Samfélagsmiðlar loga: „Þau eru hjá mér“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2020 10:59 Egypska fjölskyldan. Hjón með fjögur börn sem hafa dvalið hér á landi í rúmlega tvö ár. Vísir/Nadine „Jæja, þá eru egypsku krakkarnir komnir í háttinn og við fullorðna fólkið getum slakað á.“ Þetta skrifar Haukur nokkur Guðmundsson, Facebook-notandi, sem er einn fjölmargra sem tjá sig undir myllumerkinu #þaueruhjámér. Vísar hann til egypsku Khedr-fjölskyldunnar sem fer huldu höfði hér á landi. Má ætla af færslunni að fjölskyldan sé í góðu yfirlæti hjá Hauki. Hægt væri að kalla færslur á borð við Hauks afvegaleiðingu vegna leitar lögreglu en réttara væri líklega að segja að um stuðningsyfirlýsingu sé að ræða vegna egypsku fjölskyldunnar sem stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur lýst eftir. Til stóð að vísa Khedr-fjölskyldunni, foreldrum og fjórum börnum þeirra, úr landi á miðvikudag. Fjölskyldan var farin í felur þegar fulltrúar stoðdeildar mættu til að fylgja henni úr landi. Fjölskyldan er því talin dvelja hér enn. Áslaug Arna var spurð út í stöðu mála eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Stoðdeild ríkislögreglustjóra sendi í gærkvöldi frá sér tilkynningu þar sem formlega er lýst eftir Khedr-fjölskyldunni. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, lagði í gær fram stefnu og beiðni um flýtimeðferð í máli fjölskyldunnar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann segir stjórnvöld ekki hafa framkvæmt sjálfstætt og heildstætt mat á hagsmunum barnanna. Stoðdeild lögreglu óskaði eftir ábendingum frá almenningi: „Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir fjölskyldunnar eða vita hvar hún er niðurkomin eru beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið stoddeild@logreglan.is,“ segir í tilkynningunni. Fjölmargir hafa orðið við beiðninni og fullyrða að fjölskyldan haldi til hjá sér. Að neðan má sjá brot af færslunum á samfélagsmiðlum. Þessar elskur dvelja í góðu yfirlæti í Grafarvogi. #Þaueruhjamer pic.twitter.com/O4pHEbDukF— 𝕰𝖌𝖎𝖑𝖑 𝕳𝖆𝖗𝖉𝖆𝖗 (@egillhardar) September 22, 2020 Yfirvöld lýsa formlega eftir egypsku fjölskyldunni. Það þarf ekkert að leita. Þau eru hjá mér. #þaueruhjámér https://t.co/CZCM0xddCk— Svala Jonsdottir (@svalaj) September 21, 2020 Við höfum það bara huggulegt hérna í Hafnarfirðinum.#þaueruhjámér pic.twitter.com/s6JWghqzxn— Sæunn I. Marinós (@saeunnim) September 21, 2020 Þau eru að ráfa upp og niður göngugötuna á Laugavegi, vissara kannski að hafa bara stöðuga lögregluvakt þar? #þaueruhjámér— Unnur Margrét (@unnurmargret) September 21, 2020 Dreymdi í nótt að egypska fjölskyldan væri fjölskyldan mín. Stoðdeildin var komin að sækja okkur og ég hef aldrei vaknað jafn hrædd. Ég hata þetta svo mikið. Nú er tíminn til að pönkast. #Þaueruhjamer pic.twitter.com/HPdoo5cQN3— Sóla Þorsteinsdóttir (@solatho) September 22, 2020 #þaueruhjámér að hlusta á Sonic Youth og ræða heima og geima.— BjarniBjarniBjarni (@HerraBRE) September 21, 2020 #þaueruhjámér á suðurlandi bara rúntandi meðfram suðurströndinni— Birna Benedikts (@BirnaBenedikts) September 21, 2020 Vitleysa, #þaueruhjamer að slaka á yfir Gilmore girls með popp og kók. https://t.co/HAe76gXyBP— Íris Ellenberger (@sverdlilja) September 21, 2020 Erum að setja Blossa í tækið og poppa #þaueruhjámér— Nr. 1 fan of Blossi/810551 (@HHjartardottir) September 21, 2020 Love on the Spectrum er fallegasta sjónvarpsefni sem ég hef séð lengi. Egypska fjölskyldan er á sama máli. #þaueruhjámér— Maja (@majarokk) September 21, 2020 Ég lánaði þeim húsbíl frænda míns. Þau eru á tjaldsvæðinu á Akranesi #þaueruhjámér— beggi dan (@beggidan) September 21, 2020 Look no further, höfum það huggulegt hérna á Válastígnum. #þaueruhjámér https://t.co/TtyREVjCJJ— Hildur ♀ (@hillldur) September 21, 2020 Þeim finnst mjög kósí í bílskúrnum okkar! #þaueruhjámér https://t.co/yFCUJ0Udg1— Reyn Alpha (@haframjolk) September 21, 2020 Það þýðir ekkert, #Þaueruhjámér í Seattle. Það er lítið um heimsóknir vegna heimsfaraldurs og nóg pláss. https://t.co/ixuzWlvVSY— Kristjana Ásbjörnsdóttir MPH&PhD (@kristjanahronn) September 21, 2020 Held ég hafi séð þau í Vesturbænum í dag. Voru með andlitsgrímur og pössuðu vel upp á tveggja metra regluna. Allt upp á tíu. #þaueruhjámér— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) September 22, 2020 Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Samfélagsmiðlar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
„Jæja, þá eru egypsku krakkarnir komnir í háttinn og við fullorðna fólkið getum slakað á.“ Þetta skrifar Haukur nokkur Guðmundsson, Facebook-notandi, sem er einn fjölmargra sem tjá sig undir myllumerkinu #þaueruhjámér. Vísar hann til egypsku Khedr-fjölskyldunnar sem fer huldu höfði hér á landi. Má ætla af færslunni að fjölskyldan sé í góðu yfirlæti hjá Hauki. Hægt væri að kalla færslur á borð við Hauks afvegaleiðingu vegna leitar lögreglu en réttara væri líklega að segja að um stuðningsyfirlýsingu sé að ræða vegna egypsku fjölskyldunnar sem stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur lýst eftir. Til stóð að vísa Khedr-fjölskyldunni, foreldrum og fjórum börnum þeirra, úr landi á miðvikudag. Fjölskyldan var farin í felur þegar fulltrúar stoðdeildar mættu til að fylgja henni úr landi. Fjölskyldan er því talin dvelja hér enn. Áslaug Arna var spurð út í stöðu mála eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Stoðdeild ríkislögreglustjóra sendi í gærkvöldi frá sér tilkynningu þar sem formlega er lýst eftir Khedr-fjölskyldunni. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, lagði í gær fram stefnu og beiðni um flýtimeðferð í máli fjölskyldunnar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann segir stjórnvöld ekki hafa framkvæmt sjálfstætt og heildstætt mat á hagsmunum barnanna. Stoðdeild lögreglu óskaði eftir ábendingum frá almenningi: „Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir fjölskyldunnar eða vita hvar hún er niðurkomin eru beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið stoddeild@logreglan.is,“ segir í tilkynningunni. Fjölmargir hafa orðið við beiðninni og fullyrða að fjölskyldan haldi til hjá sér. Að neðan má sjá brot af færslunum á samfélagsmiðlum. Þessar elskur dvelja í góðu yfirlæti í Grafarvogi. #Þaueruhjamer pic.twitter.com/O4pHEbDukF— 𝕰𝖌𝖎𝖑𝖑 𝕳𝖆𝖗𝖉𝖆𝖗 (@egillhardar) September 22, 2020 Yfirvöld lýsa formlega eftir egypsku fjölskyldunni. Það þarf ekkert að leita. Þau eru hjá mér. #þaueruhjámér https://t.co/CZCM0xddCk— Svala Jonsdottir (@svalaj) September 21, 2020 Við höfum það bara huggulegt hérna í Hafnarfirðinum.#þaueruhjámér pic.twitter.com/s6JWghqzxn— Sæunn I. Marinós (@saeunnim) September 21, 2020 Þau eru að ráfa upp og niður göngugötuna á Laugavegi, vissara kannski að hafa bara stöðuga lögregluvakt þar? #þaueruhjámér— Unnur Margrét (@unnurmargret) September 21, 2020 Dreymdi í nótt að egypska fjölskyldan væri fjölskyldan mín. Stoðdeildin var komin að sækja okkur og ég hef aldrei vaknað jafn hrædd. Ég hata þetta svo mikið. Nú er tíminn til að pönkast. #Þaueruhjamer pic.twitter.com/HPdoo5cQN3— Sóla Þorsteinsdóttir (@solatho) September 22, 2020 #þaueruhjámér að hlusta á Sonic Youth og ræða heima og geima.— BjarniBjarniBjarni (@HerraBRE) September 21, 2020 #þaueruhjámér á suðurlandi bara rúntandi meðfram suðurströndinni— Birna Benedikts (@BirnaBenedikts) September 21, 2020 Vitleysa, #þaueruhjamer að slaka á yfir Gilmore girls með popp og kók. https://t.co/HAe76gXyBP— Íris Ellenberger (@sverdlilja) September 21, 2020 Erum að setja Blossa í tækið og poppa #þaueruhjámér— Nr. 1 fan of Blossi/810551 (@HHjartardottir) September 21, 2020 Love on the Spectrum er fallegasta sjónvarpsefni sem ég hef séð lengi. Egypska fjölskyldan er á sama máli. #þaueruhjámér— Maja (@majarokk) September 21, 2020 Ég lánaði þeim húsbíl frænda míns. Þau eru á tjaldsvæðinu á Akranesi #þaueruhjámér— beggi dan (@beggidan) September 21, 2020 Look no further, höfum það huggulegt hérna á Válastígnum. #þaueruhjámér https://t.co/TtyREVjCJJ— Hildur ♀ (@hillldur) September 21, 2020 Þeim finnst mjög kósí í bílskúrnum okkar! #þaueruhjámér https://t.co/yFCUJ0Udg1— Reyn Alpha (@haframjolk) September 21, 2020 Það þýðir ekkert, #Þaueruhjámér í Seattle. Það er lítið um heimsóknir vegna heimsfaraldurs og nóg pláss. https://t.co/ixuzWlvVSY— Kristjana Ásbjörnsdóttir MPH&PhD (@kristjanahronn) September 21, 2020 Held ég hafi séð þau í Vesturbænum í dag. Voru með andlitsgrímur og pössuðu vel upp á tveggja metra regluna. Allt upp á tíu. #þaueruhjámér— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) September 22, 2020
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Samfélagsmiðlar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?