Áhrif farsótta á skólastarf Steinn Jóhannsson skrifar 1. október 2020 13:00 Fyrir einu ári blómstraði skólastarf í landinu og var fjarri þeim veruleika sem við þekkjum í dag. Nemendur fengu að mæta í skólann og hitta vini og félaga og kennarar fengu að hitta nemendur og samstarfsfólk án hindrana. Félagslíf nemenda bauð upp á fjölbreytni þar sem ný vinasambönd urðu til og nemendur fengu tækifæri til að sýna hæfileika sína. Nú eru aðrir tímar og má fullyrða að engum starfsmanni eða nemanda neins skólastigs hefði dottið í hug að farsótt eins og COVID-19 myndi hafa umturna skólastarfinu eins og við höfum nú orðið vitni að. Að hugsa til þess að heimsfaraldur myndi gjörbylta skólastarfinu og kennslunni var svo fjarri öllum okkar hugmyndum um eðlilegt skólastarf. Því miður er hætt við því að farsóttin COVID-19 muni auka ójöfnuð á heimsvísu og og standa í vegi fyrir menntun víða um heim. Þau lönd sem búa við gott aðgengi að tækni hafa forskot á þau lönd sem búa við mikla fátækt. UNESCO mælir með að lönd nýti sér möguleika fjarnáms og opins hugbúnaðar. Slíkt er sjálfsagt en þá verða nemendur og kennarar að hafa aðgengi að tækninni en því miður er það ekki þannig. Í fátækustu löndum heims eru vart til tölvur í skólum og netið er framandi. Að vissu leyti búa íslensk ungmenni og börn í forréttindasamfélagi hvað þetta varðar. Aðgengi að tölvum og neti er með því besta í heiminum og hægt að stunda námið í gegnum rafrænt kennsluumhverfi. Ef upp koma tilfelli þar sem nemendur hafa ekki aðgang að tölvubúnaði þá hlaupa skólar undir bagga og aðstoða. Í sumum framhaldsskólum hér á landi hafa nemendur þurft að fá fartölvu lánaða til að geta stundað námið á tímum COVID-19 og er mjög jákvætt að geta veitt slíka aðstoð. Ríki heims eyða mismiklu fjármagni í menntamál og það er hætt við því að bilið aukist á komandi árum ef alþjóðasamfélagið bregst ekki við. Sóttvarnir eru skyndilega stór hluti af skólastafinu og grímuskylda komin á í mörgum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Það er miður að geta ekki séð nemendur brosa þegar þeir mæta glaðir í skólann eða að kennarar sjái ekki viðbrögð á andlitum nemenda þegar þeir eru að kenna. Sú spurning vaknar hvort að grímurnar veki upp falska öryggiskennd? Það er hins vegar staðreynd að í löndum þar sem grímur hafa verið notaðar fjöldi smita í lágmarki, t.d. í Þýskalandi. Því miður eru líkur á því að grímur verði hluti af sóttvörnum framtíðarinnar. Það er ekki ólíklegt að við eigum eftir að sjá nemendur á komandi árum sem kjósa að mæta með grímur í skólann. Nemendur hér á landi eiga hrós skilið fyrir hvernig þeir hafa tileinkað sér grímunotkun og hversu vel þeir virða sóttvarnir. Það eru líkur á að skólastarf sé breytt til framtíðar og því miður horfur á að á næstu árum munu fleiri farsóttir ganga yfir. Það skólaumhverfi sem við höfum alist upp við er breytt sem er miður. Kennarar og nemendur hafa tekist á við COVID-19 af æðruleysi en ekki síður hugkvæmni. Menntun skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr og mikilvægt fyrir yfirvöld að hlúa vel að menntakerfinu þar sem kennarar eru í framlínusveit líkt og heilbrigðsstarfsfólk. Samkvæmt tölum frá OECD þá eru rúmlega 50% kennara aðildarríkjanna að nota upplýsinga- og samskiptatækni í kennslu og hækkar hlutfallið jafnt og þétt ár hvert, þ.e. noktunin er sífellt að aukast. Það er ljóst að þær aðstæður sem skólakerfið glímir við í dag munu hækka þessar tölur. Því er mikilvægt að meira fjármagn sé sett í endurmenntun kennara til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Á sama tíma þarf að huga vel að inntaki kennaramenntunar og gera kennara betur í stakk búna til að takast á við aðstæður eins og COVID-19 hefur leitt til. Það ríkir mikil óvissa um hvað framtíðin ber í skauti sér en höfundur er sannfærðari en nokkru sinni eftir COVID-19 að ekkert getur komið í staðinn fyrir að sækja skóla í rauntíma, sækja kennslustundir, hitta samnemendur, starfsfólk og kennara. Starfið blómstrar áfram í skólanum en á öðruvísi forsendum en fyrir tíma COVID-19. Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir einu ári blómstraði skólastarf í landinu og var fjarri þeim veruleika sem við þekkjum í dag. Nemendur fengu að mæta í skólann og hitta vini og félaga og kennarar fengu að hitta nemendur og samstarfsfólk án hindrana. Félagslíf nemenda bauð upp á fjölbreytni þar sem ný vinasambönd urðu til og nemendur fengu tækifæri til að sýna hæfileika sína. Nú eru aðrir tímar og má fullyrða að engum starfsmanni eða nemanda neins skólastigs hefði dottið í hug að farsótt eins og COVID-19 myndi hafa umturna skólastarfinu eins og við höfum nú orðið vitni að. Að hugsa til þess að heimsfaraldur myndi gjörbylta skólastarfinu og kennslunni var svo fjarri öllum okkar hugmyndum um eðlilegt skólastarf. Því miður er hætt við því að farsóttin COVID-19 muni auka ójöfnuð á heimsvísu og og standa í vegi fyrir menntun víða um heim. Þau lönd sem búa við gott aðgengi að tækni hafa forskot á þau lönd sem búa við mikla fátækt. UNESCO mælir með að lönd nýti sér möguleika fjarnáms og opins hugbúnaðar. Slíkt er sjálfsagt en þá verða nemendur og kennarar að hafa aðgengi að tækninni en því miður er það ekki þannig. Í fátækustu löndum heims eru vart til tölvur í skólum og netið er framandi. Að vissu leyti búa íslensk ungmenni og börn í forréttindasamfélagi hvað þetta varðar. Aðgengi að tölvum og neti er með því besta í heiminum og hægt að stunda námið í gegnum rafrænt kennsluumhverfi. Ef upp koma tilfelli þar sem nemendur hafa ekki aðgang að tölvubúnaði þá hlaupa skólar undir bagga og aðstoða. Í sumum framhaldsskólum hér á landi hafa nemendur þurft að fá fartölvu lánaða til að geta stundað námið á tímum COVID-19 og er mjög jákvætt að geta veitt slíka aðstoð. Ríki heims eyða mismiklu fjármagni í menntamál og það er hætt við því að bilið aukist á komandi árum ef alþjóðasamfélagið bregst ekki við. Sóttvarnir eru skyndilega stór hluti af skólastafinu og grímuskylda komin á í mörgum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Það er miður að geta ekki séð nemendur brosa þegar þeir mæta glaðir í skólann eða að kennarar sjái ekki viðbrögð á andlitum nemenda þegar þeir eru að kenna. Sú spurning vaknar hvort að grímurnar veki upp falska öryggiskennd? Það er hins vegar staðreynd að í löndum þar sem grímur hafa verið notaðar fjöldi smita í lágmarki, t.d. í Þýskalandi. Því miður eru líkur á því að grímur verði hluti af sóttvörnum framtíðarinnar. Það er ekki ólíklegt að við eigum eftir að sjá nemendur á komandi árum sem kjósa að mæta með grímur í skólann. Nemendur hér á landi eiga hrós skilið fyrir hvernig þeir hafa tileinkað sér grímunotkun og hversu vel þeir virða sóttvarnir. Það eru líkur á að skólastarf sé breytt til framtíðar og því miður horfur á að á næstu árum munu fleiri farsóttir ganga yfir. Það skólaumhverfi sem við höfum alist upp við er breytt sem er miður. Kennarar og nemendur hafa tekist á við COVID-19 af æðruleysi en ekki síður hugkvæmni. Menntun skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr og mikilvægt fyrir yfirvöld að hlúa vel að menntakerfinu þar sem kennarar eru í framlínusveit líkt og heilbrigðsstarfsfólk. Samkvæmt tölum frá OECD þá eru rúmlega 50% kennara aðildarríkjanna að nota upplýsinga- og samskiptatækni í kennslu og hækkar hlutfallið jafnt og þétt ár hvert, þ.e. noktunin er sífellt að aukast. Það er ljóst að þær aðstæður sem skólakerfið glímir við í dag munu hækka þessar tölur. Því er mikilvægt að meira fjármagn sé sett í endurmenntun kennara til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Á sama tíma þarf að huga vel að inntaki kennaramenntunar og gera kennara betur í stakk búna til að takast á við aðstæður eins og COVID-19 hefur leitt til. Það ríkir mikil óvissa um hvað framtíðin ber í skauti sér en höfundur er sannfærðari en nokkru sinni eftir COVID-19 að ekkert getur komið í staðinn fyrir að sækja skóla í rauntíma, sækja kennslustundir, hitta samnemendur, starfsfólk og kennara. Starfið blómstrar áfram í skólanum en á öðruvísi forsendum en fyrir tíma COVID-19. Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun