Þurfa reglulega að bregðast við vegna dreifingu kláms Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. september 2020 20:30 Lögreglan fylgist grannt með vefsíðum sem sýna íslenskt klámfengið efni. Dreifing kláms er ólögleg. Getty Netglæpadeild lögreglunnar hefur til skoðunar nokkrar vefsíður sem innihalda erótískt myndefni af íslenskum konum. Lögregla þarf reglulega að bregðast við vegna dreifingu kláms en hefur ekki fengið upplýsingar um ólöglegt athæfi á samfélagsmiðlinum Only Fans. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að tuttugu íslenskar konur hið minnsta selji aðgang kynferðislegu myndefni í gegnum samfélagsmiðilinn Only Fans. Miðillinn hefur rutt sér hratt til rúms hér á landi undanfarin misseri en þar greiðir fólk fyrir efni sem þar birtist, hvort sem um er að ræða saklaust efni eða kynferðislegt, og getur óskað sérstaklega eftir efni gegn hærri greiðslu. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá netglæpadeild, segir að ekki leiki grunur á að um að Íslendingar stundi þar vændi. „Við höfum verið að fá fregnir undanfarið um þessa síðu og við höfum í sjálfu sér ekki skoðað hana mikið meira en það. Það þarf að fara inn og sækja upplýsingarnar nema við fáum upplýsingar annars staðar frá, s ef einhver hefur grun um að það sé vændisstarfsemi þarna, að það sé dreifing á klámi. Þá er hægt að koma upplýsingum til okkar.“ Daði Gunnarsson hjá netglæpadeild lögreglunnar.Friðrik Þór Hann segir að nokkrar vefsíður á borð við Only Fans séu til skoðunar. „Það er alls konar efni í gangi sem við erum að fylgjast mjög reglulega með, þar sem hefur verið grunur um barnaníðsefni sem hefur verið fjarlægt að okkar beiðni. Það hafa verið dæmi stafrænt kynferðisofbeldis, þar sem verið er að senda myndir sem hafa verið sendar í góðri trú og fleira.“ Þá segir hann að vændi geti vissulega þrifist í gegnum tölvuskjá. „Ef þetta væri kaup á vændi í gegnum netið, þar sem kynlíf væri stundað, þá myndi ég ekki telja það löglegt – það væri eiginlega prófmál,“ segir Daði og nefnir dæmi frá Bandaríkjunum. „Þar höfum við séð dæmt í málum tilraun til nauðgunar án þess að viðkomandi hafi hist, aðeins í gegnum netið. Þannig að það eru fordæmi fyrir því að það sé verið að dæma án þess að hafa hist físískt. Þá er það kaup á vændi þrátt fyrir að hafa ekki hitt viðkomandi, heldur var kynlífið bara stundað í gegnum netið.“ Samfélagsmiðlar Netglæpir Lögreglumál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Netglæpadeild lögreglunnar hefur til skoðunar nokkrar vefsíður sem innihalda erótískt myndefni af íslenskum konum. Lögregla þarf reglulega að bregðast við vegna dreifingu kláms en hefur ekki fengið upplýsingar um ólöglegt athæfi á samfélagsmiðlinum Only Fans. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að tuttugu íslenskar konur hið minnsta selji aðgang kynferðislegu myndefni í gegnum samfélagsmiðilinn Only Fans. Miðillinn hefur rutt sér hratt til rúms hér á landi undanfarin misseri en þar greiðir fólk fyrir efni sem þar birtist, hvort sem um er að ræða saklaust efni eða kynferðislegt, og getur óskað sérstaklega eftir efni gegn hærri greiðslu. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá netglæpadeild, segir að ekki leiki grunur á að um að Íslendingar stundi þar vændi. „Við höfum verið að fá fregnir undanfarið um þessa síðu og við höfum í sjálfu sér ekki skoðað hana mikið meira en það. Það þarf að fara inn og sækja upplýsingarnar nema við fáum upplýsingar annars staðar frá, s ef einhver hefur grun um að það sé vændisstarfsemi þarna, að það sé dreifing á klámi. Þá er hægt að koma upplýsingum til okkar.“ Daði Gunnarsson hjá netglæpadeild lögreglunnar.Friðrik Þór Hann segir að nokkrar vefsíður á borð við Only Fans séu til skoðunar. „Það er alls konar efni í gangi sem við erum að fylgjast mjög reglulega með, þar sem hefur verið grunur um barnaníðsefni sem hefur verið fjarlægt að okkar beiðni. Það hafa verið dæmi stafrænt kynferðisofbeldis, þar sem verið er að senda myndir sem hafa verið sendar í góðri trú og fleira.“ Þá segir hann að vændi geti vissulega þrifist í gegnum tölvuskjá. „Ef þetta væri kaup á vændi í gegnum netið, þar sem kynlíf væri stundað, þá myndi ég ekki telja það löglegt – það væri eiginlega prófmál,“ segir Daði og nefnir dæmi frá Bandaríkjunum. „Þar höfum við séð dæmt í málum tilraun til nauðgunar án þess að viðkomandi hafi hist, aðeins í gegnum netið. Þannig að það eru fordæmi fyrir því að það sé verið að dæma án þess að hafa hist físískt. Þá er það kaup á vændi þrátt fyrir að hafa ekki hitt viðkomandi, heldur var kynlífið bara stundað í gegnum netið.“
Samfélagsmiðlar Netglæpir Lögreglumál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira