Aðeins þriðjungur velur bílinn Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 17. september 2020 15:00 Nýleg könnun Maskínu um ferðavenjur á höfuðborgarsvæðinu er um margt áhugaverð. Fjöldi þeirra sem aka til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu fækkar úr 71,7% á seinasta ári í 63,3% í ár. Það sem meira er, þegar spurt er hvernig myndirðu kjósa að ferðast til og frá vinnu segjast 35,3% vilja fara akandi, 54% segjast myndu kjósa að fara með Strætó, gangandi eða hjólandi. Þetta sýnir nokkuð skýrt að allar hugmyndir um að fólk hafi valið bílinn standast ekki skoðun. Bílnotkun á höfuðborgarsvæðinu er skýrt dæmi um framboðsdrifna eftirspurn. Með því að fjárfesta í innviðum fyrir bíla á kostnað annara samgöngumáta og með því að skipuleggja höfuðborgarsvæðið með bílinn í fyrsta forgangi var það ekki fólkið sem valdi bílinn, heldur var bíllinn valinn fyrir fólk. Fyrir 10 árum var hafist handa við að vinda ofan af þessu og það skilar sér nú í minni bílnotkun. En við þurfum að gera enn betur ef við ætlum að mæta raunverulegri eftirspurn fólks. Covid hefur sýnt okkur hversu hratt samfélagið getur breyst. Aðlögunarhæfni stofnanna okkar og kerfa er til fyrirmyndar. Skólastjórnendur byltu kennsluháttum á nokkrum dögum seinasta vor. Velferðarþjónustan breytti starfsháttum sínum og varði okkar veikustu meðborgara. Flest öll höfum við nú setið okkar fyrstu fjarfundi, verslað í matinn á netinu og farið með grímu í klippingu. Kallið kom og samfélagið svaraði hratt og vel. Við fengum líka stuðning og leiðbeiningar og við skildum hvers vegna það þurfti að gera breytingar. Við þurfum að halda áfram að hlusta og breytast því að þótt Covid sé skýrari ógn í dag þá eru loftlagsbreytingar af mannavöldum viðvarandi og af þeim steðjar hætta fyrir allt mannkyn. Borgin hefur tekið skýra stefnu um að draga úr losun, meðal annars með því að breyta ferðavenjum. Áherslur borgarinnar á uppbyggingu hjólastíga, borgarlínu og fjölgun göngugatna eru ekki eingöngu nauðsynlegar til að bregðast við loftlagsvanda heldur eru þessar áherslur nákvæmlega það sem fólk vill. Aðeins þriðjungur velur bílinn, ríflega helmingur vill virka samgöngumáta. Á þetta þarf að hlusta og þess vegna ætlar Reykjavíkurborg að halda áfram að sækja fram með að gera borgina enn betri fyrir hjólandi, gangandi og Strætó. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Soffía Jónsdóttir Reykjavík Samgöngur Borgarstjórn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Umferðaröryggi Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nýleg könnun Maskínu um ferðavenjur á höfuðborgarsvæðinu er um margt áhugaverð. Fjöldi þeirra sem aka til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu fækkar úr 71,7% á seinasta ári í 63,3% í ár. Það sem meira er, þegar spurt er hvernig myndirðu kjósa að ferðast til og frá vinnu segjast 35,3% vilja fara akandi, 54% segjast myndu kjósa að fara með Strætó, gangandi eða hjólandi. Þetta sýnir nokkuð skýrt að allar hugmyndir um að fólk hafi valið bílinn standast ekki skoðun. Bílnotkun á höfuðborgarsvæðinu er skýrt dæmi um framboðsdrifna eftirspurn. Með því að fjárfesta í innviðum fyrir bíla á kostnað annara samgöngumáta og með því að skipuleggja höfuðborgarsvæðið með bílinn í fyrsta forgangi var það ekki fólkið sem valdi bílinn, heldur var bíllinn valinn fyrir fólk. Fyrir 10 árum var hafist handa við að vinda ofan af þessu og það skilar sér nú í minni bílnotkun. En við þurfum að gera enn betur ef við ætlum að mæta raunverulegri eftirspurn fólks. Covid hefur sýnt okkur hversu hratt samfélagið getur breyst. Aðlögunarhæfni stofnanna okkar og kerfa er til fyrirmyndar. Skólastjórnendur byltu kennsluháttum á nokkrum dögum seinasta vor. Velferðarþjónustan breytti starfsháttum sínum og varði okkar veikustu meðborgara. Flest öll höfum við nú setið okkar fyrstu fjarfundi, verslað í matinn á netinu og farið með grímu í klippingu. Kallið kom og samfélagið svaraði hratt og vel. Við fengum líka stuðning og leiðbeiningar og við skildum hvers vegna það þurfti að gera breytingar. Við þurfum að halda áfram að hlusta og breytast því að þótt Covid sé skýrari ógn í dag þá eru loftlagsbreytingar af mannavöldum viðvarandi og af þeim steðjar hætta fyrir allt mannkyn. Borgin hefur tekið skýra stefnu um að draga úr losun, meðal annars með því að breyta ferðavenjum. Áherslur borgarinnar á uppbyggingu hjólastíga, borgarlínu og fjölgun göngugatna eru ekki eingöngu nauðsynlegar til að bregðast við loftlagsvanda heldur eru þessar áherslur nákvæmlega það sem fólk vill. Aðeins þriðjungur velur bílinn, ríflega helmingur vill virka samgöngumáta. Á þetta þarf að hlusta og þess vegna ætlar Reykjavíkurborg að halda áfram að sækja fram með að gera borgina enn betri fyrir hjólandi, gangandi og Strætó. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar