Stjórnvöld skoða sérstaka útfærslu á ferðamennsku Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2020 19:20 Frá því reglum var breytt við landamærin hinn 19. ágúst og allir sem koma til landsins skikkaðir í tvær sýnatökur með sóttkví í fimm daga á milli þeirra, hafa komið um eitt þúsund manns til landsins á degi hverjum. Á annasömustu sumardögunum í fyrra komu yfir fjörtíu þúsund manns á dag til landsins. Vísir/Vilhelm Til skoðunar er að heimila einfalda ferðamennsku með sóttvarnaráðstöfunum en vaxandi vonleysis er farið að gæta hjá ferðaþjónustunni. Forsætis- og heilbrigðisráðherra eru sammála um að hófstilltar sóttvarnaaðgerðir á landamærunum hafi borið árangur. Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær en einn á landamærunum sem bíður mótefnamælingar. Fjöldi fólks í sóttkví og einangrun er svipaður og undanfarna daga og enn er einn á sjúkrahúsi vegna kórónuveirusmits. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað í dag eins og áður að fara að ráðleggingum sóttvarnalæknis og framlengdi tvöfalda sýnatöku með fimm daga sóttkví á milli í dag.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra framlengdi í dag þær aðgerðir sem gilt hafa á landamærunum frá 19. ágúst um þrjár vikur. Þá stytti hún þann tíma sem fólk sem smitast inanlands þarf að vera í sóttkví úr tveimur vikum í eina að undangenginni sýnatöku í lok sóttkvíar. Hún segir aðgerðirnar á landamærunum nauðsnlegar og þær hafi virkað. „Þær sýna það. Við erum að ná tökum á faraldrinum hér innanlands. Ég held að öllum sem búa hér innanlands sé það ljúft og ánægjulegt að við skulum vera farin að sjá ástand sem er nær því sem við sáum þegar lífið gekk sinn vanagang hér innanlands. Þannig að það er auðvitað árangur sem við erum að ná vegna þess að við gripum til þessara ráðstafana á landamærum,“ segir Svandís. Katrín Jakobsdóttir segir til skoðunar með ferðaþjónustunni að heimila sérútfærða ferðamennsku með sóttvarnatakmörkunum.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðirnar hér hófstiltar miðað við mörg önnur nágrannaríki en nauðsynlegar vegna þess að faraldurinn sé í vexti víða um heim. Frumskylda stjórnvalda sé að verja líf og heilsu fólks. En með árangri við landamærin verði vonandi hægt að slaka á hömlum innanlands. Kórónuveirufaraldurinn hefur ekki bara bein áhrif á þá sem eru að ferðast eða myndu vilja ferðast. Hann hefur haft áhrif á efnahagslíf alls heimsins, meðal annars hér á Íslandi. Þannig hefur Seðlabankinn ákveðið að selja allt að 240 milljónir evra fram til áramóta til að hafa áhrif á gjaldeyrismarkaðinn en krónan hefur látið mjög undan síga frá því faraldurinn hófst. Forsætisráðherra segir hagræna greiningu á áhrifunum faraldursins liggja fyrir í næstu viku. „Og síðan erum við auðvitað í samtali við ferðaþjónustuna um að skoða hvort einhverjar lausnir eru tiltækar. Sem við getum þá nýtt til að einfalda einhverja ferðaþjónustu með skýrum sóttvarnaráðstöfunum þó,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnvöld nýti tímann til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að stjórnvöld eigi að nýta næstu vikur til þess að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærunum. 11. september 2020 16:54 Telur ráðstafanir Íslands á landamærunum hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þá ákvörðun yfirvalda að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum um vöxt faraldursins erlendis og fjölgun smita á landamærunum. 11. september 2020 12:54 Ekkert innanlandssmit í gær Enginn greindist með kórónuveirusmit innanlands í gær. Á landamærunum greindist eitt smit og er þar beðið eftir niðurstöðum mótefnamælingar. 11. september 2020 11:03 Hlutfall virkra smita á landamærunum hefur tífaldast Hlutfall virkra smita á landamærunum hefur tífaldast undanfarnar vikur. Sóttvarnalæknir telur aukninguna mega rekja til þess vaxtar sem kórónuveirufaraldurinn sé í erlendis. 10. september 2020 14:49 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira
Til skoðunar er að heimila einfalda ferðamennsku með sóttvarnaráðstöfunum en vaxandi vonleysis er farið að gæta hjá ferðaþjónustunni. Forsætis- og heilbrigðisráðherra eru sammála um að hófstilltar sóttvarnaaðgerðir á landamærunum hafi borið árangur. Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær en einn á landamærunum sem bíður mótefnamælingar. Fjöldi fólks í sóttkví og einangrun er svipaður og undanfarna daga og enn er einn á sjúkrahúsi vegna kórónuveirusmits. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað í dag eins og áður að fara að ráðleggingum sóttvarnalæknis og framlengdi tvöfalda sýnatöku með fimm daga sóttkví á milli í dag.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra framlengdi í dag þær aðgerðir sem gilt hafa á landamærunum frá 19. ágúst um þrjár vikur. Þá stytti hún þann tíma sem fólk sem smitast inanlands þarf að vera í sóttkví úr tveimur vikum í eina að undangenginni sýnatöku í lok sóttkvíar. Hún segir aðgerðirnar á landamærunum nauðsnlegar og þær hafi virkað. „Þær sýna það. Við erum að ná tökum á faraldrinum hér innanlands. Ég held að öllum sem búa hér innanlands sé það ljúft og ánægjulegt að við skulum vera farin að sjá ástand sem er nær því sem við sáum þegar lífið gekk sinn vanagang hér innanlands. Þannig að það er auðvitað árangur sem við erum að ná vegna þess að við gripum til þessara ráðstafana á landamærum,“ segir Svandís. Katrín Jakobsdóttir segir til skoðunar með ferðaþjónustunni að heimila sérútfærða ferðamennsku með sóttvarnatakmörkunum.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðirnar hér hófstiltar miðað við mörg önnur nágrannaríki en nauðsynlegar vegna þess að faraldurinn sé í vexti víða um heim. Frumskylda stjórnvalda sé að verja líf og heilsu fólks. En með árangri við landamærin verði vonandi hægt að slaka á hömlum innanlands. Kórónuveirufaraldurinn hefur ekki bara bein áhrif á þá sem eru að ferðast eða myndu vilja ferðast. Hann hefur haft áhrif á efnahagslíf alls heimsins, meðal annars hér á Íslandi. Þannig hefur Seðlabankinn ákveðið að selja allt að 240 milljónir evra fram til áramóta til að hafa áhrif á gjaldeyrismarkaðinn en krónan hefur látið mjög undan síga frá því faraldurinn hófst. Forsætisráðherra segir hagræna greiningu á áhrifunum faraldursins liggja fyrir í næstu viku. „Og síðan erum við auðvitað í samtali við ferðaþjónustuna um að skoða hvort einhverjar lausnir eru tiltækar. Sem við getum þá nýtt til að einfalda einhverja ferðaþjónustu með skýrum sóttvarnaráðstöfunum þó,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnvöld nýti tímann til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að stjórnvöld eigi að nýta næstu vikur til þess að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærunum. 11. september 2020 16:54 Telur ráðstafanir Íslands á landamærunum hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þá ákvörðun yfirvalda að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum um vöxt faraldursins erlendis og fjölgun smita á landamærunum. 11. september 2020 12:54 Ekkert innanlandssmit í gær Enginn greindist með kórónuveirusmit innanlands í gær. Á landamærunum greindist eitt smit og er þar beðið eftir niðurstöðum mótefnamælingar. 11. september 2020 11:03 Hlutfall virkra smita á landamærunum hefur tífaldast Hlutfall virkra smita á landamærunum hefur tífaldast undanfarnar vikur. Sóttvarnalæknir telur aukninguna mega rekja til þess vaxtar sem kórónuveirufaraldurinn sé í erlendis. 10. september 2020 14:49 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira
Stjórnvöld nýti tímann til að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að stjórnvöld eigi að nýta næstu vikur til þess að meta ýmsar útfærslur af skimunum á landamærunum. 11. september 2020 16:54
Telur ráðstafanir Íslands á landamærunum hófstilltar og ekki ganga lengra en þörf krefur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þá ákvörðun yfirvalda að framlengja núverandi aðgerðir á landamærum byggja á fyrirliggjandi gögnum um vöxt faraldursins erlendis og fjölgun smita á landamærunum. 11. september 2020 12:54
Ekkert innanlandssmit í gær Enginn greindist með kórónuveirusmit innanlands í gær. Á landamærunum greindist eitt smit og er þar beðið eftir niðurstöðum mótefnamælingar. 11. september 2020 11:03
Hlutfall virkra smita á landamærunum hefur tífaldast Hlutfall virkra smita á landamærunum hefur tífaldast undanfarnar vikur. Sóttvarnalæknir telur aukninguna mega rekja til þess vaxtar sem kórónuveirufaraldurinn sé í erlendis. 10. september 2020 14:49