Áhrif farsótta á skólastarf Steinn Jóhannsson skrifar 1. október 2020 13:00 Fyrir einu ári blómstraði skólastarf í landinu og var fjarri þeim veruleika sem við þekkjum í dag. Nemendur fengu að mæta í skólann og hitta vini og félaga og kennarar fengu að hitta nemendur og samstarfsfólk án hindrana. Félagslíf nemenda bauð upp á fjölbreytni þar sem ný vinasambönd urðu til og nemendur fengu tækifæri til að sýna hæfileika sína. Nú eru aðrir tímar og má fullyrða að engum starfsmanni eða nemanda neins skólastigs hefði dottið í hug að farsótt eins og COVID-19 myndi hafa umturna skólastarfinu eins og við höfum nú orðið vitni að. Að hugsa til þess að heimsfaraldur myndi gjörbylta skólastarfinu og kennslunni var svo fjarri öllum okkar hugmyndum um eðlilegt skólastarf. Því miður er hætt við því að farsóttin COVID-19 muni auka ójöfnuð á heimsvísu og og standa í vegi fyrir menntun víða um heim. Þau lönd sem búa við gott aðgengi að tækni hafa forskot á þau lönd sem búa við mikla fátækt. UNESCO mælir með að lönd nýti sér möguleika fjarnáms og opins hugbúnaðar. Slíkt er sjálfsagt en þá verða nemendur og kennarar að hafa aðgengi að tækninni en því miður er það ekki þannig. Í fátækustu löndum heims eru vart til tölvur í skólum og netið er framandi. Að vissu leyti búa íslensk ungmenni og börn í forréttindasamfélagi hvað þetta varðar. Aðgengi að tölvum og neti er með því besta í heiminum og hægt að stunda námið í gegnum rafrænt kennsluumhverfi. Ef upp koma tilfelli þar sem nemendur hafa ekki aðgang að tölvubúnaði þá hlaupa skólar undir bagga og aðstoða. Í sumum framhaldsskólum hér á landi hafa nemendur þurft að fá fartölvu lánaða til að geta stundað námið á tímum COVID-19 og er mjög jákvætt að geta veitt slíka aðstoð. Ríki heims eyða mismiklu fjármagni í menntamál og það er hætt við því að bilið aukist á komandi árum ef alþjóðasamfélagið bregst ekki við. Sóttvarnir eru skyndilega stór hluti af skólastafinu og grímuskylda komin á í mörgum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Það er miður að geta ekki séð nemendur brosa þegar þeir mæta glaðir í skólann eða að kennarar sjái ekki viðbrögð á andlitum nemenda þegar þeir eru að kenna. Sú spurning vaknar hvort að grímurnar veki upp falska öryggiskennd? Það er hins vegar staðreynd að í löndum þar sem grímur hafa verið notaðar fjöldi smita í lágmarki, t.d. í Þýskalandi. Því miður eru líkur á því að grímur verði hluti af sóttvörnum framtíðarinnar. Það er ekki ólíklegt að við eigum eftir að sjá nemendur á komandi árum sem kjósa að mæta með grímur í skólann. Nemendur hér á landi eiga hrós skilið fyrir hvernig þeir hafa tileinkað sér grímunotkun og hversu vel þeir virða sóttvarnir. Það eru líkur á að skólastarf sé breytt til framtíðar og því miður horfur á að á næstu árum munu fleiri farsóttir ganga yfir. Það skólaumhverfi sem við höfum alist upp við er breytt sem er miður. Kennarar og nemendur hafa tekist á við COVID-19 af æðruleysi en ekki síður hugkvæmni. Menntun skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr og mikilvægt fyrir yfirvöld að hlúa vel að menntakerfinu þar sem kennarar eru í framlínusveit líkt og heilbrigðsstarfsfólk. Samkvæmt tölum frá OECD þá eru rúmlega 50% kennara aðildarríkjanna að nota upplýsinga- og samskiptatækni í kennslu og hækkar hlutfallið jafnt og þétt ár hvert, þ.e. noktunin er sífellt að aukast. Það er ljóst að þær aðstæður sem skólakerfið glímir við í dag munu hækka þessar tölur. Því er mikilvægt að meira fjármagn sé sett í endurmenntun kennara til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Á sama tíma þarf að huga vel að inntaki kennaramenntunar og gera kennara betur í stakk búna til að takast á við aðstæður eins og COVID-19 hefur leitt til. Það ríkir mikil óvissa um hvað framtíðin ber í skauti sér en höfundur er sannfærðari en nokkru sinni eftir COVID-19 að ekkert getur komið í staðinn fyrir að sækja skóla í rauntíma, sækja kennslustundir, hitta samnemendur, starfsfólk og kennara. Starfið blómstrar áfram í skólanum en á öðruvísi forsendum en fyrir tíma COVID-19. Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir einu ári blómstraði skólastarf í landinu og var fjarri þeim veruleika sem við þekkjum í dag. Nemendur fengu að mæta í skólann og hitta vini og félaga og kennarar fengu að hitta nemendur og samstarfsfólk án hindrana. Félagslíf nemenda bauð upp á fjölbreytni þar sem ný vinasambönd urðu til og nemendur fengu tækifæri til að sýna hæfileika sína. Nú eru aðrir tímar og má fullyrða að engum starfsmanni eða nemanda neins skólastigs hefði dottið í hug að farsótt eins og COVID-19 myndi hafa umturna skólastarfinu eins og við höfum nú orðið vitni að. Að hugsa til þess að heimsfaraldur myndi gjörbylta skólastarfinu og kennslunni var svo fjarri öllum okkar hugmyndum um eðlilegt skólastarf. Því miður er hætt við því að farsóttin COVID-19 muni auka ójöfnuð á heimsvísu og og standa í vegi fyrir menntun víða um heim. Þau lönd sem búa við gott aðgengi að tækni hafa forskot á þau lönd sem búa við mikla fátækt. UNESCO mælir með að lönd nýti sér möguleika fjarnáms og opins hugbúnaðar. Slíkt er sjálfsagt en þá verða nemendur og kennarar að hafa aðgengi að tækninni en því miður er það ekki þannig. Í fátækustu löndum heims eru vart til tölvur í skólum og netið er framandi. Að vissu leyti búa íslensk ungmenni og börn í forréttindasamfélagi hvað þetta varðar. Aðgengi að tölvum og neti er með því besta í heiminum og hægt að stunda námið í gegnum rafrænt kennsluumhverfi. Ef upp koma tilfelli þar sem nemendur hafa ekki aðgang að tölvubúnaði þá hlaupa skólar undir bagga og aðstoða. Í sumum framhaldsskólum hér á landi hafa nemendur þurft að fá fartölvu lánaða til að geta stundað námið á tímum COVID-19 og er mjög jákvætt að geta veitt slíka aðstoð. Ríki heims eyða mismiklu fjármagni í menntamál og það er hætt við því að bilið aukist á komandi árum ef alþjóðasamfélagið bregst ekki við. Sóttvarnir eru skyndilega stór hluti af skólastafinu og grímuskylda komin á í mörgum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Það er miður að geta ekki séð nemendur brosa þegar þeir mæta glaðir í skólann eða að kennarar sjái ekki viðbrögð á andlitum nemenda þegar þeir eru að kenna. Sú spurning vaknar hvort að grímurnar veki upp falska öryggiskennd? Það er hins vegar staðreynd að í löndum þar sem grímur hafa verið notaðar fjöldi smita í lágmarki, t.d. í Þýskalandi. Því miður eru líkur á því að grímur verði hluti af sóttvörnum framtíðarinnar. Það er ekki ólíklegt að við eigum eftir að sjá nemendur á komandi árum sem kjósa að mæta með grímur í skólann. Nemendur hér á landi eiga hrós skilið fyrir hvernig þeir hafa tileinkað sér grímunotkun og hversu vel þeir virða sóttvarnir. Það eru líkur á að skólastarf sé breytt til framtíðar og því miður horfur á að á næstu árum munu fleiri farsóttir ganga yfir. Það skólaumhverfi sem við höfum alist upp við er breytt sem er miður. Kennarar og nemendur hafa tekist á við COVID-19 af æðruleysi en ekki síður hugkvæmni. Menntun skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr og mikilvægt fyrir yfirvöld að hlúa vel að menntakerfinu þar sem kennarar eru í framlínusveit líkt og heilbrigðsstarfsfólk. Samkvæmt tölum frá OECD þá eru rúmlega 50% kennara aðildarríkjanna að nota upplýsinga- og samskiptatækni í kennslu og hækkar hlutfallið jafnt og þétt ár hvert, þ.e. noktunin er sífellt að aukast. Það er ljóst að þær aðstæður sem skólakerfið glímir við í dag munu hækka þessar tölur. Því er mikilvægt að meira fjármagn sé sett í endurmenntun kennara til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Á sama tíma þarf að huga vel að inntaki kennaramenntunar og gera kennara betur í stakk búna til að takast á við aðstæður eins og COVID-19 hefur leitt til. Það ríkir mikil óvissa um hvað framtíðin ber í skauti sér en höfundur er sannfærðari en nokkru sinni eftir COVID-19 að ekkert getur komið í staðinn fyrir að sækja skóla í rauntíma, sækja kennslustundir, hitta samnemendur, starfsfólk og kennara. Starfið blómstrar áfram í skólanum en á öðruvísi forsendum en fyrir tíma COVID-19. Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun