Bakarameistarinn í stað Jóa Fel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. september 2020 14:02 Skilti Bakarameistarans er nú þegar komið upp þar sem Jói Fel var til húsa í Holtagörðum. Vísir/Vilhelm Bakarískeðjan Bakarameistarinn ehf. hefur keypt stærstan hluta af þrotabúi Jóa Fel. Stefnir keðjan á að opna tvö útibú, í Holtagörðum og Spönginni, á næstu dögum. Sigurbjörg Sigþórsdóttir, framkvæmdastjóri Bakarameistarans, segir í samtali við Stundina að áhersla sé á að opna sem fyrst. Bakaríunum tveimur var lokað á föstudaginn en vinna við að opna bakaríin tvö er hafin. Svo virðist sem vörumerkið Jói Fel muni hverfa á braut en skiltum fyrir Bakarameistarann var komið upp í dag í stað fyrri skilta með merki Jóa Fel. Svona leit bakaríið út á föstudaginn.Vísir/Vilhelm Bakarísrekstur Jóa Fel var úrskurðaður gjaldþrota á fimmtudaginn í síðustu viku að kröfu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Krafan um gjaldþrot var lögð fram á grundvelli vangoldinna iðgjalda. Þau hafi verið innheimt af launum starfsfólks en ekki skilað til sjóðsins. Þá mun fyrirtækið ekki hafa greitt mótframlag af launum starfsfólks til lífeyrissjóðsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Jóhannes Felixsson, Jói Fel, hafa gert tilraun til að kaupa eignir úr þrotabúinu. Þar er helst um að ræða tæki og tól til baksturs sem hefur að stærstum hluta farið fram í Holtagörðum. Tilboð Bakarameistarans var eftir því sem fréttastofa kemst næst hærra en Jóa og því tekið. Þegar mest var rak Jói Fel sex bakarí á höfuðborgarsvæðinu. Fjórum hefur verið lokað undanfarnar vikur og þeim síðustu, í Spönginni og Holtagörðum fyrir helgi. Ljóst er að margir starfsmenn eiga inni laun eða launatengd gjöld hjá félaginu. Jói Fel rak bakarí á Selfossi og Hellu sem var lokað í september í fyrra eftir átján mánaða rekstur. Um var að ræða bakaríin Guðni bakari á Selfossi og Kökuval á Hellu sem fóru í þrot. Gjaldþrot Reykjavík Bakarí Tengdar fréttir Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16 Aðeins tvö bakarí opin og Jói Fel segist ekkert vita Jóhannes Felixson bakari, sem rekið hefur bakarí Jóa Fel undanfarin ár, segist funda stöðugt vegna resktrarerfiðleika bakarísins. Aðeins tvö bakarí eru opin sem stendur en fjórum hefur verið lokað. 21. september 2020 11:29 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira
Bakarískeðjan Bakarameistarinn ehf. hefur keypt stærstan hluta af þrotabúi Jóa Fel. Stefnir keðjan á að opna tvö útibú, í Holtagörðum og Spönginni, á næstu dögum. Sigurbjörg Sigþórsdóttir, framkvæmdastjóri Bakarameistarans, segir í samtali við Stundina að áhersla sé á að opna sem fyrst. Bakaríunum tveimur var lokað á föstudaginn en vinna við að opna bakaríin tvö er hafin. Svo virðist sem vörumerkið Jói Fel muni hverfa á braut en skiltum fyrir Bakarameistarann var komið upp í dag í stað fyrri skilta með merki Jóa Fel. Svona leit bakaríið út á föstudaginn.Vísir/Vilhelm Bakarísrekstur Jóa Fel var úrskurðaður gjaldþrota á fimmtudaginn í síðustu viku að kröfu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Krafan um gjaldþrot var lögð fram á grundvelli vangoldinna iðgjalda. Þau hafi verið innheimt af launum starfsfólks en ekki skilað til sjóðsins. Þá mun fyrirtækið ekki hafa greitt mótframlag af launum starfsfólks til lífeyrissjóðsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Jóhannes Felixsson, Jói Fel, hafa gert tilraun til að kaupa eignir úr þrotabúinu. Þar er helst um að ræða tæki og tól til baksturs sem hefur að stærstum hluta farið fram í Holtagörðum. Tilboð Bakarameistarans var eftir því sem fréttastofa kemst næst hærra en Jóa og því tekið. Þegar mest var rak Jói Fel sex bakarí á höfuðborgarsvæðinu. Fjórum hefur verið lokað undanfarnar vikur og þeim síðustu, í Spönginni og Holtagörðum fyrir helgi. Ljóst er að margir starfsmenn eiga inni laun eða launatengd gjöld hjá félaginu. Jói Fel rak bakarí á Selfossi og Hellu sem var lokað í september í fyrra eftir átján mánaða rekstur. Um var að ræða bakaríin Guðni bakari á Selfossi og Kökuval á Hellu sem fóru í þrot.
Gjaldþrot Reykjavík Bakarí Tengdar fréttir Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16 Aðeins tvö bakarí opin og Jói Fel segist ekkert vita Jóhannes Felixson bakari, sem rekið hefur bakarí Jóa Fel undanfarin ár, segist funda stöðugt vegna resktrarerfiðleika bakarísins. Aðeins tvö bakarí eru opin sem stendur en fjórum hefur verið lokað. 21. september 2020 11:29 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Sjá meira
Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16
Aðeins tvö bakarí opin og Jói Fel segist ekkert vita Jóhannes Felixson bakari, sem rekið hefur bakarí Jóa Fel undanfarin ár, segist funda stöðugt vegna resktrarerfiðleika bakarísins. Aðeins tvö bakarí eru opin sem stendur en fjórum hefur verið lokað. 21. september 2020 11:29