Tryggvi Hrafn: Ég mun renna út af samning og svo ætla ég að sjá hvað kemur upp eftir það Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2020 18:45 Tryggvi Hrafn var ekki sáttur með tapið gegn Valsmönnum í kvöld. vísir/bára Tryggvi Hrafn var svekktur með 2-4 tap gegn Val á Akranesi fyrr í dag í há dramatískum fótboltaleik. „Vonbrigði að tapa. Vonbrigði með frammistöðu okkar, að gefa þeim mörk. Við vorum mjög góðir í lok leiks, þeir sem komu inn á stóðu sig vel. Við hefðum átt að fá tækifæri að jafna í lokin þegar við áttum að fá víti,“ sagði Tryggvi í viðtali eftir leik. Tryggvi var ánægður með leikinn framan af en mörkin sem ÍA gaf Val voru óásættanleg. „Við héldum fínu shape-i í dag en við gefum þeim samt tvö mörk og það er erfitt að koma til baka gegn Val þegar maður gefur þeim mörk,“ bætti Tryggvi við. Það ætlaði allt að fara á annan enda á 90. mínútu leiksins þegar boltinn virðist fara í höndina á Rasmus Christiansen og allt skagaliðið gjörsamlega trompaðist þegar Guðmundur Ársæll, dómari leiksins, ætlaði ekki að dæma vítaspyrnu. „Miðað við það sem ég sé þá er náttúrulega bara brandari að hann hafi ekki flautað. Hann [Rasmus] skutlar sér niður og ver boltann með höndinni. Línuvörðurinn segir í eyrnatækið að þetta sé víti en Guðmundur Ársæll virðist hunsa það. Ég veit ekki hvað Guðmundur er að gera þarna en þetta er bara djók,“ sagði Tryggvi virkilega pirraður. Framtíð Tryggva Hrafns og hvar hún liggur hefur verið mikið í umræðunni á flestum miðlum undanfarið. Aðspurður um framhaldið sagði Tryggvi: „Ég mun klára tímabilið með ÍA. Ég mun renna út af samning og svo ætla ég að sjá hvað kemur upp eftir það.“ ÍA leikur næst við Gróttu á Sunnudag. Tryggvi hefur ekki áhyggjur að erfitt verði að gíra sig upp í þann leik eftir tapið í dag. „Við verðum bara að nýta það hvernig við enduðum leikin hérna í dag og taka það með okkur inn í næsta leik um helgina,“ sagði Tryggvi Hrafn Haraldsson að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Valur 2-4 | Valur hefndi fyrir tapið á Hlíðarenda Topplið Vals lagði ÍA á Akranesi í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-4. 17. september 2020 18:25 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Tryggvi Hrafn var svekktur með 2-4 tap gegn Val á Akranesi fyrr í dag í há dramatískum fótboltaleik. „Vonbrigði að tapa. Vonbrigði með frammistöðu okkar, að gefa þeim mörk. Við vorum mjög góðir í lok leiks, þeir sem komu inn á stóðu sig vel. Við hefðum átt að fá tækifæri að jafna í lokin þegar við áttum að fá víti,“ sagði Tryggvi í viðtali eftir leik. Tryggvi var ánægður með leikinn framan af en mörkin sem ÍA gaf Val voru óásættanleg. „Við héldum fínu shape-i í dag en við gefum þeim samt tvö mörk og það er erfitt að koma til baka gegn Val þegar maður gefur þeim mörk,“ bætti Tryggvi við. Það ætlaði allt að fara á annan enda á 90. mínútu leiksins þegar boltinn virðist fara í höndina á Rasmus Christiansen og allt skagaliðið gjörsamlega trompaðist þegar Guðmundur Ársæll, dómari leiksins, ætlaði ekki að dæma vítaspyrnu. „Miðað við það sem ég sé þá er náttúrulega bara brandari að hann hafi ekki flautað. Hann [Rasmus] skutlar sér niður og ver boltann með höndinni. Línuvörðurinn segir í eyrnatækið að þetta sé víti en Guðmundur Ársæll virðist hunsa það. Ég veit ekki hvað Guðmundur er að gera þarna en þetta er bara djók,“ sagði Tryggvi virkilega pirraður. Framtíð Tryggva Hrafns og hvar hún liggur hefur verið mikið í umræðunni á flestum miðlum undanfarið. Aðspurður um framhaldið sagði Tryggvi: „Ég mun klára tímabilið með ÍA. Ég mun renna út af samning og svo ætla ég að sjá hvað kemur upp eftir það.“ ÍA leikur næst við Gróttu á Sunnudag. Tryggvi hefur ekki áhyggjur að erfitt verði að gíra sig upp í þann leik eftir tapið í dag. „Við verðum bara að nýta það hvernig við enduðum leikin hérna í dag og taka það með okkur inn í næsta leik um helgina,“ sagði Tryggvi Hrafn Haraldsson að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Valur 2-4 | Valur hefndi fyrir tapið á Hlíðarenda Topplið Vals lagði ÍA á Akranesi í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-4. 17. september 2020 18:25 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Leik lokið: ÍA - Valur 2-4 | Valur hefndi fyrir tapið á Hlíðarenda Topplið Vals lagði ÍA á Akranesi í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-4. 17. september 2020 18:25