Þurfti að taka börn úr skólunum vegna mygluveikinda: Búið að loka einni byggingu Barnaskólans í Reykjavík Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. september 2020 19:00 Foreldrar barna í skólum Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð hafa þurft að taka börnin sín úr skólunum vegna mygluveikinda. Eitt foreldrið íhugar málsókn. Einni byggingu skólans var lokað í sumar og vinnur verkfræðistofa nú að úttekt. Gréta Ósk Óskarsdóttir og fjölskylda höfðu náð bata eftir mygluveikindi en eftir að börnin hennar tvö byrjuðu á leikskóla Hjallastefnunnar Öskju í Öskjuhlíð, fóru einkenninn að gera vart við sig á ný. „Það var erfitt fyrir þau að vera í fötum, börnin voru að væla, það er roði í kynnum, þreyta og illt í maganaum," segir Gréta Ósk. Einkenni eldra barnsins hafi snarversnað þegar það fór yfir í Barnaskólann í fyrra, en skólinn er við hlið leikskólans. Leikskólinn Askja og Barnaskólinn í Reykjavík eru í ÖskjuhlíðVÍSIR „Það eru þrenn önnur hjón sem hafa haft miklar áhyggjur og tveir starfsmenn sem hafa þurft frá að hverfa vegna veikinda,“ segir Gréta sem hefur verið í sambandi við aðra foreldra vegna málsins. „Við upplifðum marga leka bara á tveimur og hálfu ári , þá lak trekk í trekk og margar viðgerðir sem þurfti að gera. Þá var viðurinn orðinn svartur af rakaskemmdum," segir Gréta Ósk. Eftir ítrekaðar óskir um úrbætur og aðkomu sérfræðinga segist Gréta hafa verið tilneydd til að taka börnin sín úr skólunum í vor og íhugar nú málsókn. Fleiri foreldrar hafa tekið börn sín úr skólanum. Lítið hafi verið hlustað á áhyggjuraddir. „Þau hafa verið í afneitun og að fela. Gerðu það minnsta sem hægt var að gera og komast upp með og ég tók saman allar sögur og allar frásagnir og sendi til framkvæmdastýru,“ segir Gréta. Þórdís Inga Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að hlustað hafi verið á foreldraVISIR Þórdís Inga Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að hlustað hafi verið á foreldra. „Þegar það kom upp grunur þá var ég í sambandi við foreldra og við sammæltust um það að fá fyrirtæki til að taka út loftgæði í húsunum og það kemur niðurstaða í mars um að loftgæðin hafi verið í lagi. Þau voru ekki sátt við þá niðurstöðu þannig eftir að Covid lauk þá ákváðum við að opna skólann og opnuðum miðrýmið í sumar og sáum að þetta var ekki í lagi,“ segir Þórdís. Þar sem ástandið hafi verið slæmt var byggingunni um leið lokað. Þá hafi verkfræðistofan Efla verið fengin til að gera úttekt á skólanum nú í haust. Sú úttekt er nú hafin samkvæmt upplýsingum frá Eflu. „Það er einlæg ósk mín og von að foreldrar upplifi það við séum að taka þetta gríðarlega alvarlega því mygla er gríðarlega alvarleg,“ segir Þórdís Inga. Gréta segir að foreldrar barna í skólanum hafi aldrei verið látnir vita af vandamálinu. „Þarna var aldrei talað við foreldra eða aldrei talað við starfsfólkið og það er ekki ennþá búið að gera það. Þetta er langt og ljótt mál og við höfum orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessa frábæru stefnu,“ segir Gréta. „Það að þegar við fáum niðurstöðu frá fyrirtæki um að þetta sé í lagi og svo kemur í ljós að þetta var kannski ekki alveg í lagi að þá skil ég vel foreldra að líða ekki vel með stöðuna og mér finnst það bara hræðilega leiðinlegt,“ segir Þórdís Inga. Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Sjá meira
Foreldrar barna í skólum Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð hafa þurft að taka börnin sín úr skólunum vegna mygluveikinda. Eitt foreldrið íhugar málsókn. Einni byggingu skólans var lokað í sumar og vinnur verkfræðistofa nú að úttekt. Gréta Ósk Óskarsdóttir og fjölskylda höfðu náð bata eftir mygluveikindi en eftir að börnin hennar tvö byrjuðu á leikskóla Hjallastefnunnar Öskju í Öskjuhlíð, fóru einkenninn að gera vart við sig á ný. „Það var erfitt fyrir þau að vera í fötum, börnin voru að væla, það er roði í kynnum, þreyta og illt í maganaum," segir Gréta Ósk. Einkenni eldra barnsins hafi snarversnað þegar það fór yfir í Barnaskólann í fyrra, en skólinn er við hlið leikskólans. Leikskólinn Askja og Barnaskólinn í Reykjavík eru í ÖskjuhlíðVÍSIR „Það eru þrenn önnur hjón sem hafa haft miklar áhyggjur og tveir starfsmenn sem hafa þurft frá að hverfa vegna veikinda,“ segir Gréta sem hefur verið í sambandi við aðra foreldra vegna málsins. „Við upplifðum marga leka bara á tveimur og hálfu ári , þá lak trekk í trekk og margar viðgerðir sem þurfti að gera. Þá var viðurinn orðinn svartur af rakaskemmdum," segir Gréta Ósk. Eftir ítrekaðar óskir um úrbætur og aðkomu sérfræðinga segist Gréta hafa verið tilneydd til að taka börnin sín úr skólunum í vor og íhugar nú málsókn. Fleiri foreldrar hafa tekið börn sín úr skólanum. Lítið hafi verið hlustað á áhyggjuraddir. „Þau hafa verið í afneitun og að fela. Gerðu það minnsta sem hægt var að gera og komast upp með og ég tók saman allar sögur og allar frásagnir og sendi til framkvæmdastýru,“ segir Gréta. Þórdís Inga Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að hlustað hafi verið á foreldraVISIR Þórdís Inga Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að hlustað hafi verið á foreldra. „Þegar það kom upp grunur þá var ég í sambandi við foreldra og við sammæltust um það að fá fyrirtæki til að taka út loftgæði í húsunum og það kemur niðurstaða í mars um að loftgæðin hafi verið í lagi. Þau voru ekki sátt við þá niðurstöðu þannig eftir að Covid lauk þá ákváðum við að opna skólann og opnuðum miðrýmið í sumar og sáum að þetta var ekki í lagi,“ segir Þórdís. Þar sem ástandið hafi verið slæmt var byggingunni um leið lokað. Þá hafi verkfræðistofan Efla verið fengin til að gera úttekt á skólanum nú í haust. Sú úttekt er nú hafin samkvæmt upplýsingum frá Eflu. „Það er einlæg ósk mín og von að foreldrar upplifi það við séum að taka þetta gríðarlega alvarlega því mygla er gríðarlega alvarleg,“ segir Þórdís Inga. Gréta segir að foreldrar barna í skólanum hafi aldrei verið látnir vita af vandamálinu. „Þarna var aldrei talað við foreldra eða aldrei talað við starfsfólkið og það er ekki ennþá búið að gera það. Þetta er langt og ljótt mál og við höfum orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessa frábæru stefnu,“ segir Gréta. „Það að þegar við fáum niðurstöðu frá fyrirtæki um að þetta sé í lagi og svo kemur í ljós að þetta var kannski ekki alveg í lagi að þá skil ég vel foreldra að líða ekki vel með stöðuna og mér finnst það bara hræðilega leiðinlegt,“ segir Þórdís Inga.
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Sjá meira