Núverandi ráðstafanir „vonlausar fyrir ferðaþjónustuna“ Sylvía Hall skrifar 11. september 2020 20:04 Bjarnheiður Hallsdóttir. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að slökkt hafi verið á alþjóðlegri ferðaþjónustu hér á landi þann 19. ágúst þegar hertar aðgerðir á landamærunum tóku gildi. Frá þeim degi þurftu allir ferðamenn í tvöfalda skimun og sóttkví við komuna til landsins, en gripið var til þeirra ráða eftir að innanlandssmitum fór að fjölga á ný. Hún segir núverandi ráðstafanir „vonlausar fyrir ferðaþjónustuna“ og því nauðsynlegt að leita annarra leiða til þess að samræma bæði sóttvarnaleg og hagræn sjónarmið. Það sé brýnt að gera ferðamönnum kleift að koma hingað til lands með minna íþyngjandi hætti. Til skoðunar er að heimila einfalda ferðamennsku með sóttvarnaráðstöfunum en forsætis- og heilbrigðisráðherra eru sammála um að hófstilltar sóttvarnaaðgerðir á landamærunum hafi borið árangur. Þegar fyrra fyrirkomulag var í gildi þurftu ferðamenn eingöngu að fara í eina skimun á landamærunum og voru þeir sem komu frá „öruggum svæðum“ undanþegnir skimun. Bjarnheiður segir það fyrirkomulag hafa verið minna íþyngjandi en kannski ekki raunhæft eins og staðan er núna. „Sú útfærsla er kannski ekki raunhæf í dag – enda erum við ekkert að biðja um að það verði slegið neitt af sóttvarnaráðstöfunum heldur að þessi tvö sjónarmið verði samþætt svo það verði hægt að keyra ferðaþjónustuna aftur í gang,“ sagði Bjarnheiður í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir ákveðna hópa vera tilbúna til þess að ferðast þrátt fyrir að faraldurinn sé í vexti í mörgum nágrannalöndum. „Það hefur sýnt sig og sýndi sig á síðastliðnum vikum að eftirspurnin jókst stöðugt. Fólk virðist vera tilbúið að ferðast, allavega ákveðnir hópar. Það yrði náttúrulega aldrei eins og það væri í venjulegu ári en myndi vissulega muna um það eins og staðan er núna.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lagði til óbreytt fyrirkomulag á landamærum til 6. október Svandís Svavarsdóttir kynnti tillögur að breytingum á veiruaðgerðum stjórnvalda á ríkisstjórnarfundi í morgun. 11. september 2020 11:50 Telur ráðstafanir Íslands á landamærunum hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þá ákvörðun yfirvalda að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum um vöxt faraldursins erlendis og fjölgun smita á landamærunum. 11. september 2020 12:54 Stjórnvöld nýti tímann til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að stjórnvöld eigi að nýta næstu vikur til þess að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærunum. 11. september 2020 16:54 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að slökkt hafi verið á alþjóðlegri ferðaþjónustu hér á landi þann 19. ágúst þegar hertar aðgerðir á landamærunum tóku gildi. Frá þeim degi þurftu allir ferðamenn í tvöfalda skimun og sóttkví við komuna til landsins, en gripið var til þeirra ráða eftir að innanlandssmitum fór að fjölga á ný. Hún segir núverandi ráðstafanir „vonlausar fyrir ferðaþjónustuna“ og því nauðsynlegt að leita annarra leiða til þess að samræma bæði sóttvarnaleg og hagræn sjónarmið. Það sé brýnt að gera ferðamönnum kleift að koma hingað til lands með minna íþyngjandi hætti. Til skoðunar er að heimila einfalda ferðamennsku með sóttvarnaráðstöfunum en forsætis- og heilbrigðisráðherra eru sammála um að hófstilltar sóttvarnaaðgerðir á landamærunum hafi borið árangur. Þegar fyrra fyrirkomulag var í gildi þurftu ferðamenn eingöngu að fara í eina skimun á landamærunum og voru þeir sem komu frá „öruggum svæðum“ undanþegnir skimun. Bjarnheiður segir það fyrirkomulag hafa verið minna íþyngjandi en kannski ekki raunhæft eins og staðan er núna. „Sú útfærsla er kannski ekki raunhæf í dag – enda erum við ekkert að biðja um að það verði slegið neitt af sóttvarnaráðstöfunum heldur að þessi tvö sjónarmið verði samþætt svo það verði hægt að keyra ferðaþjónustuna aftur í gang,“ sagði Bjarnheiður í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir ákveðna hópa vera tilbúna til þess að ferðast þrátt fyrir að faraldurinn sé í vexti í mörgum nágrannalöndum. „Það hefur sýnt sig og sýndi sig á síðastliðnum vikum að eftirspurnin jókst stöðugt. Fólk virðist vera tilbúið að ferðast, allavega ákveðnir hópar. Það yrði náttúrulega aldrei eins og það væri í venjulegu ári en myndi vissulega muna um það eins og staðan er núna.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lagði til óbreytt fyrirkomulag á landamærum til 6. október Svandís Svavarsdóttir kynnti tillögur að breytingum á veiruaðgerðum stjórnvalda á ríkisstjórnarfundi í morgun. 11. september 2020 11:50 Telur ráðstafanir Íslands á landamærunum hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þá ákvörðun yfirvalda að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum um vöxt faraldursins erlendis og fjölgun smita á landamærunum. 11. september 2020 12:54 Stjórnvöld nýti tímann til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að stjórnvöld eigi að nýta næstu vikur til þess að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærunum. 11. september 2020 16:54 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Lagði til óbreytt fyrirkomulag á landamærum til 6. október Svandís Svavarsdóttir kynnti tillögur að breytingum á veiruaðgerðum stjórnvalda á ríkisstjórnarfundi í morgun. 11. september 2020 11:50
Telur ráðstafanir Íslands á landamærunum hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þá ákvörðun yfirvalda að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum um vöxt faraldursins erlendis og fjölgun smita á landamærunum. 11. september 2020 12:54
Stjórnvöld nýti tímann til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að stjórnvöld eigi að nýta næstu vikur til þess að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærunum. 11. september 2020 16:54