Segir að verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. september 2020 20:01 Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla segir að verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna. Vísir Skólastjóri Háaleitisskóla segist ekki geta hugsað til þess að þremur börnum í skólanum verði vísað úr landi í næstu viku. Verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna og hann geti ekki setið hjá þegar slíkt er um það bil að eiga sér stað. Barnamálaráðherra segist treysta dómsmálaráðherra til að vinna fram úr málinu. Fjölskyldan kom til Íslands sumarið 2018 ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd vegna ofsókna sem þau segjast verða fyrir í Egyptalandi. Fjölskyldan hefur dvalið hér í rúm tvö ár en fyrirhugaður flutningur á miðvikudag í næstu vikur hefur tekið mjög á börnin. Tvö elstu eru í fimmta og sjöunda bekk í Háaleitisskóla á Ásbrú, næst yngsti strákurinn var að byrja í fyrsta bekk og sá yngsti er á leikskóla. „Þau hafa verið hér tvö eldri systkinin í tvö ár, mætt hér kát og glöð og dugmikil til verka. Þau hafa lagt rækt við íslenska tungu að læra hana vel og það er ótrúlega sárt að hugsa til þess að þau séu rifinn burt frá þessu umhverfi sem þau eru orðin svo mikill partur af,“ segir Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun var barnamálaráðherra spurður hvort hann ætli að beita sér í málinu. Sagði hann að unnið hefði verið að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í samstarfi á milli ráðherra. „Dómsmálaráðherra heldur á þessu máli og ég treysti henni vel til þess að gæta að Barnasáttmálanum rétt eins og annað og ég treysti henni vel til að vinna fram úr þessu máli,“ segir Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra. Dómsmálaráðherra hefur sagt að hún hafi ekki heimild til að beita sér í einstökum málum, kærunefnd Útlendingamála sér sjálfstæður úrskurðarálili. Lögmaður fjölskyldunnar segir þetta ekki rétt og vísar til þess að hún hafi áður beitt sér í álíka máli, nú síðast í febrúar þegar reglugerð var breytt vegna máls pakistanskrar fjölskyldu. „Ég get varla hugsað til þess að það komi til þessara framkvæmda á miðvikudaginn næsta. Við viljum auðvitað byggja hér upp barnvænlegt samfélag, við erum að stefna á að verða réttindaskóli Unicef, og það er klárt að mínu viti að verið er að brjóta á þeirra grundvallarmannréttindi og það er erfitt að sitja hjá þegar slíkt er um það bil að eiga sér stað,“ segir Friðþjófur. Hér má sjá viðtal við fjölskylduna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hælisleitendur Mannréttindi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Réttindi barna Tengdar fréttir Barnamálaráðherra treystir dómsmálaráðherra til að vinna fram úr máli egypsku fjölskyldunnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kveðst treysta Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, mjög vel til þess að vinna fram úr máli egypskrar barnafjölskyldu sem vísa á úr landi í næstu viku. 11. september 2020 14:51 Segir óásættanlegt að vísa fjölskyldunni úr landi Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu. 10. september 2020 19:30 „Ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt“ Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel 7. september 2020 20:29 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Sjá meira
Skólastjóri Háaleitisskóla segist ekki geta hugsað til þess að þremur börnum í skólanum verði vísað úr landi í næstu viku. Verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna og hann geti ekki setið hjá þegar slíkt er um það bil að eiga sér stað. Barnamálaráðherra segist treysta dómsmálaráðherra til að vinna fram úr málinu. Fjölskyldan kom til Íslands sumarið 2018 ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd vegna ofsókna sem þau segjast verða fyrir í Egyptalandi. Fjölskyldan hefur dvalið hér í rúm tvö ár en fyrirhugaður flutningur á miðvikudag í næstu vikur hefur tekið mjög á börnin. Tvö elstu eru í fimmta og sjöunda bekk í Háaleitisskóla á Ásbrú, næst yngsti strákurinn var að byrja í fyrsta bekk og sá yngsti er á leikskóla. „Þau hafa verið hér tvö eldri systkinin í tvö ár, mætt hér kát og glöð og dugmikil til verka. Þau hafa lagt rækt við íslenska tungu að læra hana vel og það er ótrúlega sárt að hugsa til þess að þau séu rifinn burt frá þessu umhverfi sem þau eru orðin svo mikill partur af,“ segir Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun var barnamálaráðherra spurður hvort hann ætli að beita sér í málinu. Sagði hann að unnið hefði verið að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í samstarfi á milli ráðherra. „Dómsmálaráðherra heldur á þessu máli og ég treysti henni vel til þess að gæta að Barnasáttmálanum rétt eins og annað og ég treysti henni vel til að vinna fram úr þessu máli,“ segir Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra. Dómsmálaráðherra hefur sagt að hún hafi ekki heimild til að beita sér í einstökum málum, kærunefnd Útlendingamála sér sjálfstæður úrskurðarálili. Lögmaður fjölskyldunnar segir þetta ekki rétt og vísar til þess að hún hafi áður beitt sér í álíka máli, nú síðast í febrúar þegar reglugerð var breytt vegna máls pakistanskrar fjölskyldu. „Ég get varla hugsað til þess að það komi til þessara framkvæmda á miðvikudaginn næsta. Við viljum auðvitað byggja hér upp barnvænlegt samfélag, við erum að stefna á að verða réttindaskóli Unicef, og það er klárt að mínu viti að verið er að brjóta á þeirra grundvallarmannréttindi og það er erfitt að sitja hjá þegar slíkt er um það bil að eiga sér stað,“ segir Friðþjófur. Hér má sjá viðtal við fjölskylduna í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Hælisleitendur Mannréttindi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Réttindi barna Tengdar fréttir Barnamálaráðherra treystir dómsmálaráðherra til að vinna fram úr máli egypsku fjölskyldunnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kveðst treysta Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, mjög vel til þess að vinna fram úr máli egypskrar barnafjölskyldu sem vísa á úr landi í næstu viku. 11. september 2020 14:51 Segir óásættanlegt að vísa fjölskyldunni úr landi Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu. 10. september 2020 19:30 „Ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt“ Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel 7. september 2020 20:29 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Sjá meira
Barnamálaráðherra treystir dómsmálaráðherra til að vinna fram úr máli egypsku fjölskyldunnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kveðst treysta Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, mjög vel til þess að vinna fram úr máli egypskrar barnafjölskyldu sem vísa á úr landi í næstu viku. 11. september 2020 14:51
Segir óásættanlegt að vísa fjölskyldunni úr landi Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu. 10. september 2020 19:30
„Ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt“ Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel 7. september 2020 20:29