Ofsafengin vandlæting færir þeim vopn í hendur sem spjót beinast að Jakob Bjarnar skrifar 30. september 2020 10:29 Ásmundur Friðriksson hefur fengið það óþvegið á netinu en eins öfugsnúið og það virðist vera þá eykur það í sjálfu sér stuðning við hann. Þeir sem öskra á Ásmund eru að gera honum greiða. visir/Vilhelm/skjáskot Ásmundur Friðriksson þingmaður segist sjaldan eða aldrei hafa fengið eins mikinn stuðning við orðum sínum um hælisleitendur og nú. Svo virðist sem hörð og ofsafengin viðbrögð geri lítt annað en styrkja þá sem fá slíkt yfir sig og stuðningsmenn í trúnni. Og leiða jafnvel til þess að óákveðnir taki afstöðu með þeim sem fyrir vandlætingunni verða. Úthrópun á samfélagsmiðlum virkar með öðrum orðum öndvert við yfirlýst markmið. Þannig má leiða líkur að því að hörðustu andstæðingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þeir sem spöruðu sig hvergi í yfirlýsingum um hvers konar deli væri þar á ferð, hafi í raun ýtt honum yfir þröskuldinn í Hvíta húsinu. Öfugsnúið en stjórnmálafræðingurinn Dr. Eiríkur Bergmann segir að vel megi færa rök fyrir því að sú hafi verið raunin. Þannig ættu þeir sem telja sig vilja vel og tjá þann hug sinn með ákafri hneykslan og vandlætingu á samfélagsmiðlum ættu því að hugsa sinn gang. Þeir eru mjög líklega að leggja vopn í hendur þeim sem eru á öndverðum meiði. Mál Khedr-fjölskyldunnar egypsku sem vísa átti af landi brott, fóru í felur og fékk svo að endingu landvistarleyfi skiptir máli í þessu samhengi. Strax í kjölfar lykta þess og því að margir sem höfðu barist fyrir landvist fyrir fjölskylduna lýstu yfir sigri, eða að kvöldi föstudags 25. október, birti Ásmundur afar umdeildan pistil á Facebook-síðu sinni svohljóðandi: „Í Flugstöðinni bíða nú 17 hælisleitendur sem voru að koma til landsins í dag eftir flutningi til Reykjavíkur. Fiskisagan um að á Íslandi sé fólki veitt hæli fær byr undir báða vængi. Allt þetta fólk þarf að komast í einangrun til Reykjavíkur. Það þarf að gera í mörgum ferðum á bílum því fólkið má ekki vera saman nema hjón eða fjölskyldur. Þá taka 17 manns í einangrun eða sótthví töluvert húsrými og þyngja yfirlestað heilbrigðiskerfi. Eigum við ekki nóg með okkur sjálf núna.“ Ofsafengin viðbrögð og mikill stuðningur Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Ásmundur var harðlega gagnrýndur, úthrópaður og háðsglósurnar gengu yfir hann í sköflum. Fjölmiðlar sópuðu viðbrögðum upp og fullyrtu að hann hafi fengið á baukinn. En samhliða gerðist það að mikill fjöldi manna steig fram og lýsti sig algerlega sammála Ásmundi. Þetta má sjá í athugasemdum við umrædda Facebook-færslu sem og í athugasemdum við fréttir og víða á samfélagsmiðlum. Í Flugstöðinni bíða nú 17 hælisleitendur sem voru að koma til landsins í dag eftir flutningi til Reykjavíkur....Posted by Ásmundur Friðriksson on Föstudagur, 25. september 2020 Sjálfur segir Ásmundur það rétt metið að svo sé; hann hafi sjaldan eða aldrei notið eins mikils stuðnings. „Jújú, það eru miklu fleiri tilbúnir að stíga fram en áður. Ekki síst þegar umræðan er orðin svona.“ Ásmundur lýsir neikvæðum viðbrögðum við orðum hans sem ofsafengnum. „Það eru margir að tapa glórunni í þessari umræðu, finnst mér. Þetta er svo yfirgengilegt að það tekur ekki tárum hvernig þetta fólk hagar sér. Ein manneskja lét sig hafa að efast um kærleika minn til fatlaðs einstaklings sem nýtur skjóls okkar Siggu og fjölskyldunnar. Sem er ótrúlega langt gengið,“ segir þingmaðurinn. Óboðleg holskefla svívirðinga Ásmundur segir að fólk sé búið að fá nóg af því að fá yfir sig holskeflu svívirðinga og ásakana um að það séu illmenni og rasistar við það eitt að vilja velta málum fyrir sér. Og þó vissulega sé merkjanlegt að fleiri eru nú tilbúnir að stíga fram gegn slíku þá sé það jafnframt svo að fjöldi manna hafi haft samband við sig, tjáð honum að þeir séu alveg sammála sér en vilji ekki stíga fram af ótta við það að fá „þessa drullu yfir sig,“ eins og Ásmundur orðar það. Og til þess sé nú leikurinn gerður, að kæfa umræðu. Ásmundur á þingi ásamt Karli Gauta Hjaltasyni þingmanni Miðflokksins. Ásmundur segist hafa fengið drulluna yfir sig á netinu en það gæti svo einmitt orðið til að styrkja stöðu hans í komandi alþingiskosningum.visir/hanna „Þessi svakalegu viðbrögð hafa mælst illa fyrir hjá mörgum. Farið í manninn. Þarna er farið í að ræða um akstur minn, sem kemur þessu máli ekkert við, að ég sé hyski og kunni ekki að skrifa án þess að setja inn stafsetningarvillur eins og framkvæmdastjóri Geðhjálpar gerði. Mér finnst það bara ekki boðlegt. Ótrúlega margir sem hafa haft samband við mig og lýst yfir andstyggð á þessum viðbrögðum. Já, mjög margir hafa sagt við mig, þora ekki að kommenta á þetta því þeir eru svo hræddir um að fá skítinn á sig.“ Segist persónulega ekkert hafa á móti útlendingum Ásmundur segist hafa talið sig vera að greina frá einhverju því sem fréttnæmt má teljast. Benda á að það væru 17 hælisleitendur að koma til landsins og velta upp þeirri spurningu hvað það þýddi fyrir okkur? „Af því við erum nú að hugsa töluvert um sjálf okkur í þessu ástandi. Ég hef persónulega ekkert á móti útlendingum. Ég vinn með fullt af fólki sem er útlendingar. Vonandi er þetta nú búið og vonandi fær þessi fjölskylda frið. En við skulum endilega halda áfram að ræða um kerfið. Fólki, ekki síst hér á Suðurnesjum, finnst í þessu kóvídástandi, ekki á þetta bætandi. Alveg sama hverjir þetta eru. Ég er ekki að tala um kvótaflóttamenn eða fólk sem er að koma hingað til að vinna.“ Ásmundur segir að það verði bara að vera svo að fólk hafi leyfi til að hafa skoðanir. Um þær megi svo deila. „En látum persónur og fjölskyldum manna í friði. Það er engum boðlegt og hjálpar engu.“ Grímur Atlason er einn þeirra sem lagði orð í belg á Facebooksíðu Ásmundar. Hann segir það rangt af sér að hæðast að stafsetningarkunnáttu þingmannsins en bendir á að það skjóti skökku við að Ásmundur svari með því að hamra á því við hvað hann starfi. visir/vilhelm Grímur Atlason er umræddur framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann lýsir því, bæði í samtali við Vísi sem og í athugasemdum við umrædda Facebook-færslu Ásmundar, að honum þyki það skjóta skökku við að Ásmundur sé í sífellu að draga störf hans í umræðuna. Hann sé bara Grímur og tjái sig sem borgari í þessu landi um eitt og annað á Facebook. Hann segist jafnframt hafa farið fram úr sér með að gera stafsetningarvillu Ásmundar að umtalsefni, það er „sótthví“ en að öðru leyti segir hann nóg sagt um þetta mál. Miðflokkurinn blandar sér í leikinn Auk Ásmundar hefur Miðflokksmaðurinn Birgir Þórarinsson lagt út af þessu umrædda máli sem snýr að egypsku fjölskyldunni. Það gerir hann í grein í Morgunblaðinu en Stundin fjallar sérstaklega um hana. Birgir sakar Sjálfstæðisflokkinn um að hafa „hlaupist undan merkjum hælisleitenda af ótta við háværan minnihluta. Birgir krefst strangara regluverks sem verði rækilega kynnt. Hann segir að á fáeinum árum hafi 6 þúsund hælisleitendur komið að landamærum Noregs frá Rússlandi á nokkrum vikum. „„Eru stjórnvöld hér á landi viðbúin því að fá slíkan fjölda umsókna á fáeinum vikum?“ spyr þingmaðurinn. Grein í Morgunblaðinu.Posted by Birgir Thorarinsson on Mánudagur, 28. september 2020 Viðbrögð við þessu sjónarhorni Birgis eru, eins og vænta mátti, hörð og eru hér plássins vegna aðeins tekið til eitt dæmi sem finna má á athugasemdakerfi Stundarinnar: Guðmundur Björnsson segir: „Nú er greinilega hafin, vegna kosninga á næsta ári, einhverskonar pissukeppni Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins um atkvæði rasista, nasista og aðra ofursjálfhverfa kjósendur þessa lands. Og þá er að sjálfsögðu sigað fram þeim sem mest hampa kristinni trú hvor úr sínum flokki. Einhver hefði kallað þessa tvo, Birgi og Ásmund, hræsnara af verstu sort.“ Á athugasemdakerfinu skiptast menn svo í tvö horn og eru stóru orðin hvergi spöruð. Varasöm könnum um afstöðu til innflytjenda Stjórnmálafræðingurinn Dr. Eiríkur Bergmann hefur skoðað þessa pólariseríngu og uppgang popúlisma lengur en hann kærir sig um að muna. Þessar ýfingar, þar sem línur virðast vera að skerpast, koma honum hreint ekki á óvart. „Þetta er auðvitað í takt við þá pólitík sem við höfum alls staðar séð á Vesturlöndum. Sem hefur hingað til birst með aðeins öðrum og að einhverju leyti mildari hætti hér en víðast hvar annars staðar,“ segir Eiríkur sem telur á því ýmsar skýringar. Stjórnmálafræðingurinn vitnar til könnunar sem hann rak augu í fyrir skömmu þar sem fram kemur að Íslendingar eru almennt mjög jákvæðir í garð innflytjenda, jafnvel jákvæðari en flestir aðrir. „En ég held að inn í þá rannsókn vanti lykilatriði sem er að Íslendingar eru ekkert endilega jafn jákvæðir í garð allra innflytjenda. Þeir kunna að vera velviljaðari í garð innflytjenda sem eru líkari okkar menningarlega en þeirra sem meira framandi eru,“ segir Eiríkur. Hann segir spurður það einnig líklegt að Íslendingar upp til hópa átti sig á því og kunni þeim sem hingað hafa komið til starfa og þannig verið ómissandi stoð í endurreisn efnahagslífsins í kjölfar bankahrunsins 2008. „En þennan vinkil, andstöðuna gegn þeim sem framandi eru, vantar inn í svona kannanir. Því slíkur veruleiki er augljós þegar að umræðunni kemur.“ Virkni hinna hörðu viðbragða öfugsnúin Hann telur að þau sjónarhorn sem Ásmundur og Birgir setja fram eigi auðvitað sinn hljómgrunn eins og víðast hvar annars staðar. „Þau hafa ekki náð sömu stöðu í umræðunni einfaldlega vegna þess að það er ekki til neitt eiginlegt múslímasamfélag á Íslandi þrátt fyrir allt. Hópurinn er ekki það fjölmennur og málið hefur því ekki talist eins brýnt hér og það er víðast hvar annars staðar. En sjónarmiðin eru þau sömu. Þess vegna hefur verið andstaða við að hleypa hingað inn í landið mikið af fólki sem kemur frá framandi heimshlutum ekki verið eins áberandi. Dr. Eiríkur Bergmann segir þá kenningu, að þeir sem öskruðu mest á Trump fyrir fjórum árum hafi ýtt honum yfir þröskuldinn á útidyrum Hvíta hússins, vel fá staðist.Visir En þessi sjónarmið eru bara einfaldlega til staðar. Og jafnvel þó Íslendingar lýsi sig upp til hópa samþykka veru innflytjenda Íslandi, þá segir sá almenni velvilji sáralitla sögu um málið í heild sinni.“ Miðað við orð Ásmundar, um aukinn stuðning, og það sýnir athugasemdakerfið svo ekki verður um villst, þá virðist hér vera um að ræða meiri pólariseringu en áður hefur sést á Íslandi. Með öðrum orðum þá eru hin hörðu viðbrögð við þessum sjónarmiðum til þess fallin að efla stuðning við þau, eins öfugsnúið og það gæti virst við fyrstu sýn. Dr. Eiríkur segir þetta ríma við rannsóknir sínar. Kórónuveiran og popúlisminn En krónuveiran hefur sett strik í reikninginn og erfitt er að spá fyrir um hvernig mál er varðar hugsanlegan og meintan uppgang þjóðernispopúlisma þróast á næstunni að teknu tilliti til hennar. „Þetta tengist með eftirfarandi hætti: Við áföllum af þeim toga sem kórónuvíruskrísan hefur í för með sér gerist það oft og iðulega að þjóðir, samfélög, þjappa sér að baki ríkjandi valdhöfum. Þjóðernispopúlistar geta oft átt erfitt uppdráttar í slíkri krísu. Þetta hefur oft gerst,“ segir Eiríkur og bendir á greinar sem hann hefur lesið þar sem því var jafnvel spáð að kórónuveirukrísan gæti gengið af popúlisma dauðum. Dr. Eiríkur Bergmann, sem hefur rannsakað þjóðernispopúlisma lengur en hann kærir sig um að muna, segir að fátt muni stöðva uppgang slíks á komandi vetri. „Ég held að það sé fjarri lagi, vegna þess að sagan kennir okkur líka það að þegar frá dregur hinu fyrsta áfalli í slíkri krísu, brestur þessi samstaða sem kemst á í upphafi. Sundrung eykst og það er í því andrúmslofti sem þjóðernispopúlistar finna sinn frjóa jarðaveg til að rísa upp. Þessi jarðvegur er að myndast núna.“ Eiríkur er með þessum orðum ekki eingöngu að beina sjónum að Íslandi heldur Vesturlöndum almennt. Það sem svo verður enn til að skerpa þessi skil eru viðbrögðin við sjónarmiðum sem ýmsir vilja kenna við þjóðernispopúlisma; ofasafengin sem reynast svo vatn á myllu andstæðinga þeirra. Sú kenning er hér sett fram að það hafi í raun verið hin ofsafengnu viðbrögð sem ýttu Donald Trump áfram síðasta spölinn inn fyrir útidyr Hvíta hússins fyrir um fjórum árum. Þó þar hafi vitaskuld eitt og annað komið til, eitt útilokar ekki annað í þeim efnum fremur en öðrum. Þetta gerist þannig að fólk sem í fyrstu var ekkert hrifið af framgöngu Trumps horfði hins vegar á viðbrögðin við því sem margir hafa sagt trúðslæti og hugsaði með sér: Bíddu, Trump er trúður. En ef þetta eru valkostirnir þá get ég allt eins kosið Trump því hitt ofstækið er ekki húsum hæft. Eiríkur telur þetta rétta greiningu. Fjögurra þrepa bragðið Dr. Eiríkur lýsir einmitt þessu fyrirbæri og greinir í nýrri bók sinni sem heitir Neo-Nationalism: The Rise of Nativist Populism. Hvort sem þetta er meðvitað eða ekki komst Trump snemma á bragðið. Formúlan sem hann fylgir samviskusamlega hefur gagnast honum einkar vel: First comes the scandalous act or comment of the populist, for instance a racist comment against a Muslim. That triggers a push-back from mainstream actors opposing the racist comment. The third step is then for the populist to claim victimhood and/or deflecting by pointing to others, even equating the comment in question with something entirely different. The final step is going on the offensive and dramatizing the cycle with exaggerations, emphasizing the right to free speech and accusing those that countered the initial comment of silencing and oppression. As can be seen in the following three chapters, it is through this rhetorical pattern that populists have been able to set the agenda. (bls. 44) Eiríkur kallar þetta Four-Step Rhetorical Formulation. Gengur út á, í lauslegri snörun, að halda sér stöðugt í umræðunni. Fyrst er að segja eitthvað nógu stuðandi til að fá fólk til að tala um þig. Svo sem rasísk ummæli um múslima. Skiptir ekki máli hvað er heldur hitt að vera í stöðugum stælum. Það æsir hópa upp á móti þér, sem fordæma hin rasísku ummæli. Þriðja þrepið er að setja sig í fórnarlambsstellingar eða setja ummælin í eitthvert allt annað samhengi. Að lokum fara í vörn og benda á mikilvægi umræðunnar og skoðanafrelsis; saka þá sem vildu gagnrýna um þöggun. Popúlistabylgja mun bresta á í vetur Í bókinni er það svo rakið hvernig fjölmiðlar sem þurfa að fóðra hið óseðjandi net nærast á þessu og á samfélagsmiðlum öskrar svo hver á annan. Og þar með er björninn unninn. „Það skiptir máli að vera í stöðugum stælum og í umræðunni. Þá koma stórir hópar sem koma til fylgilags. Ég er sammála því að vopnin snúast oft í höndum þeirra sem stökkva uppá nef sér; með því færa þeir vopnin í hendur þeim sem hneykslanin snýr að.“ Eiríkur segir fólk ætíð falla í sömu gryfjuna, að halda að mannlegt eðli breytist. „Nú kemur popúlistabylgjan á næsta vetri og við munum við sjá hana rísa víða. Það eina sem getur truflað það er að þeir eru víða komnir til valda og það gerir þeim erfiðara um vik; að snúast gegn sjálfum sér. En það er vel framkvæmanlegt og við sjáum það á tali Trumps. Hann kennir öllum öðrum um, djúpríki, að hann sé ekki raunverulega að stjórna heldur einhverjir skuggastjórnendur sem ráða. Þjóðernispopúlistarnir munu finna leið hjá þessu.“ Fréttaskýringar Donald Trump Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Ásmundur Friðriksson þingmaður segist sjaldan eða aldrei hafa fengið eins mikinn stuðning við orðum sínum um hælisleitendur og nú. Svo virðist sem hörð og ofsafengin viðbrögð geri lítt annað en styrkja þá sem fá slíkt yfir sig og stuðningsmenn í trúnni. Og leiða jafnvel til þess að óákveðnir taki afstöðu með þeim sem fyrir vandlætingunni verða. Úthrópun á samfélagsmiðlum virkar með öðrum orðum öndvert við yfirlýst markmið. Þannig má leiða líkur að því að hörðustu andstæðingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þeir sem spöruðu sig hvergi í yfirlýsingum um hvers konar deli væri þar á ferð, hafi í raun ýtt honum yfir þröskuldinn í Hvíta húsinu. Öfugsnúið en stjórnmálafræðingurinn Dr. Eiríkur Bergmann segir að vel megi færa rök fyrir því að sú hafi verið raunin. Þannig ættu þeir sem telja sig vilja vel og tjá þann hug sinn með ákafri hneykslan og vandlætingu á samfélagsmiðlum ættu því að hugsa sinn gang. Þeir eru mjög líklega að leggja vopn í hendur þeim sem eru á öndverðum meiði. Mál Khedr-fjölskyldunnar egypsku sem vísa átti af landi brott, fóru í felur og fékk svo að endingu landvistarleyfi skiptir máli í þessu samhengi. Strax í kjölfar lykta þess og því að margir sem höfðu barist fyrir landvist fyrir fjölskylduna lýstu yfir sigri, eða að kvöldi föstudags 25. október, birti Ásmundur afar umdeildan pistil á Facebook-síðu sinni svohljóðandi: „Í Flugstöðinni bíða nú 17 hælisleitendur sem voru að koma til landsins í dag eftir flutningi til Reykjavíkur. Fiskisagan um að á Íslandi sé fólki veitt hæli fær byr undir báða vængi. Allt þetta fólk þarf að komast í einangrun til Reykjavíkur. Það þarf að gera í mörgum ferðum á bílum því fólkið má ekki vera saman nema hjón eða fjölskyldur. Þá taka 17 manns í einangrun eða sótthví töluvert húsrými og þyngja yfirlestað heilbrigðiskerfi. Eigum við ekki nóg með okkur sjálf núna.“ Ofsafengin viðbrögð og mikill stuðningur Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Ásmundur var harðlega gagnrýndur, úthrópaður og háðsglósurnar gengu yfir hann í sköflum. Fjölmiðlar sópuðu viðbrögðum upp og fullyrtu að hann hafi fengið á baukinn. En samhliða gerðist það að mikill fjöldi manna steig fram og lýsti sig algerlega sammála Ásmundi. Þetta má sjá í athugasemdum við umrædda Facebook-færslu sem og í athugasemdum við fréttir og víða á samfélagsmiðlum. Í Flugstöðinni bíða nú 17 hælisleitendur sem voru að koma til landsins í dag eftir flutningi til Reykjavíkur....Posted by Ásmundur Friðriksson on Föstudagur, 25. september 2020 Sjálfur segir Ásmundur það rétt metið að svo sé; hann hafi sjaldan eða aldrei notið eins mikils stuðnings. „Jújú, það eru miklu fleiri tilbúnir að stíga fram en áður. Ekki síst þegar umræðan er orðin svona.“ Ásmundur lýsir neikvæðum viðbrögðum við orðum hans sem ofsafengnum. „Það eru margir að tapa glórunni í þessari umræðu, finnst mér. Þetta er svo yfirgengilegt að það tekur ekki tárum hvernig þetta fólk hagar sér. Ein manneskja lét sig hafa að efast um kærleika minn til fatlaðs einstaklings sem nýtur skjóls okkar Siggu og fjölskyldunnar. Sem er ótrúlega langt gengið,“ segir þingmaðurinn. Óboðleg holskefla svívirðinga Ásmundur segir að fólk sé búið að fá nóg af því að fá yfir sig holskeflu svívirðinga og ásakana um að það séu illmenni og rasistar við það eitt að vilja velta málum fyrir sér. Og þó vissulega sé merkjanlegt að fleiri eru nú tilbúnir að stíga fram gegn slíku þá sé það jafnframt svo að fjöldi manna hafi haft samband við sig, tjáð honum að þeir séu alveg sammála sér en vilji ekki stíga fram af ótta við það að fá „þessa drullu yfir sig,“ eins og Ásmundur orðar það. Og til þess sé nú leikurinn gerður, að kæfa umræðu. Ásmundur á þingi ásamt Karli Gauta Hjaltasyni þingmanni Miðflokksins. Ásmundur segist hafa fengið drulluna yfir sig á netinu en það gæti svo einmitt orðið til að styrkja stöðu hans í komandi alþingiskosningum.visir/hanna „Þessi svakalegu viðbrögð hafa mælst illa fyrir hjá mörgum. Farið í manninn. Þarna er farið í að ræða um akstur minn, sem kemur þessu máli ekkert við, að ég sé hyski og kunni ekki að skrifa án þess að setja inn stafsetningarvillur eins og framkvæmdastjóri Geðhjálpar gerði. Mér finnst það bara ekki boðlegt. Ótrúlega margir sem hafa haft samband við mig og lýst yfir andstyggð á þessum viðbrögðum. Já, mjög margir hafa sagt við mig, þora ekki að kommenta á þetta því þeir eru svo hræddir um að fá skítinn á sig.“ Segist persónulega ekkert hafa á móti útlendingum Ásmundur segist hafa talið sig vera að greina frá einhverju því sem fréttnæmt má teljast. Benda á að það væru 17 hælisleitendur að koma til landsins og velta upp þeirri spurningu hvað það þýddi fyrir okkur? „Af því við erum nú að hugsa töluvert um sjálf okkur í þessu ástandi. Ég hef persónulega ekkert á móti útlendingum. Ég vinn með fullt af fólki sem er útlendingar. Vonandi er þetta nú búið og vonandi fær þessi fjölskylda frið. En við skulum endilega halda áfram að ræða um kerfið. Fólki, ekki síst hér á Suðurnesjum, finnst í þessu kóvídástandi, ekki á þetta bætandi. Alveg sama hverjir þetta eru. Ég er ekki að tala um kvótaflóttamenn eða fólk sem er að koma hingað til að vinna.“ Ásmundur segir að það verði bara að vera svo að fólk hafi leyfi til að hafa skoðanir. Um þær megi svo deila. „En látum persónur og fjölskyldum manna í friði. Það er engum boðlegt og hjálpar engu.“ Grímur Atlason er einn þeirra sem lagði orð í belg á Facebooksíðu Ásmundar. Hann segir það rangt af sér að hæðast að stafsetningarkunnáttu þingmannsins en bendir á að það skjóti skökku við að Ásmundur svari með því að hamra á því við hvað hann starfi. visir/vilhelm Grímur Atlason er umræddur framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann lýsir því, bæði í samtali við Vísi sem og í athugasemdum við umrædda Facebook-færslu Ásmundar, að honum þyki það skjóta skökku við að Ásmundur sé í sífellu að draga störf hans í umræðuna. Hann sé bara Grímur og tjái sig sem borgari í þessu landi um eitt og annað á Facebook. Hann segist jafnframt hafa farið fram úr sér með að gera stafsetningarvillu Ásmundar að umtalsefni, það er „sótthví“ en að öðru leyti segir hann nóg sagt um þetta mál. Miðflokkurinn blandar sér í leikinn Auk Ásmundar hefur Miðflokksmaðurinn Birgir Þórarinsson lagt út af þessu umrædda máli sem snýr að egypsku fjölskyldunni. Það gerir hann í grein í Morgunblaðinu en Stundin fjallar sérstaklega um hana. Birgir sakar Sjálfstæðisflokkinn um að hafa „hlaupist undan merkjum hælisleitenda af ótta við háværan minnihluta. Birgir krefst strangara regluverks sem verði rækilega kynnt. Hann segir að á fáeinum árum hafi 6 þúsund hælisleitendur komið að landamærum Noregs frá Rússlandi á nokkrum vikum. „„Eru stjórnvöld hér á landi viðbúin því að fá slíkan fjölda umsókna á fáeinum vikum?“ spyr þingmaðurinn. Grein í Morgunblaðinu.Posted by Birgir Thorarinsson on Mánudagur, 28. september 2020 Viðbrögð við þessu sjónarhorni Birgis eru, eins og vænta mátti, hörð og eru hér plássins vegna aðeins tekið til eitt dæmi sem finna má á athugasemdakerfi Stundarinnar: Guðmundur Björnsson segir: „Nú er greinilega hafin, vegna kosninga á næsta ári, einhverskonar pissukeppni Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins um atkvæði rasista, nasista og aðra ofursjálfhverfa kjósendur þessa lands. Og þá er að sjálfsögðu sigað fram þeim sem mest hampa kristinni trú hvor úr sínum flokki. Einhver hefði kallað þessa tvo, Birgi og Ásmund, hræsnara af verstu sort.