
Tvö sambærileg mál fari á borð landlæknisembættisins Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku mun eftir helgi senda gögn í tveimur málum sem hann telur sambærileg til landlæknisembættisins. Um er að ræða mál tveggja kvenna sem látist hafa af völdum leghálskrabbameins. 12. september 2020 11:30