Nám á tímum Covid-19: 10 ráð Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar 23. september 2020 12:00 Síðastliðna mánuði hefur þjóðin gengið í gegnum rússíbanareið hvað varðar breytt líferni og reglur um hegðun. Covid-19 hefur haft áhrif á okkur öll, mörg okkar hafa þurft að vinna að heiman og kennsla hefur víða farið fram með rafrænum hætti. Nemendur fara ekki varhluta af því hversu laust margt er í reipunum og skiljanlega er erfitt að halda sér í rútínu. Það að mæta í skólann, taka þátt í umræðum og hópavinnu og hitta skólafélaga er stór hluti af því að vera í námi. Það að hitta skólafélaga getur líka verið dýrmætur hvati sem hjálpar okkur af stað á morgnana. Líkt og ef um vinnustað ræðir; við höfum flest þörf fyrir að vera í tengslum við fólk og hafa félagsskap yfir kaffi eða hádegismat. Útlit er fyrir að við þurfum að aðlaga okkur að síbreytilegu umhverfi, að reglur séu hertar og þeim slakað á víxl. Eins og staðan er í dag er líklegt að við þurfum að aðlaga okkur að því að til skiptis verði reglur hertar og svo slakað á þeim. Það gæti því verið gott að eiga bjargráð við því þegar okkur þykir erfitt að viðhalda góðri rútínu vegna þess að aðstæður breytast í sífellu. Hér koma nokkur ráð fyrir nemendur á tímum Covid-19: Vaknaðu á sama tíma og þú myndir gera ef þú værir að mæta í skólann. Ef þú ferð vanalega í sturtu, hefur þig til og borðar morgunmat skaltu gera það þótt þú verðir heima í dag. Farðu líka að sofa á sama tíma og venjulega á kvöldin. Ef kostur er, farðu úr svefnherberginu þegar þú vaknar og skildu við það eins og þú vilt koma að því, til dæmis getur verið gott að búa um rúm, draga frá og opna glugga. Forðastu að læra í rúminu eða að sækja fjarfyrirlestra þaðan. Það hefur góð áhrif á nætursvefninn ef rúmið er aðeins staður til að sofa á. Ákveddu daginn áður hvað hvar þú ætlar að setjast niður með tölvuna til að mæta á fjarfyrirlestur og sinna náminu. Skipuleggðu daginn bæði út frá námi og frítíma. Stundum finnst fólki það þurfa að læra svo mikið að það á engan frítíma. Það er mikilvægt hvort sem um vinnu eða nám ræðir að gefa sér tíma fyrir það að rækta tengsl við vini og fjölskyldu, sinna áhugamálum og hreyfa sig. Þetta eru hlutir sem gefa okkur kraft til að standast álag í vinnu og skóla. Hugsaðu þér að þú sinnir náminu eins og þú myndir sinna starfi. Þegar vinnudegi er lokið ferð þú að gera eitthvað annað. Forðastu að fresta verkefnum og því að læra. Prófaðu að ákveða að þú ætlir að læra t.d. á milli kl. 12 og 14, sama í hvernig stuði þú ert. Láttu tímasetningu ráða för en ekki líðan þína. Þegar við frestum staflast verkefnin upp og verða til þess að við höldum áfram að fresta þangað til við komumst ekki upp með það og lendum í því að gera hlutina í miklu flýti. Flestum finnst það óþægilegt og væru til í að koma í veg fyrir það. Ákveddu hversu lengi þú ætlar að læra en ekki hve mikið efni þú ætlar þér að komast yfir. Ef þú ákveður að lesa í klukkutíma og sjá hve langt þú kemst getur það verið minni pressa en að ákveða að þú ætlir að klára að lesa 40 blaðsíðna grein á klukkutíma. Ef það virkar yfirþyrmandi að klára 40 blaðsíður á klukkutíma er ansi líklegt að við frestum því. Það að gefa sér ákveðið margar klukkustundir á dag í að læra leiðir til þess að við þokumst áfram. Stattu upp frá lærdómnum og fáðu þér ferskt loft. Það að taka pásur, standa upp og teygja úr sér, fá sér eitthvað að drekka eða borða eða fara í stuttan göngutúr getur verið upplífgandi og gefið okkur orku til að halda áfram. Stundum segist fólk ekki hafa tíma fyrir pásu og þá er einmitt mikilvægast af öllu að taka pásu! Ekki ætla þér um of og forðastu að einblína á einkunnir. Spurðu þig hvers vegna þú leggur stund á þetta nám. Er það til þess að fá háar einkunnir? Eða er það vegna þess að þú hefur áhuga á faginu? Hvert er viðhorf þitt til námsins og getur þú reynt að njóta þess sem það hefur upp á að bjóða? Það er eðlilegt að stundum gangi vel og stundum illa og ekki vænlegt að ætla sér að vera alltaf framúrskarandi. Ef þér líður illa, talaðu um það við einhvern sem þú treystir. Það er betra að ræða um það hvernig okkur líður en að byrgja það innra með okkur. Mörg finna fyrir kvíða og depurð á tímum Covid-19 eða við breytingar og álag og það er ekkert til að skammast sín fyrir. Oft er nóg að tala við góðan vin, fjölskyldumeðlim eða kennara en stundum er gott að fá aðstoð frá fagfólki. 1Skipuleggðu eitthvað skemmtilegt og leyfðu þér að hlakka til. Það er gott að hafa eitthvað spennandi framundan til að hugsa til. Þó að takmarkanir séu margvíslegar þá er vel hægt að finna upp á einhverju skemmtilegu með sínu fólki. Ekki fresta því! Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hulda Jónsdóttir Tölgyes Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Síðastliðna mánuði hefur þjóðin gengið í gegnum rússíbanareið hvað varðar breytt líferni og reglur um hegðun. Covid-19 hefur haft áhrif á okkur öll, mörg okkar hafa þurft að vinna að heiman og kennsla hefur víða farið fram með rafrænum hætti. Nemendur fara ekki varhluta af því hversu laust margt er í reipunum og skiljanlega er erfitt að halda sér í rútínu. Það að mæta í skólann, taka þátt í umræðum og hópavinnu og hitta skólafélaga er stór hluti af því að vera í námi. Það að hitta skólafélaga getur líka verið dýrmætur hvati sem hjálpar okkur af stað á morgnana. Líkt og ef um vinnustað ræðir; við höfum flest þörf fyrir að vera í tengslum við fólk og hafa félagsskap yfir kaffi eða hádegismat. Útlit er fyrir að við þurfum að aðlaga okkur að síbreytilegu umhverfi, að reglur séu hertar og þeim slakað á víxl. Eins og staðan er í dag er líklegt að við þurfum að aðlaga okkur að því að til skiptis verði reglur hertar og svo slakað á þeim. Það gæti því verið gott að eiga bjargráð við því þegar okkur þykir erfitt að viðhalda góðri rútínu vegna þess að aðstæður breytast í sífellu. Hér koma nokkur ráð fyrir nemendur á tímum Covid-19: Vaknaðu á sama tíma og þú myndir gera ef þú værir að mæta í skólann. Ef þú ferð vanalega í sturtu, hefur þig til og borðar morgunmat skaltu gera það þótt þú verðir heima í dag. Farðu líka að sofa á sama tíma og venjulega á kvöldin. Ef kostur er, farðu úr svefnherberginu þegar þú vaknar og skildu við það eins og þú vilt koma að því, til dæmis getur verið gott að búa um rúm, draga frá og opna glugga. Forðastu að læra í rúminu eða að sækja fjarfyrirlestra þaðan. Það hefur góð áhrif á nætursvefninn ef rúmið er aðeins staður til að sofa á. Ákveddu daginn áður hvað hvar þú ætlar að setjast niður með tölvuna til að mæta á fjarfyrirlestur og sinna náminu. Skipuleggðu daginn bæði út frá námi og frítíma. Stundum finnst fólki það þurfa að læra svo mikið að það á engan frítíma. Það er mikilvægt hvort sem um vinnu eða nám ræðir að gefa sér tíma fyrir það að rækta tengsl við vini og fjölskyldu, sinna áhugamálum og hreyfa sig. Þetta eru hlutir sem gefa okkur kraft til að standast álag í vinnu og skóla. Hugsaðu þér að þú sinnir náminu eins og þú myndir sinna starfi. Þegar vinnudegi er lokið ferð þú að gera eitthvað annað. Forðastu að fresta verkefnum og því að læra. Prófaðu að ákveða að þú ætlir að læra t.d. á milli kl. 12 og 14, sama í hvernig stuði þú ert. Láttu tímasetningu ráða för en ekki líðan þína. Þegar við frestum staflast verkefnin upp og verða til þess að við höldum áfram að fresta þangað til við komumst ekki upp með það og lendum í því að gera hlutina í miklu flýti. Flestum finnst það óþægilegt og væru til í að koma í veg fyrir það. Ákveddu hversu lengi þú ætlar að læra en ekki hve mikið efni þú ætlar þér að komast yfir. Ef þú ákveður að lesa í klukkutíma og sjá hve langt þú kemst getur það verið minni pressa en að ákveða að þú ætlir að klára að lesa 40 blaðsíðna grein á klukkutíma. Ef það virkar yfirþyrmandi að klára 40 blaðsíður á klukkutíma er ansi líklegt að við frestum því. Það að gefa sér ákveðið margar klukkustundir á dag í að læra leiðir til þess að við þokumst áfram. Stattu upp frá lærdómnum og fáðu þér ferskt loft. Það að taka pásur, standa upp og teygja úr sér, fá sér eitthvað að drekka eða borða eða fara í stuttan göngutúr getur verið upplífgandi og gefið okkur orku til að halda áfram. Stundum segist fólk ekki hafa tíma fyrir pásu og þá er einmitt mikilvægast af öllu að taka pásu! Ekki ætla þér um of og forðastu að einblína á einkunnir. Spurðu þig hvers vegna þú leggur stund á þetta nám. Er það til þess að fá háar einkunnir? Eða er það vegna þess að þú hefur áhuga á faginu? Hvert er viðhorf þitt til námsins og getur þú reynt að njóta þess sem það hefur upp á að bjóða? Það er eðlilegt að stundum gangi vel og stundum illa og ekki vænlegt að ætla sér að vera alltaf framúrskarandi. Ef þér líður illa, talaðu um það við einhvern sem þú treystir. Það er betra að ræða um það hvernig okkur líður en að byrgja það innra með okkur. Mörg finna fyrir kvíða og depurð á tímum Covid-19 eða við breytingar og álag og það er ekkert til að skammast sín fyrir. Oft er nóg að tala við góðan vin, fjölskyldumeðlim eða kennara en stundum er gott að fá aðstoð frá fagfólki. 1Skipuleggðu eitthvað skemmtilegt og leyfðu þér að hlakka til. Það er gott að hafa eitthvað spennandi framundan til að hugsa til. Þó að takmarkanir séu margvíslegar þá er vel hægt að finna upp á einhverju skemmtilegu með sínu fólki. Ekki fresta því! Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar