Öxlum ábyrgð á alþjóðavettvangi Sóley Tómasdóttir skrifar 15. september 2020 12:45 Allar framfarir í þágu mannréttinda í heiminum hafa byggt á vitundarvakningu um reynsluheim fólks, þar sem bent hefur verið á það sem betur má fara. Kynbundið ofbeldi var tabú þar til hugrakkar konur tóku sig saman, sögðu frá, leituðu stuðnings og kröfðust aðgerða. Allar aðrar kynhneigðir en gagnkynhneigð voru tabú framundir lok síðustu aldar, transfólk gat ekki verið það sjálft, fatlað fólk var lokað inni á stofnunum, útlendingar héldu sig í útlöndum að mestu og fátækt fólk gat sjálfu sér um kennt. Skilgreiningarvaldið liggur hjá þolendum Eftir því sem þekking og skilningur jókst aukist á reynslu og upplifunum ólíkra hópa fór samfélagið að taka breytingum. Þó enn sé langt í land, er almennt samþykkt að skilgreining á útilokun, einelti, áreitni og ofbeldi verði að byggja á upplifun þolanda hverju sinni. Fólki er kennt að þekkja og virða eigin mörk og annarra. Í úrlausn erfiðra mála á vinnustöðum, þar sem brjóta þarf upp óviðeigandi eða útilokandi hegðun skiptir máli að fólk leggi sig fram um að skilja upplifanir þeirra sem útilokunin nær til. Á námskeiðum um jafnrétti og fjölbreytileika á vinnustöðum fer ég yfir mikilvægi þess að við leggjum okkar eigin skilgreiningar á því sem er samþykkt og viðeigandi til hliðar og hlustum þegar fólk tjáir sig um útilokun, mismunun eða misrétti. Ef ég hef val um að taka kvörtun trúanlega eða ekki er líklegt að ég hafi aldrei upplifað sambærilega mismunun eða útilokun. Í slíkum aðstæðum er ástæða til að hlusta, læra og breyta, í stað þess að efast eða verjast með réttlætingu eða útskýringu á því sem átt hefur sér stað. Skilgreiningarvaldið á heimsmælikvarða Á morgun stendur til að vísa sex manna fjölskyldu úr landi. Fjölskyldan sótti um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2018, enda óttuðust þau að vera handtekin af ríkjandi stjórnvöldum í Egyptalandi og börnin yrðu látin reka á reiðanum. Tveimur árum síðar hafa íslensk stjórnvöld komist að því að fjölskyldan uppfylli ekki skilyrði um alþjóðlega vernd og ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa látið að því liggja að fólkið sé hingað komið í leit að betra lífi en ekki vegna raunverulegrar hættu eða ógnar. Í því samhengi hefur verið nefnt að rýmka þurfi möguleika fólks utan EES til atvinnuleyfis. Engin spurningamerki hafa þó verið sett við skilgreininguna á ógn eða hættu. Hver skilgreinir ógnina? Í samfélagi þar sem fólk hefur frelsi til að tjá pólítískar skoðanir og andmæla ríkjandi valdi hvers tíma er erfitt að ímynda sér upplifanir eða reynslu fólks sem ekki býr við slíkt. Ef marka má fjölmiðlaumfjöllun um málið, virðist vera auðveldara að bregðast við með réttlætingum og útskýringum, að kerfið sé nú bara svona og málsmeðferð verði að vera einhvern veginn og að lög og reglur og viðmið og samningar leyfi einfaldlega ekki að allt fólk fái hér skjól. Mannréttindasáttmálinn varð til eftir síðari heimstyrjöld. Hann tók mið af þeim veruleika sem þá var við lýði og gerir enn, þrátt fyrir að fátt hafi þróast jafnmikið og viðhorf fólks til mannréttinda undanfarin 70 ár. Hann tekur ekki á kynbundnu ofbeldi, ofsóknum vegna kynhneigðar og eða afleiðinga loftslagsbreytinga. Sama gildir um flóttamannasáttmálann. Það er löngu tímabært að uppfæra viðmiðin um neyð, ógn og ótta í samræmi við reynslu og upplifanir þess fólks sem er á flótta í heiminum í dag. Ef egypska fjölskyldan á ekki rétt á alþjóðlegri vernd á Íslandi, þá er skilgreiningin á þeim aðstæðum sem slíkt nær til einfaldlega of þröng. Hún tekur ekki mið af reynslu þolenda, hún tekur ekki mið af stöðu heimsmála í dag og hún tekur ekki mið af getu íslensks samfélags til að axla ábyrgð í heimi þar sem mannréttindabrot eru allt of algeng. Lærum og breytum Ég hvet íslensk stjórnvöld til að leggja eigin skilgreiningar á því sem er samþykkt og viðeigandi til hliðar, hlusta á það fólk sem óskar eftir alþjóðlegri vernd, læra hvernig hægt er að mæta því og breyta því sem þarf. Horfumst í augu við ósanngirni heimsins og þær skyldur sem íslenskt samfélag hefur gagnvart fólkinu sem í honum býr. Ekkert okkar myndi vilja vera í sporum egypsku fjölskyldunnar í dag, enda er hún óbærileg. Stöðvum þetta ferli. Veitum þeim alþjóðlega vernd. Stuðlum að öryggi og friði í heiminum. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Allar framfarir í þágu mannréttinda í heiminum hafa byggt á vitundarvakningu um reynsluheim fólks, þar sem bent hefur verið á það sem betur má fara. Kynbundið ofbeldi var tabú þar til hugrakkar konur tóku sig saman, sögðu frá, leituðu stuðnings og kröfðust aðgerða. Allar aðrar kynhneigðir en gagnkynhneigð voru tabú framundir lok síðustu aldar, transfólk gat ekki verið það sjálft, fatlað fólk var lokað inni á stofnunum, útlendingar héldu sig í útlöndum að mestu og fátækt fólk gat sjálfu sér um kennt. Skilgreiningarvaldið liggur hjá þolendum Eftir því sem þekking og skilningur jókst aukist á reynslu og upplifunum ólíkra hópa fór samfélagið að taka breytingum. Þó enn sé langt í land, er almennt samþykkt að skilgreining á útilokun, einelti, áreitni og ofbeldi verði að byggja á upplifun þolanda hverju sinni. Fólki er kennt að þekkja og virða eigin mörk og annarra. Í úrlausn erfiðra mála á vinnustöðum, þar sem brjóta þarf upp óviðeigandi eða útilokandi hegðun skiptir máli að fólk leggi sig fram um að skilja upplifanir þeirra sem útilokunin nær til. Á námskeiðum um jafnrétti og fjölbreytileika á vinnustöðum fer ég yfir mikilvægi þess að við leggjum okkar eigin skilgreiningar á því sem er samþykkt og viðeigandi til hliðar og hlustum þegar fólk tjáir sig um útilokun, mismunun eða misrétti. Ef ég hef val um að taka kvörtun trúanlega eða ekki er líklegt að ég hafi aldrei upplifað sambærilega mismunun eða útilokun. Í slíkum aðstæðum er ástæða til að hlusta, læra og breyta, í stað þess að efast eða verjast með réttlætingu eða útskýringu á því sem átt hefur sér stað. Skilgreiningarvaldið á heimsmælikvarða Á morgun stendur til að vísa sex manna fjölskyldu úr landi. Fjölskyldan sótti um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2018, enda óttuðust þau að vera handtekin af ríkjandi stjórnvöldum í Egyptalandi og börnin yrðu látin reka á reiðanum. Tveimur árum síðar hafa íslensk stjórnvöld komist að því að fjölskyldan uppfylli ekki skilyrði um alþjóðlega vernd og ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa látið að því liggja að fólkið sé hingað komið í leit að betra lífi en ekki vegna raunverulegrar hættu eða ógnar. Í því samhengi hefur verið nefnt að rýmka þurfi möguleika fólks utan EES til atvinnuleyfis. Engin spurningamerki hafa þó verið sett við skilgreininguna á ógn eða hættu. Hver skilgreinir ógnina? Í samfélagi þar sem fólk hefur frelsi til að tjá pólítískar skoðanir og andmæla ríkjandi valdi hvers tíma er erfitt að ímynda sér upplifanir eða reynslu fólks sem ekki býr við slíkt. Ef marka má fjölmiðlaumfjöllun um málið, virðist vera auðveldara að bregðast við með réttlætingum og útskýringum, að kerfið sé nú bara svona og málsmeðferð verði að vera einhvern veginn og að lög og reglur og viðmið og samningar leyfi einfaldlega ekki að allt fólk fái hér skjól. Mannréttindasáttmálinn varð til eftir síðari heimstyrjöld. Hann tók mið af þeim veruleika sem þá var við lýði og gerir enn, þrátt fyrir að fátt hafi þróast jafnmikið og viðhorf fólks til mannréttinda undanfarin 70 ár. Hann tekur ekki á kynbundnu ofbeldi, ofsóknum vegna kynhneigðar og eða afleiðinga loftslagsbreytinga. Sama gildir um flóttamannasáttmálann. Það er löngu tímabært að uppfæra viðmiðin um neyð, ógn og ótta í samræmi við reynslu og upplifanir þess fólks sem er á flótta í heiminum í dag. Ef egypska fjölskyldan á ekki rétt á alþjóðlegri vernd á Íslandi, þá er skilgreiningin á þeim aðstæðum sem slíkt nær til einfaldlega of þröng. Hún tekur ekki mið af reynslu þolenda, hún tekur ekki mið af stöðu heimsmála í dag og hún tekur ekki mið af getu íslensks samfélags til að axla ábyrgð í heimi þar sem mannréttindabrot eru allt of algeng. Lærum og breytum Ég hvet íslensk stjórnvöld til að leggja eigin skilgreiningar á því sem er samþykkt og viðeigandi til hliðar, hlusta á það fólk sem óskar eftir alþjóðlegri vernd, læra hvernig hægt er að mæta því og breyta því sem þarf. Horfumst í augu við ósanngirni heimsins og þær skyldur sem íslenskt samfélag hefur gagnvart fólkinu sem í honum býr. Ekkert okkar myndi vilja vera í sporum egypsku fjölskyldunnar í dag, enda er hún óbærileg. Stöðvum þetta ferli. Veitum þeim alþjóðlega vernd. Stuðlum að öryggi og friði í heiminum. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun