150 í viðbót í sóttkví og þeirra á meðal forstjórinn Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 21. september 2020 11:03 Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarmaður forstjóra eru á meðal 150 starfsmanna Landspítalans sem eru komin í sóttkví. Til viðbótar eru 100 í úrvinnslusóttkví sem Páll reiknar með að fari fljótt fækkandi. Vísir/Vilhelm Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er meðal 150 starfsmanna spítalans sem eru í sóttkví. Fjórtán starfsmenn eru smitaðir af Covid-19 og spítalinn á hættustigi. „Ég er kominn í sóttkví frá því í gærkvöldi. Í rauninni telur hún frá föstudeginum síðasta. Ég fór í próf í gær sem var neikvæð. Það þarf að fylgja því eftir með öðru prófi seinna í vikunni, samkvæmt reglum.“ Um er að ræða fjórtán smit alls. Níu sem komu upp á skrifstofu Landspítalans en önnur dreifð hér og þar sem virðist ekki tengd. „Til að fylgja öllum reglum er fjöldi í sóttkví, alls 150 manns. Svo 100 í viðbót í úrvinnslusóttkví en við gerum ráð fyrir að verði létt af mörgum í dag.“ Forstjórinn segir smit og sóttkví þó ekki skerða þjónustu. „Margir geta unnið heima, sérstaklega fólk í skrifstofustörfum. Sem betur fer hefur ekki orðið klasasýking í tengslum við smit sem kom upp í skurðlækningaþjónustu. Þannig að við gátum skipulagt þar vaktir um helgina án þess að það truflaði þjónustu.“ Mjög mikilvægt sé að bregðast mjög hratt við. „Við settum spítalann á hættustig í gær vegna þess að við teljum að smit starfsmanna geti ógnað þjónustu spítalans. Við setjum upp algjöra grímuskyldu á spítalanum, fólk þarf að viðhalda tveggja metra reglu, halda fjarfundi og vinna heima þar sem tök eru á,“ segir Páll. „Spítalinn er á hættustigi og við erum að grípa til töluvert margra ráða til að tryggja að við höfum stjórn á þessum sýkingum og að ekki verði klasar,“ segir Páll. Hann nefnir sem dæmi að tekin hafi verið upp skömmtun á mat í matsölum í stað sjálfskömmtunar. Páll segist sjálfur við hestaheilsu, sinni vinnu að heiman í gegnum síma og fjarfundabúnað. Fréttin hefur verið uppfærð. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er meðal 150 starfsmanna spítalans sem eru í sóttkví. Fjórtán starfsmenn eru smitaðir af Covid-19 og spítalinn á hættustigi. „Ég er kominn í sóttkví frá því í gærkvöldi. Í rauninni telur hún frá föstudeginum síðasta. Ég fór í próf í gær sem var neikvæð. Það þarf að fylgja því eftir með öðru prófi seinna í vikunni, samkvæmt reglum.“ Um er að ræða fjórtán smit alls. Níu sem komu upp á skrifstofu Landspítalans en önnur dreifð hér og þar sem virðist ekki tengd. „Til að fylgja öllum reglum er fjöldi í sóttkví, alls 150 manns. Svo 100 í viðbót í úrvinnslusóttkví en við gerum ráð fyrir að verði létt af mörgum í dag.“ Forstjórinn segir smit og sóttkví þó ekki skerða þjónustu. „Margir geta unnið heima, sérstaklega fólk í skrifstofustörfum. Sem betur fer hefur ekki orðið klasasýking í tengslum við smit sem kom upp í skurðlækningaþjónustu. Þannig að við gátum skipulagt þar vaktir um helgina án þess að það truflaði þjónustu.“ Mjög mikilvægt sé að bregðast mjög hratt við. „Við settum spítalann á hættustig í gær vegna þess að við teljum að smit starfsmanna geti ógnað þjónustu spítalans. Við setjum upp algjöra grímuskyldu á spítalanum, fólk þarf að viðhalda tveggja metra reglu, halda fjarfundi og vinna heima þar sem tök eru á,“ segir Páll. „Spítalinn er á hættustigi og við erum að grípa til töluvert margra ráða til að tryggja að við höfum stjórn á þessum sýkingum og að ekki verði klasar,“ segir Páll. Hann nefnir sem dæmi að tekin hafi verið upp skömmtun á mat í matsölum í stað sjálfskömmtunar. Páll segist sjálfur við hestaheilsu, sinni vinnu að heiman í gegnum síma og fjarfundabúnað. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira