Allir sem sinna heilbrigðisþjónustu þurfa að skila gæðauppgjöri á næsta ári Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. september 2020 14:06 Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Landlæknisembættið hyggst stórefla eftirlit með þeim sem veita heilbrigðisþjónustu hér á landi á næsta ári en í heild eru það um 3100 aðilar. Stofnunin hefur síðustu þrjú ár gert innan við tíu úttektir á heilbrigðisþjónustu og kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn á þessu ári. Embætti landlæknis hefur eftirlit með öllum þeim aðilum sem veita heilbrigðisþjónustu hér á landi – en samkvæmt rekstraraðilaskrá embættisins eru það nú 3094 einingar samtals. Við sögðum frá því í vikunni að embættið hefði ekki unnið formlega úttekt á skimunarstarfsemi Krabbameinsfélags Íslands en hafi í gegnum tíðina óskað eftir upplýsingum um starfsemina. Úttekt á gæðum og öryggi þjónustu Leitarstöðvarinnar er hins vegar hafin nú. Loks vinnur Landlæknir að því að fá aðila erlendis frá til að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. Þá hefur komið fram að Sjúkratryggingar Íslands hafi ríka eftirlitsskyldu með að þjónustan sé í samræmi við gerða samninga. Fréttastofa hefur óskað eftir þjónustusamningi Sjúkratrygginga við krabbameinsfélagið í dag en hefur ekki fengið svör þaðan. Landlæknir hefur gert um 7-8 úttektir á ári síðustu ár samkvæmt svörum embættisins en á þessu ári hafa einungis tvær skýrslur verið gerðar vegna slíkra útttekta vegna kórónuveirufaraldursins. Það stendur hins vegar til að efla gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu til muna með því að gera gæðauppgjör hjá þeim sem veita þjónustuna. Á þessu ári hefur þegar verið kallað eftir gæðauppgjörum frá 27 aðilum. Á næsta ári er hins vegar stefnt að því að allir veitendur heilbrigðisþjónustu skili gæðauppgjöri og vænst er að það fyrirkomulag verði til þess að efla eftirlit embættisins til muna. Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Tvö sambærileg mál fari á borð landlæknisembættisins Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku mun eftir helgi senda gögn í tveimur málum sem hann telur sambærileg til landlæknisembættisins. Um er að ræða mál tveggja kvenna sem látist hafa af völdum leghálskrabbameins. 12. september 2020 11:30 Enn fleiri kallaðar til nýrrar leghálsskoðunar Konum sem Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur kallað til nýrrar leghálsskoðunar vegna mannlegra mistaka við greiningu árið 2018 heldur áfram að fjölga. Þær eru nú orðnar sextíu og fimm. 10. september 2020 17:46 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Landlæknisembættið hyggst stórefla eftirlit með þeim sem veita heilbrigðisþjónustu hér á landi á næsta ári en í heild eru það um 3100 aðilar. Stofnunin hefur síðustu þrjú ár gert innan við tíu úttektir á heilbrigðisþjónustu og kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn á þessu ári. Embætti landlæknis hefur eftirlit með öllum þeim aðilum sem veita heilbrigðisþjónustu hér á landi – en samkvæmt rekstraraðilaskrá embættisins eru það nú 3094 einingar samtals. Við sögðum frá því í vikunni að embættið hefði ekki unnið formlega úttekt á skimunarstarfsemi Krabbameinsfélags Íslands en hafi í gegnum tíðina óskað eftir upplýsingum um starfsemina. Úttekt á gæðum og öryggi þjónustu Leitarstöðvarinnar er hins vegar hafin nú. Loks vinnur Landlæknir að því að fá aðila erlendis frá til að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. Þá hefur komið fram að Sjúkratryggingar Íslands hafi ríka eftirlitsskyldu með að þjónustan sé í samræmi við gerða samninga. Fréttastofa hefur óskað eftir þjónustusamningi Sjúkratrygginga við krabbameinsfélagið í dag en hefur ekki fengið svör þaðan. Landlæknir hefur gert um 7-8 úttektir á ári síðustu ár samkvæmt svörum embættisins en á þessu ári hafa einungis tvær skýrslur verið gerðar vegna slíkra útttekta vegna kórónuveirufaraldursins. Það stendur hins vegar til að efla gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu til muna með því að gera gæðauppgjör hjá þeim sem veita þjónustuna. Á þessu ári hefur þegar verið kallað eftir gæðauppgjörum frá 27 aðilum. Á næsta ári er hins vegar stefnt að því að allir veitendur heilbrigðisþjónustu skili gæðauppgjöri og vænst er að það fyrirkomulag verði til þess að efla eftirlit embættisins til muna.
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Tvö sambærileg mál fari á borð landlæknisembættisins Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku mun eftir helgi senda gögn í tveimur málum sem hann telur sambærileg til landlæknisembættisins. Um er að ræða mál tveggja kvenna sem látist hafa af völdum leghálskrabbameins. 12. september 2020 11:30 Enn fleiri kallaðar til nýrrar leghálsskoðunar Konum sem Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur kallað til nýrrar leghálsskoðunar vegna mannlegra mistaka við greiningu árið 2018 heldur áfram að fjölga. Þær eru nú orðnar sextíu og fimm. 10. september 2020 17:46 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Tvö sambærileg mál fari á borð landlæknisembættisins Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku mun eftir helgi senda gögn í tveimur málum sem hann telur sambærileg til landlæknisembættisins. Um er að ræða mál tveggja kvenna sem látist hafa af völdum leghálskrabbameins. 12. september 2020 11:30
Enn fleiri kallaðar til nýrrar leghálsskoðunar Konum sem Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur kallað til nýrrar leghálsskoðunar vegna mannlegra mistaka við greiningu árið 2018 heldur áfram að fjölga. Þær eru nú orðnar sextíu og fimm. 10. september 2020 17:46
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent