Öxlum ábyrgð á alþjóðavettvangi Sóley Tómasdóttir skrifar 15. september 2020 12:45 Allar framfarir í þágu mannréttinda í heiminum hafa byggt á vitundarvakningu um reynsluheim fólks, þar sem bent hefur verið á það sem betur má fara. Kynbundið ofbeldi var tabú þar til hugrakkar konur tóku sig saman, sögðu frá, leituðu stuðnings og kröfðust aðgerða. Allar aðrar kynhneigðir en gagnkynhneigð voru tabú framundir lok síðustu aldar, transfólk gat ekki verið það sjálft, fatlað fólk var lokað inni á stofnunum, útlendingar héldu sig í útlöndum að mestu og fátækt fólk gat sjálfu sér um kennt. Skilgreiningarvaldið liggur hjá þolendum Eftir því sem þekking og skilningur jókst aukist á reynslu og upplifunum ólíkra hópa fór samfélagið að taka breytingum. Þó enn sé langt í land, er almennt samþykkt að skilgreining á útilokun, einelti, áreitni og ofbeldi verði að byggja á upplifun þolanda hverju sinni. Fólki er kennt að þekkja og virða eigin mörk og annarra. Í úrlausn erfiðra mála á vinnustöðum, þar sem brjóta þarf upp óviðeigandi eða útilokandi hegðun skiptir máli að fólk leggi sig fram um að skilja upplifanir þeirra sem útilokunin nær til. Á námskeiðum um jafnrétti og fjölbreytileika á vinnustöðum fer ég yfir mikilvægi þess að við leggjum okkar eigin skilgreiningar á því sem er samþykkt og viðeigandi til hliðar og hlustum þegar fólk tjáir sig um útilokun, mismunun eða misrétti. Ef ég hef val um að taka kvörtun trúanlega eða ekki er líklegt að ég hafi aldrei upplifað sambærilega mismunun eða útilokun. Í slíkum aðstæðum er ástæða til að hlusta, læra og breyta, í stað þess að efast eða verjast með réttlætingu eða útskýringu á því sem átt hefur sér stað. Skilgreiningarvaldið á heimsmælikvarða Á morgun stendur til að vísa sex manna fjölskyldu úr landi. Fjölskyldan sótti um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2018, enda óttuðust þau að vera handtekin af ríkjandi stjórnvöldum í Egyptalandi og börnin yrðu látin reka á reiðanum. Tveimur árum síðar hafa íslensk stjórnvöld komist að því að fjölskyldan uppfylli ekki skilyrði um alþjóðlega vernd og ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa látið að því liggja að fólkið sé hingað komið í leit að betra lífi en ekki vegna raunverulegrar hættu eða ógnar. Í því samhengi hefur verið nefnt að rýmka þurfi möguleika fólks utan EES til atvinnuleyfis. Engin spurningamerki hafa þó verið sett við skilgreininguna á ógn eða hættu. Hver skilgreinir ógnina? Í samfélagi þar sem fólk hefur frelsi til að tjá pólítískar skoðanir og andmæla ríkjandi valdi hvers tíma er erfitt að ímynda sér upplifanir eða reynslu fólks sem ekki býr við slíkt. Ef marka má fjölmiðlaumfjöllun um málið, virðist vera auðveldara að bregðast við með réttlætingum og útskýringum, að kerfið sé nú bara svona og málsmeðferð verði að vera einhvern veginn og að lög og reglur og viðmið og samningar leyfi einfaldlega ekki að allt fólk fái hér skjól. Mannréttindasáttmálinn varð til eftir síðari heimstyrjöld. Hann tók mið af þeim veruleika sem þá var við lýði og gerir enn, þrátt fyrir að fátt hafi þróast jafnmikið og viðhorf fólks til mannréttinda undanfarin 70 ár. Hann tekur ekki á kynbundnu ofbeldi, ofsóknum vegna kynhneigðar og eða afleiðinga loftslagsbreytinga. Sama gildir um flóttamannasáttmálann. Það er löngu tímabært að uppfæra viðmiðin um neyð, ógn og ótta í samræmi við reynslu og upplifanir þess fólks sem er á flótta í heiminum í dag. Ef egypska fjölskyldan á ekki rétt á alþjóðlegri vernd á Íslandi, þá er skilgreiningin á þeim aðstæðum sem slíkt nær til einfaldlega of þröng. Hún tekur ekki mið af reynslu þolenda, hún tekur ekki mið af stöðu heimsmála í dag og hún tekur ekki mið af getu íslensks samfélags til að axla ábyrgð í heimi þar sem mannréttindabrot eru allt of algeng. Lærum og breytum Ég hvet íslensk stjórnvöld til að leggja eigin skilgreiningar á því sem er samþykkt og viðeigandi til hliðar, hlusta á það fólk sem óskar eftir alþjóðlegri vernd, læra hvernig hægt er að mæta því og breyta því sem þarf. Horfumst í augu við ósanngirni heimsins og þær skyldur sem íslenskt samfélag hefur gagnvart fólkinu sem í honum býr. Ekkert okkar myndi vilja vera í sporum egypsku fjölskyldunnar í dag, enda er hún óbærileg. Stöðvum þetta ferli. Veitum þeim alþjóðlega vernd. Stuðlum að öryggi og friði í heiminum. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Allar framfarir í þágu mannréttinda í heiminum hafa byggt á vitundarvakningu um reynsluheim fólks, þar sem bent hefur verið á það sem betur má fara. Kynbundið ofbeldi var tabú þar til hugrakkar konur tóku sig saman, sögðu frá, leituðu stuðnings og kröfðust aðgerða. Allar aðrar kynhneigðir en gagnkynhneigð voru tabú framundir lok síðustu aldar, transfólk gat ekki verið það sjálft, fatlað fólk var lokað inni á stofnunum, útlendingar héldu sig í útlöndum að mestu og fátækt fólk gat sjálfu sér um kennt. Skilgreiningarvaldið liggur hjá þolendum Eftir því sem þekking og skilningur jókst aukist á reynslu og upplifunum ólíkra hópa fór samfélagið að taka breytingum. Þó enn sé langt í land, er almennt samþykkt að skilgreining á útilokun, einelti, áreitni og ofbeldi verði að byggja á upplifun þolanda hverju sinni. Fólki er kennt að þekkja og virða eigin mörk og annarra. Í úrlausn erfiðra mála á vinnustöðum, þar sem brjóta þarf upp óviðeigandi eða útilokandi hegðun skiptir máli að fólk leggi sig fram um að skilja upplifanir þeirra sem útilokunin nær til. Á námskeiðum um jafnrétti og fjölbreytileika á vinnustöðum fer ég yfir mikilvægi þess að við leggjum okkar eigin skilgreiningar á því sem er samþykkt og viðeigandi til hliðar og hlustum þegar fólk tjáir sig um útilokun, mismunun eða misrétti. Ef ég hef val um að taka kvörtun trúanlega eða ekki er líklegt að ég hafi aldrei upplifað sambærilega mismunun eða útilokun. Í slíkum aðstæðum er ástæða til að hlusta, læra og breyta, í stað þess að efast eða verjast með réttlætingu eða útskýringu á því sem átt hefur sér stað. Skilgreiningarvaldið á heimsmælikvarða Á morgun stendur til að vísa sex manna fjölskyldu úr landi. Fjölskyldan sótti um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2018, enda óttuðust þau að vera handtekin af ríkjandi stjórnvöldum í Egyptalandi og börnin yrðu látin reka á reiðanum. Tveimur árum síðar hafa íslensk stjórnvöld komist að því að fjölskyldan uppfylli ekki skilyrði um alþjóðlega vernd og ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa látið að því liggja að fólkið sé hingað komið í leit að betra lífi en ekki vegna raunverulegrar hættu eða ógnar. Í því samhengi hefur verið nefnt að rýmka þurfi möguleika fólks utan EES til atvinnuleyfis. Engin spurningamerki hafa þó verið sett við skilgreininguna á ógn eða hættu. Hver skilgreinir ógnina? Í samfélagi þar sem fólk hefur frelsi til að tjá pólítískar skoðanir og andmæla ríkjandi valdi hvers tíma er erfitt að ímynda sér upplifanir eða reynslu fólks sem ekki býr við slíkt. Ef marka má fjölmiðlaumfjöllun um málið, virðist vera auðveldara að bregðast við með réttlætingum og útskýringum, að kerfið sé nú bara svona og málsmeðferð verði að vera einhvern veginn og að lög og reglur og viðmið og samningar leyfi einfaldlega ekki að allt fólk fái hér skjól. Mannréttindasáttmálinn varð til eftir síðari heimstyrjöld. Hann tók mið af þeim veruleika sem þá var við lýði og gerir enn, þrátt fyrir að fátt hafi þróast jafnmikið og viðhorf fólks til mannréttinda undanfarin 70 ár. Hann tekur ekki á kynbundnu ofbeldi, ofsóknum vegna kynhneigðar og eða afleiðinga loftslagsbreytinga. Sama gildir um flóttamannasáttmálann. Það er löngu tímabært að uppfæra viðmiðin um neyð, ógn og ótta í samræmi við reynslu og upplifanir þess fólks sem er á flótta í heiminum í dag. Ef egypska fjölskyldan á ekki rétt á alþjóðlegri vernd á Íslandi, þá er skilgreiningin á þeim aðstæðum sem slíkt nær til einfaldlega of þröng. Hún tekur ekki mið af reynslu þolenda, hún tekur ekki mið af stöðu heimsmála í dag og hún tekur ekki mið af getu íslensks samfélags til að axla ábyrgð í heimi þar sem mannréttindabrot eru allt of algeng. Lærum og breytum Ég hvet íslensk stjórnvöld til að leggja eigin skilgreiningar á því sem er samþykkt og viðeigandi til hliðar, hlusta á það fólk sem óskar eftir alþjóðlegri vernd, læra hvernig hægt er að mæta því og breyta því sem þarf. Horfumst í augu við ósanngirni heimsins og þær skyldur sem íslenskt samfélag hefur gagnvart fólkinu sem í honum býr. Ekkert okkar myndi vilja vera í sporum egypsku fjölskyldunnar í dag, enda er hún óbærileg. Stöðvum þetta ferli. Veitum þeim alþjóðlega vernd. Stuðlum að öryggi og friði í heiminum. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun