Gæti orðið frjáls ferða sinna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. september 2020 12:26 Maðurinn huldi andlit sitt við þingfestingu málsins í morgun. vísir/vilhelm Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp af ásetningi og íkveikju við Bræðraborgarstíg í sumar, gæti orðið frjáls ferða sinna, verði hann úrskurðaður ósakhæfur af dómi. Samkvæmt geðmati geðlæknis var maðurinn ósakhæfur á verknaðarstundu en viðbótarmats hefur verið óskað og liggur endanleg niðurstaða því ekki fyrir. Þrír ungir einstaklingar fórust í brunanum, tvær konur og karlmaður. „Ef menn eru ósakhæfir þá eru þeir sýknaðir. Þá þarf að skoða hvort viðkomandi sé hættulegur, hvort hann þurfi að vistast á öryggisstofnun - sem er svona ítrasta úrræðið. Svo gera lögin ráð fyrir því líka ef það er ekki þörf fyrir því að menn séu vistaðir á öryggisstofnun að þá gætu þeir sætt annars konar vægari öryggisráðstöfunum eins og eftirliti lækna, þvingaðri lyfjagjöf og ýmislegt sem kemur til skoðunar,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Maðurinn gæti hins vegar verið dæmdur á réttargeðdeild - verði hann metinn hættulegur. „Ef staðan er sú að það er ekki talin þörf á öryggisráðstöfunum, þrátt fyrir að það sem leiði til ósakhæfisins, að þá er viðkomandi bara laus. En ef niðurstaðan er sú að einhver er ósakhæfur en hættulegur að þá er hægt að dæma hann til að vistast á öryggisstofnun eða sæta einhverjum vægari öryggisráðstöfunum,“ segir hún. Maðurinn hefur verið í haldi lögreglu frá því í júní.Vísir/Vilhelm Maðurinn neitaði sök og hafnaði bótaskyldu þegar hann mætti við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þá óskaði verjandi hans eftir því að þinghald yrði lokað og vísaði til þess að gögn í málinu væru þess eðlis að þau ættu ekkert erindi við almenning, og fór til vara fram á að málið yrði þá lokað að hluta. Ákæruvaldið var þessu ósammála en dómari mun taka afstöðu til kröfu verjandans á næstu vikum. „Ákæruvaldið telur að það sé ekki lagaskilyrði fyrir því. Meginreglan er opin þinghöld og það þurfa þá að vera sérstakar aðstæður uppi sem réttlæta það að þinghöldin séu lokuð og sækjandi sér ekki alveg hverjar þær ástæður eru í þessu máli en dómari mun auðvitað taka endanlega ákvörðun um þetta,“ segir Kolbrún, en verjandi mannsins vildi ekki tjá sig við fréttastofu að svo stöddu. Ekki er vitað til þess að í seinni tíð hafi einstaklingur verið ákærður fyrir að bana eins mörgum, en í fyrra var Vigfús Ólafsson dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir stórfellda brennu og manndráp af ásetningi á Selfossi. Þá létust tveir, kona og karl. Dómsmál Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Ákærði sagður ósakhæfur við verknað á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar neitaði sök í báðum ákæruliðum við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír létust í brunanum og fleiri slösuðust. 25. september 2020 10:17 Bruninn rannsakaður sem manndráp af ásetningi Lögreglan rannsakar brunann við Bræðraborgarstíg sem manndráp af ásetningi. Þrír létust í brunanum sem átti sér stað þann 25. júní 25. júlí 2020 07:27 Greiða ættingjum dánarbætur og aðstoðar fólkið við að sækja skaðabætur Efling mun greiða ættingjum þeirra sem fórust og þeim sem slösuðust í eldsvoða á Bræðraborgarstíg dánar- og slysabætur og aðstoðar fólk við að sækja skaðabætur. 15. júlí 2020 19:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp af ásetningi og íkveikju við Bræðraborgarstíg í sumar, gæti orðið frjáls ferða sinna, verði hann úrskurðaður ósakhæfur af dómi. Samkvæmt geðmati geðlæknis var maðurinn ósakhæfur á verknaðarstundu en viðbótarmats hefur verið óskað og liggur endanleg niðurstaða því ekki fyrir. Þrír ungir einstaklingar fórust í brunanum, tvær konur og karlmaður. „Ef menn eru ósakhæfir þá eru þeir sýknaðir. Þá þarf að skoða hvort viðkomandi sé hættulegur, hvort hann þurfi að vistast á öryggisstofnun - sem er svona ítrasta úrræðið. Svo gera lögin ráð fyrir því líka ef það er ekki þörf fyrir því að menn séu vistaðir á öryggisstofnun að þá gætu þeir sætt annars konar vægari öryggisráðstöfunum eins og eftirliti lækna, þvingaðri lyfjagjöf og ýmislegt sem kemur til skoðunar,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Maðurinn gæti hins vegar verið dæmdur á réttargeðdeild - verði hann metinn hættulegur. „Ef staðan er sú að það er ekki talin þörf á öryggisráðstöfunum, þrátt fyrir að það sem leiði til ósakhæfisins, að þá er viðkomandi bara laus. En ef niðurstaðan er sú að einhver er ósakhæfur en hættulegur að þá er hægt að dæma hann til að vistast á öryggisstofnun eða sæta einhverjum vægari öryggisráðstöfunum,“ segir hún. Maðurinn hefur verið í haldi lögreglu frá því í júní.Vísir/Vilhelm Maðurinn neitaði sök og hafnaði bótaskyldu þegar hann mætti við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þá óskaði verjandi hans eftir því að þinghald yrði lokað og vísaði til þess að gögn í málinu væru þess eðlis að þau ættu ekkert erindi við almenning, og fór til vara fram á að málið yrði þá lokað að hluta. Ákæruvaldið var þessu ósammála en dómari mun taka afstöðu til kröfu verjandans á næstu vikum. „Ákæruvaldið telur að það sé ekki lagaskilyrði fyrir því. Meginreglan er opin þinghöld og það þurfa þá að vera sérstakar aðstæður uppi sem réttlæta það að þinghöldin séu lokuð og sækjandi sér ekki alveg hverjar þær ástæður eru í þessu máli en dómari mun auðvitað taka endanlega ákvörðun um þetta,“ segir Kolbrún, en verjandi mannsins vildi ekki tjá sig við fréttastofu að svo stöddu. Ekki er vitað til þess að í seinni tíð hafi einstaklingur verið ákærður fyrir að bana eins mörgum, en í fyrra var Vigfús Ólafsson dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir stórfellda brennu og manndráp af ásetningi á Selfossi. Þá létust tveir, kona og karl.
Dómsmál Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Ákærði sagður ósakhæfur við verknað á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar neitaði sök í báðum ákæruliðum við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír létust í brunanum og fleiri slösuðust. 25. september 2020 10:17 Bruninn rannsakaður sem manndráp af ásetningi Lögreglan rannsakar brunann við Bræðraborgarstíg sem manndráp af ásetningi. Þrír létust í brunanum sem átti sér stað þann 25. júní 25. júlí 2020 07:27 Greiða ættingjum dánarbætur og aðstoðar fólkið við að sækja skaðabætur Efling mun greiða ættingjum þeirra sem fórust og þeim sem slösuðust í eldsvoða á Bræðraborgarstíg dánar- og slysabætur og aðstoðar fólk við að sækja skaðabætur. 15. júlí 2020 19:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Ákærði sagður ósakhæfur við verknað á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar neitaði sök í báðum ákæruliðum við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír létust í brunanum og fleiri slösuðust. 25. september 2020 10:17
Bruninn rannsakaður sem manndráp af ásetningi Lögreglan rannsakar brunann við Bræðraborgarstíg sem manndráp af ásetningi. Þrír létust í brunanum sem átti sér stað þann 25. júní 25. júlí 2020 07:27
Greiða ættingjum dánarbætur og aðstoðar fólkið við að sækja skaðabætur Efling mun greiða ættingjum þeirra sem fórust og þeim sem slösuðust í eldsvoða á Bræðraborgarstíg dánar- og slysabætur og aðstoðar fólk við að sækja skaðabætur. 15. júlí 2020 19:00