Gengið til kjörklefa Helgi Týr Tumason skrifar 17. september 2020 12:00 Nú styttist óðfluga í kosningar í okkar umtalaða nýja sveitarfélagi. Laugardagurinn næstkomandi, 19. september, markar tímamót í okkar samfélagi og er gríðarstórt skref í átt að vonandi bættum tímum okkar íbúanna í sveitarfélaginu. Bæklingar og einblöðungar hafa streymt inn bréfalúgur kjósenda síðustu daga, sem nú þurfa að gera upp hug sinn um hverjum þeir treysta best til að sigla skútunni til nánustu framtíðar í okkar heimabyggðum, hafi þeir nú ekki þegar gert svo. Stiklað á stóru Ég sjálfur ákvað eftir smá umhugsun seinasta vor að það væri kominn tími fyrir mig til reyna að láta gott af mér leiða og ákvað að láta slag standa og vera með á framboðslista Miðflokksins. Þegar ég var beðinn um að vera í 3. Sæti á lista X-M að þá fór ég á fund með mörgum af þeim sem eru á listanum í komandi kosningum, og ég heillaðist mjög af þeirra hugsjónum og stefnum. Ég sá það strax að þarna var komið saman fólk sem að vildi öllu samfélaginu vel, og vildi kappkosta við að gera okkar sveitarfélag að eftirsóknarverðum byggðarkjörnum til að setjast að í, eignast þar fjölskyldur, og að starfa við þau störf sem við höfum áhuga á að vinna við, í sátt og samlyndi við umhverfi og náttúru. Horft til framtíðar Á okkar lista að þá erum við með ungt og framsækið fólk í efstu sætunum. Þar er gríðarmikil reynsla úr menningu og starfi að baki, en kannski ekki ýkja mikil reynsla á bakinu af sveitarstjórnarstörfum í heild sinni. Við höfum heyrt því fleytt fram að það sé ekki æskilegt að bjóða fram svo reynslulaust fólk á þessum sviðum, en þá vil ég spyrja á móti, af hverju ekki? Er ekki þvert á móti gagnlegt og gott að hafa ung og víðsýn augu sem hafa góða tilfinningu fyrir vilja og framtíðarsýn ungs fólks í fjórðungnum? Við þurfum ferskan blæ inn í nýtt sveitarfélag, og við þurfum að reyna að gera okkar allra besta í að markaðssetja Austurland og nýtt sveitarfélag sem áfangastað fyrir ungt fólk eftir nám. Við viljum að fólk geti sagt „hér er gott að búa“. Við þurfum að hugsa stórt í þessum efnum og til þess þurfum við bæði ungt og kraftmikið fólk sem hefur áhuga á því að bæta okkar góða samfélag, í bland við reynslu þeirra sem þegar hafa lagt hönd á plóginn í baráttu til bættra kjara í „gömlu sveitarfélögunum“. Við þurfum að horfa fram á veginn og hugsa „störf án staðsetninga“ í stað „staðsetningar án starfa“. Framtíðin er í okkar höndum. X-? Ég tel að við öll getum gert margt til að bæta okkar samfélag, og þá sérstaklega nú þegar við erum orðin að stærsta sveitarfélagi landsins að flatarmáli, og náum að verða í kringum 5.000 íbúar í nýskipaðri byggð. Ég tel að í krafti fjöldans að þá getum við náð fram betrumbættu atvinnulífi, samgöngum, menntunarmöguleikum og öllu því sem að auðugt og blómlegt samfélag ætti að hafa upp á að bjóða. Til þess þurfum við öll að vinna saman og ég hef fulla trú á okkur í fjórðungnum í þetta verkefni. Ég ætla ekki að sitja hér og segja ykkur að þið ættuð að frekar að stimpla við þennan ákveðna bókstaf, heldur en annan þegar þið gangið til kjörklefa á Laugardaginn kemur, það er gríðarmikið af góðu og glæsilegu fólki á öllum framboðslistum og á því leikur enginn vafi. Það sem ég GET hins vegar sagt ykkur er það, að við hjá X-M munum gera allt sem í valdi okkar stendur til að vera fyrst og fremst málefnalegur og góður forsvari ykkar íbúanna og af minni upplifun að þá get ég sagt ykkur með fullri vissu að allt það góða fólk sem stendur fyrir lista Miðflokksins á Austurlandi mun gera það af sanngirni, einlægni, og fórnfýsi, og gera sitt allra besta, fáum við til þess umboð frá ykkur, kæru kjósendur. Höfundur skipar 3. sæti Miðflokksins í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Fljótsdalshérað Borgarfjörður eystri Djúpivogur Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Nú styttist óðfluga í kosningar í okkar umtalaða nýja sveitarfélagi. Laugardagurinn næstkomandi, 19. september, markar tímamót í okkar samfélagi og er gríðarstórt skref í átt að vonandi bættum tímum okkar íbúanna í sveitarfélaginu. Bæklingar og einblöðungar hafa streymt inn bréfalúgur kjósenda síðustu daga, sem nú þurfa að gera upp hug sinn um hverjum þeir treysta best til að sigla skútunni til nánustu framtíðar í okkar heimabyggðum, hafi þeir nú ekki þegar gert svo. Stiklað á stóru Ég sjálfur ákvað eftir smá umhugsun seinasta vor að það væri kominn tími fyrir mig til reyna að láta gott af mér leiða og ákvað að láta slag standa og vera með á framboðslista Miðflokksins. Þegar ég var beðinn um að vera í 3. Sæti á lista X-M að þá fór ég á fund með mörgum af þeim sem eru á listanum í komandi kosningum, og ég heillaðist mjög af þeirra hugsjónum og stefnum. Ég sá það strax að þarna var komið saman fólk sem að vildi öllu samfélaginu vel, og vildi kappkosta við að gera okkar sveitarfélag að eftirsóknarverðum byggðarkjörnum til að setjast að í, eignast þar fjölskyldur, og að starfa við þau störf sem við höfum áhuga á að vinna við, í sátt og samlyndi við umhverfi og náttúru. Horft til framtíðar Á okkar lista að þá erum við með ungt og framsækið fólk í efstu sætunum. Þar er gríðarmikil reynsla úr menningu og starfi að baki, en kannski ekki ýkja mikil reynsla á bakinu af sveitarstjórnarstörfum í heild sinni. Við höfum heyrt því fleytt fram að það sé ekki æskilegt að bjóða fram svo reynslulaust fólk á þessum sviðum, en þá vil ég spyrja á móti, af hverju ekki? Er ekki þvert á móti gagnlegt og gott að hafa ung og víðsýn augu sem hafa góða tilfinningu fyrir vilja og framtíðarsýn ungs fólks í fjórðungnum? Við þurfum ferskan blæ inn í nýtt sveitarfélag, og við þurfum að reyna að gera okkar allra besta í að markaðssetja Austurland og nýtt sveitarfélag sem áfangastað fyrir ungt fólk eftir nám. Við viljum að fólk geti sagt „hér er gott að búa“. Við þurfum að hugsa stórt í þessum efnum og til þess þurfum við bæði ungt og kraftmikið fólk sem hefur áhuga á því að bæta okkar góða samfélag, í bland við reynslu þeirra sem þegar hafa lagt hönd á plóginn í baráttu til bættra kjara í „gömlu sveitarfélögunum“. Við þurfum að horfa fram á veginn og hugsa „störf án staðsetninga“ í stað „staðsetningar án starfa“. Framtíðin er í okkar höndum. X-? Ég tel að við öll getum gert margt til að bæta okkar samfélag, og þá sérstaklega nú þegar við erum orðin að stærsta sveitarfélagi landsins að flatarmáli, og náum að verða í kringum 5.000 íbúar í nýskipaðri byggð. Ég tel að í krafti fjöldans að þá getum við náð fram betrumbættu atvinnulífi, samgöngum, menntunarmöguleikum og öllu því sem að auðugt og blómlegt samfélag ætti að hafa upp á að bjóða. Til þess þurfum við öll að vinna saman og ég hef fulla trú á okkur í fjórðungnum í þetta verkefni. Ég ætla ekki að sitja hér og segja ykkur að þið ættuð að frekar að stimpla við þennan ákveðna bókstaf, heldur en annan þegar þið gangið til kjörklefa á Laugardaginn kemur, það er gríðarmikið af góðu og glæsilegu fólki á öllum framboðslistum og á því leikur enginn vafi. Það sem ég GET hins vegar sagt ykkur er það, að við hjá X-M munum gera allt sem í valdi okkar stendur til að vera fyrst og fremst málefnalegur og góður forsvari ykkar íbúanna og af minni upplifun að þá get ég sagt ykkur með fullri vissu að allt það góða fólk sem stendur fyrir lista Miðflokksins á Austurlandi mun gera það af sanngirni, einlægni, og fórnfýsi, og gera sitt allra besta, fáum við til þess umboð frá ykkur, kæru kjósendur. Höfundur skipar 3. sæti Miðflokksins í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar