Segir að verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. september 2020 20:01 Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla segir að verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna. Vísir Skólastjóri Háaleitisskóla segist ekki geta hugsað til þess að þremur börnum í skólanum verði vísað úr landi í næstu viku. Verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna og hann geti ekki setið hjá þegar slíkt er um það bil að eiga sér stað. Barnamálaráðherra segist treysta dómsmálaráðherra til að vinna fram úr málinu. Fjölskyldan kom til Íslands sumarið 2018 ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd vegna ofsókna sem þau segjast verða fyrir í Egyptalandi. Fjölskyldan hefur dvalið hér í rúm tvö ár en fyrirhugaður flutningur á miðvikudag í næstu vikur hefur tekið mjög á börnin. Tvö elstu eru í fimmta og sjöunda bekk í Háaleitisskóla á Ásbrú, næst yngsti strákurinn var að byrja í fyrsta bekk og sá yngsti er á leikskóla. „Þau hafa verið hér tvö eldri systkinin í tvö ár, mætt hér kát og glöð og dugmikil til verka. Þau hafa lagt rækt við íslenska tungu að læra hana vel og það er ótrúlega sárt að hugsa til þess að þau séu rifinn burt frá þessu umhverfi sem þau eru orðin svo mikill partur af,“ segir Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun var barnamálaráðherra spurður hvort hann ætli að beita sér í málinu. Sagði hann að unnið hefði verið að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í samstarfi á milli ráðherra. „Dómsmálaráðherra heldur á þessu máli og ég treysti henni vel til þess að gæta að Barnasáttmálanum rétt eins og annað og ég treysti henni vel til að vinna fram úr þessu máli,“ segir Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra. Dómsmálaráðherra hefur sagt að hún hafi ekki heimild til að beita sér í einstökum málum, kærunefnd Útlendingamála sér sjálfstæður úrskurðarálili. Lögmaður fjölskyldunnar segir þetta ekki rétt og vísar til þess að hún hafi áður beitt sér í álíka máli, nú síðast í febrúar þegar reglugerð var breytt vegna máls pakistanskrar fjölskyldu. „Ég get varla hugsað til þess að það komi til þessara framkvæmda á miðvikudaginn næsta. Við viljum auðvitað byggja hér upp barnvænlegt samfélag, við erum að stefna á að verða réttindaskóli Unicef, og það er klárt að mínu viti að verið er að brjóta á þeirra grundvallarmannréttindi og það er erfitt að sitja hjá þegar slíkt er um það bil að eiga sér stað,“ segir Friðþjófur. Hér má sjá viðtal við fjölskylduna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hælisleitendur Mannréttindi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Réttindi barna Tengdar fréttir Barnamálaráðherra treystir dómsmálaráðherra til að vinna fram úr máli egypsku fjölskyldunnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kveðst treysta Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, mjög vel til þess að vinna fram úr máli egypskrar barnafjölskyldu sem vísa á úr landi í næstu viku. 11. september 2020 14:51 Segir óásættanlegt að vísa fjölskyldunni úr landi Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu. 10. september 2020 19:30 „Ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt“ Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel 7. september 2020 20:29 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Skólastjóri Háaleitisskóla segist ekki geta hugsað til þess að þremur börnum í skólanum verði vísað úr landi í næstu viku. Verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum barnanna og hann geti ekki setið hjá þegar slíkt er um það bil að eiga sér stað. Barnamálaráðherra segist treysta dómsmálaráðherra til að vinna fram úr málinu. Fjölskyldan kom til Íslands sumarið 2018 ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd vegna ofsókna sem þau segjast verða fyrir í Egyptalandi. Fjölskyldan hefur dvalið hér í rúm tvö ár en fyrirhugaður flutningur á miðvikudag í næstu vikur hefur tekið mjög á börnin. Tvö elstu eru í fimmta og sjöunda bekk í Háaleitisskóla á Ásbrú, næst yngsti strákurinn var að byrja í fyrsta bekk og sá yngsti er á leikskóla. „Þau hafa verið hér tvö eldri systkinin í tvö ár, mætt hér kát og glöð og dugmikil til verka. Þau hafa lagt rækt við íslenska tungu að læra hana vel og það er ótrúlega sárt að hugsa til þess að þau séu rifinn burt frá þessu umhverfi sem þau eru orðin svo mikill partur af,“ segir Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun var barnamálaráðherra spurður hvort hann ætli að beita sér í málinu. Sagði hann að unnið hefði verið að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í samstarfi á milli ráðherra. „Dómsmálaráðherra heldur á þessu máli og ég treysti henni vel til þess að gæta að Barnasáttmálanum rétt eins og annað og ég treysti henni vel til að vinna fram úr þessu máli,“ segir Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra. Dómsmálaráðherra hefur sagt að hún hafi ekki heimild til að beita sér í einstökum málum, kærunefnd Útlendingamála sér sjálfstæður úrskurðarálili. Lögmaður fjölskyldunnar segir þetta ekki rétt og vísar til þess að hún hafi áður beitt sér í álíka máli, nú síðast í febrúar þegar reglugerð var breytt vegna máls pakistanskrar fjölskyldu. „Ég get varla hugsað til þess að það komi til þessara framkvæmda á miðvikudaginn næsta. Við viljum auðvitað byggja hér upp barnvænlegt samfélag, við erum að stefna á að verða réttindaskóli Unicef, og það er klárt að mínu viti að verið er að brjóta á þeirra grundvallarmannréttindi og það er erfitt að sitja hjá þegar slíkt er um það bil að eiga sér stað,“ segir Friðþjófur. Hér má sjá viðtal við fjölskylduna í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Hælisleitendur Mannréttindi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Réttindi barna Tengdar fréttir Barnamálaráðherra treystir dómsmálaráðherra til að vinna fram úr máli egypsku fjölskyldunnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kveðst treysta Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, mjög vel til þess að vinna fram úr máli egypskrar barnafjölskyldu sem vísa á úr landi í næstu viku. 11. september 2020 14:51 Segir óásættanlegt að vísa fjölskyldunni úr landi Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu. 10. september 2020 19:30 „Ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt“ Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel 7. september 2020 20:29 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Barnamálaráðherra treystir dómsmálaráðherra til að vinna fram úr máli egypsku fjölskyldunnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kveðst treysta Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, mjög vel til þess að vinna fram úr máli egypskrar barnafjölskyldu sem vísa á úr landi í næstu viku. 11. september 2020 14:51
Segir óásættanlegt að vísa fjölskyldunni úr landi Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu. 10. september 2020 19:30
„Ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt“ Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel 7. september 2020 20:29