Tölur sýna samdráttinn í ferðaþjónustunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2020 09:21 Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á ferðaþjónustuna hér á landi. Vísir/Vilhelm Mikill samdráttur var í fjölda starfandi hjá fyrirtækjum og stofnunum í greinum ferðaþjónustunnar í júlí 2020 á milli ára. Það sama má segja um heildarlaunagreiðslur í ferðaþjónustu. Þetta kemur fram á á vef Hagstofunnar sem birtir tölfræði þess efnis sem unnin er upp úr mánaðarlegri tilraunatölfræði um staðgreiðsluskyldar launatekjur og talnaefni um fjölda starfandi samkvæmt staðgreiðsluskrá Skattsins. Á vef Hagstofunnar segir að árið 2020 hafi verið töluverðar breytingar á heildarlaunagreiðslum í ferðaþjónustu. Þrátt fyrir 10 prósent hækkun á milli júní og júlí voru heildarlaunagreiðslur um 31 prósent lægri í júlí 2020 en í júlí 2019. Mynd/Hagstofa Íslands Þá jókst fjöldi starfa í greinum ferðaþjónustunnar um tæp fjögur prósent á milli júní og júlí 2020, en hafði fækkað um tæp 33 prósent á milli ára. „Við nánari skoðun á einkennandi greinum ferðaþjónustu sést að fjöldi starfandi við ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og aðra bókunarþjónustu dróst saman um 43% og 44% starfandi við rekstur gististaða,“ segir á vef Hagstofunnar. Þar kemur einnig fram að heildarlaunasumma staðgreiðsluskyldra launa á vinnumarkaðnum haf í heild sinni lækkað lítillega á milli júní og júlí 2020 eða um 0,8 prósent en breytingin á milli júlí 2019 og 2020 sé meiri, eða 3,1 prósent lækkun. Fjöldi starfandi jókst um eitt prósent á milli mánaða en ef horft er til júlí 2019 fækkaði starfandi um tæplega fjögur prósent. Gera má ráð fyrir því að flestir sem misstu störf sín í mars eða apríl á þessu ári hafi fengið síðustu útborgun vegna uppsagnarfrests í júlí og ágúst. Því má ætla að breytingar á vinnumarkaði séu enn ekki komnar fram að fullu í gögnunum, að því er segir á vef Hagstofunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Sjá meira
Mikill samdráttur var í fjölda starfandi hjá fyrirtækjum og stofnunum í greinum ferðaþjónustunnar í júlí 2020 á milli ára. Það sama má segja um heildarlaunagreiðslur í ferðaþjónustu. Þetta kemur fram á á vef Hagstofunnar sem birtir tölfræði þess efnis sem unnin er upp úr mánaðarlegri tilraunatölfræði um staðgreiðsluskyldar launatekjur og talnaefni um fjölda starfandi samkvæmt staðgreiðsluskrá Skattsins. Á vef Hagstofunnar segir að árið 2020 hafi verið töluverðar breytingar á heildarlaunagreiðslum í ferðaþjónustu. Þrátt fyrir 10 prósent hækkun á milli júní og júlí voru heildarlaunagreiðslur um 31 prósent lægri í júlí 2020 en í júlí 2019. Mynd/Hagstofa Íslands Þá jókst fjöldi starfa í greinum ferðaþjónustunnar um tæp fjögur prósent á milli júní og júlí 2020, en hafði fækkað um tæp 33 prósent á milli ára. „Við nánari skoðun á einkennandi greinum ferðaþjónustu sést að fjöldi starfandi við ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og aðra bókunarþjónustu dróst saman um 43% og 44% starfandi við rekstur gististaða,“ segir á vef Hagstofunnar. Þar kemur einnig fram að heildarlaunasumma staðgreiðsluskyldra launa á vinnumarkaðnum haf í heild sinni lækkað lítillega á milli júní og júlí 2020 eða um 0,8 prósent en breytingin á milli júlí 2019 og 2020 sé meiri, eða 3,1 prósent lækkun. Fjöldi starfandi jókst um eitt prósent á milli mánaða en ef horft er til júlí 2019 fækkaði starfandi um tæplega fjögur prósent. Gera má ráð fyrir því að flestir sem misstu störf sín í mars eða apríl á þessu ári hafi fengið síðustu útborgun vegna uppsagnarfrests í júlí og ágúst. Því má ætla að breytingar á vinnumarkaði séu enn ekki komnar fram að fullu í gögnunum, að því er segir á vef Hagstofunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Sjá meira