Ökumaður rafskutlu féll af farartæki sínu skömmu eftir miðnætti í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Maðurinn hlaut áverka í andliti og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til aðhlynningar. Ekki er greint frekar frá líðan mannsins í dagbók lögreglu.
Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu í nótt, ýmist vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna eða aksturs án ökuréttinda.