“ Á athugasemdakerfinu skiptast menn svo í tvö horn og eru stóru orðin hvergi spöruð. Varasöm könnum um afstöðu til innflytjenda Stjórnmálafræðingurinn Dr. Eiríkur Bergmann hefur skoðað þessa pólariseríngu og uppgang popúlisma lengur en hann kærir sig um að muna. Þessar ýfingar, þar sem línur virðast vera að skerpast, koma honum hreint ekki á óvart. „Þetta er auðvitað í takt við þá pólitík sem við höfum alls staðar séð á Vesturlöndum. Sem hefur hingað til birst með aðeins öðrum og að einhverju leyti mildari hætti hér en víðast hvar annars staðar,“ segir Eiríkur sem telur á því ýmsar skýringar. Stjórnmálafræðingurinn vitnar til könnunar sem hann rak augu í fyrir skömmu þar sem fram kemur að Íslendingar eru almennt mjög jákvæðir í garð innflytjenda, jafnvel jákvæðari en flestir aðrir. „En ég held að inn í þá rannsókn vanti lykilatriði sem er að Íslendingar eru ekkert endilega jafn jákvæðir í garð allra innflytjenda. Þeir kunna að vera velviljaðari í garð innflytjenda sem eru líkari okkar menningarlega en þeirra sem meira framandi eru,“ segir Eiríkur. Hann segir spurður það einnig líklegt að Íslendingar upp til hópa átti sig á því og kunni þeim sem hingað hafa komið til starfa og þannig verið ómissandi stoð í endurreisn efnahagslífsins í kjölfar bankahrunsins 2008. „En þennan vinkil, andstöðuna gegn þeim sem framandi eru, vantar inn í svona kannanir. Því slíkur veruleiki er augljós þegar að umræðunni kemur.“ Virkni hinna hörðu viðbragða öfugsnúin Hann telur að þau sjónarhorn sem Ásmundur og Birgir setja fram eigi auðvitað sinn hljómgrunn eins og víðast hvar annars staðar. „Þau hafa ekki náð sömu stöðu í umræðunni einfaldlega vegna þess að það er ekki til neitt eiginlegt múslímasamfélag á Íslandi þrátt fyrir allt. Hópurinn er ekki það fjölmennur og málið hefur því ekki talist eins brýnt hér og það er víðast hvar annars staðar. En sjónarmiðin eru þau sömu. Þess vegna hefur verið andstaða við að hleypa hingað inn í landið mikið af fólki sem kemur frá framandi heimshlutum ekki verið eins áberandi. Dr. Eiríkur Bergmann segir þá kenningu, að þeir sem öskruðu mest á Trump fyrir fjórum árum hafi ýtt honum yfir þröskuldinn á útidyrum Hvíta hússins, vel fá staðist.Visir En þessi sjónarmið eru bara einfaldlega til staðar. Og jafnvel þó Íslendingar lýsi sig upp til hópa samþykka veru innflytjenda Íslandi, þá segir sá almenni velvilji sáralitla sögu um málið í heild sinni.“ Miðað við orð Ásmundar, um aukinn stuðning, og það sýnir athugasemdakerfið svo ekki verður um villst, þá virðist hér vera um að ræða meiri pólariseringu en áður hefur sést á Íslandi. Með öðrum orðum þá eru hin hörðu viðbrögð við þessum sjónarmiðum til þess fallin að efla stuðning við þau, eins öfugsnúið og það gæti virst við fyrstu sýn. Dr. Eiríkur segir þetta ríma við rannsóknir sínar. Kórónuveiran og popúlisminn En krónuveiran hefur sett strik í reikninginn og erfitt er að spá fyrir um hvernig mál er varðar hugsanlegan og meintan uppgang þjóðernispopúlisma þróast á næstunni að teknu tilliti til hennar. „Þetta tengist með eftirfarandi hætti: Við áföllum af þeim toga sem kórónuvíruskrísan hefur í för með sér gerist það oft og iðulega að þjóðir, samfélög, þjappa sér að baki ríkjandi valdhöfum. Þjóðernispopúlistar geta oft átt erfitt uppdráttar í slíkri krísu. Þetta hefur oft gerst,“ segir Eiríkur og bendir á greinar sem hann hefur lesið þar sem því var jafnvel spáð að kórónuveirukrísan gæti gengið af popúlisma dauðum. Dr. Eiríkur Bergmann, sem hefur rannsakað þjóðernispopúlisma lengur en hann kærir sig um að muna, segir að fátt muni stöðva uppgang slíks á komandi vetri. „Ég held að það sé fjarri lagi, vegna þess að sagan kennir okkur líka það að þegar frá dregur hinu fyrsta áfalli í slíkri krísu, brestur þessi samstaða sem kemst á í upphafi. Sundrung eykst og það er í því andrúmslofti sem þjóðernispopúlistar finna sinn frjóa jarðaveg til að rísa upp. Þessi jarðvegur er að myndast núna.“ Eiríkur er með þessum orðum ekki eingöngu að beina sjónum að Íslandi heldur Vesturlöndum almennt. Það sem svo verður enn til að skerpa þessi skil eru viðbrögðin við sjónarmiðum sem ýmsir vilja kenna við þjóðernispopúlisma; ofasafengin sem reynast svo vatn á myllu andstæðinga þeirra. Sú kenning er hér sett fram að það hafi í raun verið hin ofsafengnu viðbrögð sem ýttu Donald Trump áfram síðasta spölinn inn fyrir útidyr Hvíta hússins fyrir um fjórum árum. Þó þar hafi vitaskuld eitt og annað komið til, eitt útilokar ekki annað í þeim efnum fremur en öðrum. Þetta gerist þannig að fólk sem í fyrstu var ekkert hrifið af framgöngu Trumps horfði hins vegar á viðbrögðin við því sem margir hafa sagt trúðslæti og hugsaði með sér: Bíddu, Trump er trúður. En ef þetta eru valkostirnir þá get ég allt eins kosið Trump því hitt ofstækið er ekki húsum hæft. Eiríkur telur þetta rétta greiningu. Fjögurra þrepa bragðið Dr. Eiríkur lýsir einmitt þessu fyrirbæri og greinir í nýrri bók sinni sem heitir Neo-Nationalism: The Rise of Nativist Populism. Hvort sem þetta er meðvitað eða ekki komst Trump snemma á bragðið. Formúlan sem hann fylgir samviskusamlega hefur gagnast honum einkar vel: First comes the scandalous act or comment of the populist, for instance a racist comment against a Muslim. That triggers a push-back from mainstream actors opposing the racist comment. The third step is then for the populist to claim victimhood and/or deflecting by pointing to others, even equating the comment in question with something entirely different. The final step is going on the offensive and dramatizing the cycle with exaggerations, emphasizing the right to free speech and accusing those that countered the initial comment of silencing and oppression. As can be seen in the following three chapters, it is through this rhetorical pattern that populists have been able to set the agenda. (bls. 44) Eiríkur kallar þetta Four-Step Rhetorical Formulation. Gengur út á, í lauslegri snörun, að halda sér stöðugt í umræðunni. Fyrst er að segja eitthvað nógu stuðandi til að fá fólk til að tala um þig. Svo sem rasísk ummæli um múslima. Skiptir ekki máli hvað er heldur hitt að vera í stöðugum stælum. Það æsir hópa upp á móti þér, sem fordæma hin rasísku ummæli. Þriðja þrepið er að setja sig í fórnarlambsstellingar eða setja ummælin í eitthvert allt annað samhengi. Að lokum fara í vörn og benda á mikilvægi umræðunnar og skoðanafrelsis; saka þá sem vildu gagnrýna um þöggun. Popúlistabylgja mun bresta á í vetur Í bókinni er það svo rakið hvernig fjölmiðlar sem þurfa að fóðra hið óseðjandi net nærast á þessu og á samfélagsmiðlum öskrar svo hver á annan. Og þar með er björninn unninn. „Það skiptir máli að vera í stöðugum stælum og í umræðunni. Þá koma stórir hópar sem koma til fylgilags. Ég er sammála því að vopnin snúast oft í höndum þeirra sem stökkva uppá nef sér; með því færa þeir vopnin í hendur þeim sem hneykslanin snýr að.“ Eiríkur segir fólk ætíð falla í sömu gryfjuna, að halda að mannlegt eðli breytist. „Nú kemur popúlistabylgjan á næsta vetri og við munum við sjá hana rísa víða. Það eina sem getur truflað það er að þeir eru víða komnir til valda og það gerir þeim erfiðara um vik; að snúast gegn sjálfum sér. En það er vel framkvæmanlegt og við sjáum það á tali Trumps. Hann kennir öllum öðrum um, djúpríki, að hann sé ekki raunverulega að stjórna heldur einhverjir skuggastjórnendur sem ráða. Þjóðernispopúlistarnir munu finna leið hjá þessu.“
Fréttaskýringar Donald Trump Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira