Mótmæla áformum um háhýsi á Oddeyrinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. september 2020 15:36 Umræða umuppbyggingu á fjölbýlishúsum á Oddeyrinni er aftur farin af stað. Mynd/Zeppelin arkitektar Stofnaður hefur verið hópur í Facebook í þeim tilgangi að mótmæla hugmyndum um uppbyggingu á háhýsum á Oddeyrinni á Akureyri. Um 1700 manns hafa skráð sig í hópinn sem stofnaður var síðastliðið föstudagskvöld. Forsprakki síðunnar telur að Akureyrarbær þurfi að kalla eftir afstöðu bæjarbúa til málsins á formlegan hátt. Tilefnið mótmælanna er það að meirihluti skipulagsráðs bæjarins samþykkti í síðustu viku að leggja til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreyting sem snýr að fyrirhugaðri uppbyggingu verði auglýst. Umrædd tillaga er umdeild á meðal bæjarbúa en hún felur í sér að heimilað verði að byggja sex til átta hæða hús með verslunar- og þjónustustarfsemi á jarðhæðinni á umræddum reit, sem sjá má á mynd hér í fréttinni og afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri. Reiturinn er skammt frá Eimskipabryggjunni svokölluðu þar sem skemmtiferðaskip leggja gjarnan að, og skammt frá miðbæ Akureyrar. Umrædd tillaga var kynnt bæjarbúum í maí. Samkvæmt henni hefur verið dregið úr hæð bygginganna samkvæmt fyrstu hugmyndum, sem gerðu ráð fyrir allt að ellefu hæða byggingu á reitnum. Núgildandi aðalskipulag og rammaskipulag gerir hins vegar aðeins ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á reitnum, og því þarf að breyta skipulaginu svo hægt sé að ráðast í uppbygginguna. Í samtali við Vísi segir Hrefna Rut Níelsdóttir, íbúi á Akureyri og stofnandi hópsins Enga háhýsabyggð á Oddeyrinni á Akureyri, að hún sé mótfallinn fyrirhuguðum hugmyndum um uppbyggingu á reitnum. Hún telji að húsin eins og þau hafi verið kynnt passi ekki að aðliggjandi byggð auk þess sem að bæjaryfirvöld þurfi að spyrja íbúa bæjarins formlega um álit þeirra á húsunum. Umræddur reitur sé á áberandi stað og um mikla stefnubreytingu væri að ræða yrði tillagan samþykkt. Segir hún að tilgangur þess að stofna hópinn hafi verið sá að skapa umræðugrundvöll fyrir íbúa bæjarins til þess að ræða hugmyndina. Sem fyrr segir hefur skipulagsráð lagt til að bæjarstjórnin samþykki að auglýsa tillöguna, en málið verður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á morgun. Verði tillagan samþykkt fer hún til Skipulagsstofnunar til athugunar. Í framhaldinu verður hún auglýst og kynnt í sex vikur. Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu.Mynd/Akureyrarbær Á þeim fá bæjarbúar og aðrir hagsmunaaðilar tækifæri til að koma sínum athugasemdum á framfæri áður en skipulagsráð og bæjarstórn taka málið fyrir að nýju. Akureyri Skipulag Tengdar fréttir Háhýsin á Oddeyrinni verði lægri en fyrstu hugmyndir en hærri en gildandi skipulag heimilar Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús 6. maí 2020 20:47 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Stofnaður hefur verið hópur í Facebook í þeim tilgangi að mótmæla hugmyndum um uppbyggingu á háhýsum á Oddeyrinni á Akureyri. Um 1700 manns hafa skráð sig í hópinn sem stofnaður var síðastliðið föstudagskvöld. Forsprakki síðunnar telur að Akureyrarbær þurfi að kalla eftir afstöðu bæjarbúa til málsins á formlegan hátt. Tilefnið mótmælanna er það að meirihluti skipulagsráðs bæjarins samþykkti í síðustu viku að leggja til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreyting sem snýr að fyrirhugaðri uppbyggingu verði auglýst. Umrædd tillaga er umdeild á meðal bæjarbúa en hún felur í sér að heimilað verði að byggja sex til átta hæða hús með verslunar- og þjónustustarfsemi á jarðhæðinni á umræddum reit, sem sjá má á mynd hér í fréttinni og afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri. Reiturinn er skammt frá Eimskipabryggjunni svokölluðu þar sem skemmtiferðaskip leggja gjarnan að, og skammt frá miðbæ Akureyrar. Umrædd tillaga var kynnt bæjarbúum í maí. Samkvæmt henni hefur verið dregið úr hæð bygginganna samkvæmt fyrstu hugmyndum, sem gerðu ráð fyrir allt að ellefu hæða byggingu á reitnum. Núgildandi aðalskipulag og rammaskipulag gerir hins vegar aðeins ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á reitnum, og því þarf að breyta skipulaginu svo hægt sé að ráðast í uppbygginguna. Í samtali við Vísi segir Hrefna Rut Níelsdóttir, íbúi á Akureyri og stofnandi hópsins Enga háhýsabyggð á Oddeyrinni á Akureyri, að hún sé mótfallinn fyrirhuguðum hugmyndum um uppbyggingu á reitnum. Hún telji að húsin eins og þau hafi verið kynnt passi ekki að aðliggjandi byggð auk þess sem að bæjaryfirvöld þurfi að spyrja íbúa bæjarins formlega um álit þeirra á húsunum. Umræddur reitur sé á áberandi stað og um mikla stefnubreytingu væri að ræða yrði tillagan samþykkt. Segir hún að tilgangur þess að stofna hópinn hafi verið sá að skapa umræðugrundvöll fyrir íbúa bæjarins til þess að ræða hugmyndina. Sem fyrr segir hefur skipulagsráð lagt til að bæjarstjórnin samþykki að auglýsa tillöguna, en málið verður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á morgun. Verði tillagan samþykkt fer hún til Skipulagsstofnunar til athugunar. Í framhaldinu verður hún auglýst og kynnt í sex vikur. Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu.Mynd/Akureyrarbær Á þeim fá bæjarbúar og aðrir hagsmunaaðilar tækifæri til að koma sínum athugasemdum á framfæri áður en skipulagsráð og bæjarstórn taka málið fyrir að nýju.
Akureyri Skipulag Tengdar fréttir Háhýsin á Oddeyrinni verði lægri en fyrstu hugmyndir en hærri en gildandi skipulag heimilar Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús 6. maí 2020 20:47 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Háhýsin á Oddeyrinni verði lægri en fyrstu hugmyndir en hærri en gildandi skipulag heimilar Hámarkshæð fyrirhugaðra bygginga á reit á Oddeyrinni á Akureyri verður sex til átta hæðir nái tillaga að breytingu á aðalskipulagi bæjarins fram að ganga. Fyrri hugmyndir að uppbyggingu á reitnum hafa miðast við allt að fimm sex til ellefu hæða fjölbýlishús 6. maí 2020 20:47