Nám á tímum Covid-19: 10 ráð Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar 23. september 2020 12:00 Síðastliðna mánuði hefur þjóðin gengið í gegnum rússíbanareið hvað varðar breytt líferni og reglur um hegðun. Covid-19 hefur haft áhrif á okkur öll, mörg okkar hafa þurft að vinna að heiman og kennsla hefur víða farið fram með rafrænum hætti. Nemendur fara ekki varhluta af því hversu laust margt er í reipunum og skiljanlega er erfitt að halda sér í rútínu. Það að mæta í skólann, taka þátt í umræðum og hópavinnu og hitta skólafélaga er stór hluti af því að vera í námi. Það að hitta skólafélaga getur líka verið dýrmætur hvati sem hjálpar okkur af stað á morgnana. Líkt og ef um vinnustað ræðir; við höfum flest þörf fyrir að vera í tengslum við fólk og hafa félagsskap yfir kaffi eða hádegismat. Útlit er fyrir að við þurfum að aðlaga okkur að síbreytilegu umhverfi, að reglur séu hertar og þeim slakað á víxl. Eins og staðan er í dag er líklegt að við þurfum að aðlaga okkur að því að til skiptis verði reglur hertar og svo slakað á þeim. Það gæti því verið gott að eiga bjargráð við því þegar okkur þykir erfitt að viðhalda góðri rútínu vegna þess að aðstæður breytast í sífellu. Hér koma nokkur ráð fyrir nemendur á tímum Covid-19: Vaknaðu á sama tíma og þú myndir gera ef þú værir að mæta í skólann. Ef þú ferð vanalega í sturtu, hefur þig til og borðar morgunmat skaltu gera það þótt þú verðir heima í dag. Farðu líka að sofa á sama tíma og venjulega á kvöldin. Ef kostur er, farðu úr svefnherberginu þegar þú vaknar og skildu við það eins og þú vilt koma að því, til dæmis getur verið gott að búa um rúm, draga frá og opna glugga. Forðastu að læra í rúminu eða að sækja fjarfyrirlestra þaðan. Það hefur góð áhrif á nætursvefninn ef rúmið er aðeins staður til að sofa á. Ákveddu daginn áður hvað hvar þú ætlar að setjast niður með tölvuna til að mæta á fjarfyrirlestur og sinna náminu. Skipuleggðu daginn bæði út frá námi og frítíma. Stundum finnst fólki það þurfa að læra svo mikið að það á engan frítíma. Það er mikilvægt hvort sem um vinnu eða nám ræðir að gefa sér tíma fyrir það að rækta tengsl við vini og fjölskyldu, sinna áhugamálum og hreyfa sig. Þetta eru hlutir sem gefa okkur kraft til að standast álag í vinnu og skóla. Hugsaðu þér að þú sinnir náminu eins og þú myndir sinna starfi. Þegar vinnudegi er lokið ferð þú að gera eitthvað annað. Forðastu að fresta verkefnum og því að læra. Prófaðu að ákveða að þú ætlir að læra t.d. á milli kl. 12 og 14, sama í hvernig stuði þú ert. Láttu tímasetningu ráða för en ekki líðan þína. Þegar við frestum staflast verkefnin upp og verða til þess að við höldum áfram að fresta þangað til við komumst ekki upp með það og lendum í því að gera hlutina í miklu flýti. Flestum finnst það óþægilegt og væru til í að koma í veg fyrir það. Ákveddu hversu lengi þú ætlar að læra en ekki hve mikið efni þú ætlar þér að komast yfir. Ef þú ákveður að lesa í klukkutíma og sjá hve langt þú kemst getur það verið minni pressa en að ákveða að þú ætlir að klára að lesa 40 blaðsíðna grein á klukkutíma. Ef það virkar yfirþyrmandi að klára 40 blaðsíður á klukkutíma er ansi líklegt að við frestum því. Það að gefa sér ákveðið margar klukkustundir á dag í að læra leiðir til þess að við þokumst áfram. Stattu upp frá lærdómnum og fáðu þér ferskt loft. Það að taka pásur, standa upp og teygja úr sér, fá sér eitthvað að drekka eða borða eða fara í stuttan göngutúr getur verið upplífgandi og gefið okkur orku til að halda áfram. Stundum segist fólk ekki hafa tíma fyrir pásu og þá er einmitt mikilvægast af öllu að taka pásu! Ekki ætla þér um of og forðastu að einblína á einkunnir. Spurðu þig hvers vegna þú leggur stund á þetta nám. Er það til þess að fá háar einkunnir? Eða er það vegna þess að þú hefur áhuga á faginu? Hvert er viðhorf þitt til námsins og getur þú reynt að njóta þess sem það hefur upp á að bjóða? Það er eðlilegt að stundum gangi vel og stundum illa og ekki vænlegt að ætla sér að vera alltaf framúrskarandi. Ef þér líður illa, talaðu um það við einhvern sem þú treystir. Það er betra að ræða um það hvernig okkur líður en að byrgja það innra með okkur. Mörg finna fyrir kvíða og depurð á tímum Covid-19 eða við breytingar og álag og það er ekkert til að skammast sín fyrir. Oft er nóg að tala við góðan vin, fjölskyldumeðlim eða kennara en stundum er gott að fá aðstoð frá fagfólki. 1Skipuleggðu eitthvað skemmtilegt og leyfðu þér að hlakka til. Það er gott að hafa eitthvað spennandi framundan til að hugsa til. Þó að takmarkanir séu margvíslegar þá er vel hægt að finna upp á einhverju skemmtilegu með sínu fólki. Ekki fresta því! Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hulda Jónsdóttir Tölgyes Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðna mánuði hefur þjóðin gengið í gegnum rússíbanareið hvað varðar breytt líferni og reglur um hegðun. Covid-19 hefur haft áhrif á okkur öll, mörg okkar hafa þurft að vinna að heiman og kennsla hefur víða farið fram með rafrænum hætti. Nemendur fara ekki varhluta af því hversu laust margt er í reipunum og skiljanlega er erfitt að halda sér í rútínu. Það að mæta í skólann, taka þátt í umræðum og hópavinnu og hitta skólafélaga er stór hluti af því að vera í námi. Það að hitta skólafélaga getur líka verið dýrmætur hvati sem hjálpar okkur af stað á morgnana. Líkt og ef um vinnustað ræðir; við höfum flest þörf fyrir að vera í tengslum við fólk og hafa félagsskap yfir kaffi eða hádegismat. Útlit er fyrir að við þurfum að aðlaga okkur að síbreytilegu umhverfi, að reglur séu hertar og þeim slakað á víxl. Eins og staðan er í dag er líklegt að við þurfum að aðlaga okkur að því að til skiptis verði reglur hertar og svo slakað á þeim. Það gæti því verið gott að eiga bjargráð við því þegar okkur þykir erfitt að viðhalda góðri rútínu vegna þess að aðstæður breytast í sífellu. Hér koma nokkur ráð fyrir nemendur á tímum Covid-19: Vaknaðu á sama tíma og þú myndir gera ef þú værir að mæta í skólann. Ef þú ferð vanalega í sturtu, hefur þig til og borðar morgunmat skaltu gera það þótt þú verðir heima í dag. Farðu líka að sofa á sama tíma og venjulega á kvöldin. Ef kostur er, farðu úr svefnherberginu þegar þú vaknar og skildu við það eins og þú vilt koma að því, til dæmis getur verið gott að búa um rúm, draga frá og opna glugga. Forðastu að læra í rúminu eða að sækja fjarfyrirlestra þaðan. Það hefur góð áhrif á nætursvefninn ef rúmið er aðeins staður til að sofa á. Ákveddu daginn áður hvað hvar þú ætlar að setjast niður með tölvuna til að mæta á fjarfyrirlestur og sinna náminu. Skipuleggðu daginn bæði út frá námi og frítíma. Stundum finnst fólki það þurfa að læra svo mikið að það á engan frítíma. Það er mikilvægt hvort sem um vinnu eða nám ræðir að gefa sér tíma fyrir það að rækta tengsl við vini og fjölskyldu, sinna áhugamálum og hreyfa sig. Þetta eru hlutir sem gefa okkur kraft til að standast álag í vinnu og skóla. Hugsaðu þér að þú sinnir náminu eins og þú myndir sinna starfi. Þegar vinnudegi er lokið ferð þú að gera eitthvað annað. Forðastu að fresta verkefnum og því að læra. Prófaðu að ákveða að þú ætlir að læra t.d. á milli kl. 12 og 14, sama í hvernig stuði þú ert. Láttu tímasetningu ráða för en ekki líðan þína. Þegar við frestum staflast verkefnin upp og verða til þess að við höldum áfram að fresta þangað til við komumst ekki upp með það og lendum í því að gera hlutina í miklu flýti. Flestum finnst það óþægilegt og væru til í að koma í veg fyrir það. Ákveddu hversu lengi þú ætlar að læra en ekki hve mikið efni þú ætlar þér að komast yfir. Ef þú ákveður að lesa í klukkutíma og sjá hve langt þú kemst getur það verið minni pressa en að ákveða að þú ætlir að klára að lesa 40 blaðsíðna grein á klukkutíma. Ef það virkar yfirþyrmandi að klára 40 blaðsíður á klukkutíma er ansi líklegt að við frestum því. Það að gefa sér ákveðið margar klukkustundir á dag í að læra leiðir til þess að við þokumst áfram. Stattu upp frá lærdómnum og fáðu þér ferskt loft. Það að taka pásur, standa upp og teygja úr sér, fá sér eitthvað að drekka eða borða eða fara í stuttan göngutúr getur verið upplífgandi og gefið okkur orku til að halda áfram. Stundum segist fólk ekki hafa tíma fyrir pásu og þá er einmitt mikilvægast af öllu að taka pásu! Ekki ætla þér um of og forðastu að einblína á einkunnir. Spurðu þig hvers vegna þú leggur stund á þetta nám. Er það til þess að fá háar einkunnir? Eða er það vegna þess að þú hefur áhuga á faginu? Hvert er viðhorf þitt til námsins og getur þú reynt að njóta þess sem það hefur upp á að bjóða? Það er eðlilegt að stundum gangi vel og stundum illa og ekki vænlegt að ætla sér að vera alltaf framúrskarandi. Ef þér líður illa, talaðu um það við einhvern sem þú treystir. Það er betra að ræða um það hvernig okkur líður en að byrgja það innra með okkur. Mörg finna fyrir kvíða og depurð á tímum Covid-19 eða við breytingar og álag og það er ekkert til að skammast sín fyrir. Oft er nóg að tala við góðan vin, fjölskyldumeðlim eða kennara en stundum er gott að fá aðstoð frá fagfólki. 1Skipuleggðu eitthvað skemmtilegt og leyfðu þér að hlakka til. Það er gott að hafa eitthvað spennandi framundan til að hugsa til. Þó að takmarkanir séu margvíslegar þá er vel hægt að finna upp á einhverju skemmtilegu með sínu fólki. Ekki fresta því! Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun