Segir Bryndísi hafa beðist fyrirgefningar á atvikinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. september 2020 19:30 Kona sem kærði Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir kynferðisbrot segir að eiginkona hans hafi beðið fyrirgefningar á atvikinu á sínum tíma. Lögmaður Jóns Baldvins segir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. Jón Baldvin Hannibalssson fyrrverandi utanríkisráðherra, greinir frá því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að hann hafi verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Þar kemur fram að samkvæmt ákæru sé sakarefnið að hafa „strokið utan klæða upp og niður eftir rassi“ viðkomandi konu. Brotið varðar við 199. grein almennra hegningarlaga og verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Jón Baldvin hafnar sakarefninu með öllu í greininni, um sé að ræða hreinan uppspuna. Um það hafi „trúverðug vitni vottað við rannsókn málsins.“ Hann vitnar þar á meðal til eiginkonu sinnar Bryndísar Schram sem votti að söguburður um áreitni Jóns Baldvins við áðurnefnda konu sé tilhæfulaus með öllu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hans segir að gögn málsins sýni að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. Konan sem um ræðir heitir Carmen Jóhannsdóttir. Hún steig fram og sagði frá sinni reynslu af Jóni Baldvini í fjölmiðlum í fyrra. Þá neitaði Jón Baldvin einnig sök en Carmen kærði hann til lögreglu í mars sama ár. „Jón og Bryndís beita sér saman í málinu í dag. Þetta er þeirra eigið sjálfskaparvíti og fjölskylduharmleikurinn er sjálfsprottin á þessu heimili. Þegar þetta atvik átti sér stað talaði Bryndís um fyrirgefningu og þetta hafi ekki verið í lagi þannig að ég veit ekki af hverju hún er að draga það til baka núna. Það hefur komið fram í bréfaskriftum til móður minnar eftir að við fórum af heimili þeirra í fússi.Ég er rosalega fegin að það sé eitthvað að gerast núna bæði fyrir mína hönd og allra hinna kvennanna sem hafa aldrei kært eða stigið fram með þetta það er ákveðinn sigur,“ segir Carmen. Málið verður þingfest hjá héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. september. „Ég er ekki búin að sjá ákæruna. Þetta á allt eftir að koma í ljós en ég kem og verð við réttarhöldin ef þau fara fram,“ segir Carmen. Dómsmál Lögreglumál Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir ákveðinn sigur að Jón Baldvin hafi verið ákærður Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Konan segist fegin að málið sé komið til ákæruvaldsins. 7. september 2020 14:50 Jón Baldvin ákærður fyrir kynferðisbrot Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. 7. september 2020 06:31 Mest lesið Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Sjá meira
Kona sem kærði Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir kynferðisbrot segir að eiginkona hans hafi beðið fyrirgefningar á atvikinu á sínum tíma. Lögmaður Jóns Baldvins segir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. Jón Baldvin Hannibalssson fyrrverandi utanríkisráðherra, greinir frá því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að hann hafi verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Þar kemur fram að samkvæmt ákæru sé sakarefnið að hafa „strokið utan klæða upp og niður eftir rassi“ viðkomandi konu. Brotið varðar við 199. grein almennra hegningarlaga og verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Jón Baldvin hafnar sakarefninu með öllu í greininni, um sé að ræða hreinan uppspuna. Um það hafi „trúverðug vitni vottað við rannsókn málsins.“ Hann vitnar þar á meðal til eiginkonu sinnar Bryndísar Schram sem votti að söguburður um áreitni Jóns Baldvins við áðurnefnda konu sé tilhæfulaus með öllu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hans segir að gögn málsins sýni að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. Konan sem um ræðir heitir Carmen Jóhannsdóttir. Hún steig fram og sagði frá sinni reynslu af Jóni Baldvini í fjölmiðlum í fyrra. Þá neitaði Jón Baldvin einnig sök en Carmen kærði hann til lögreglu í mars sama ár. „Jón og Bryndís beita sér saman í málinu í dag. Þetta er þeirra eigið sjálfskaparvíti og fjölskylduharmleikurinn er sjálfsprottin á þessu heimili. Þegar þetta atvik átti sér stað talaði Bryndís um fyrirgefningu og þetta hafi ekki verið í lagi þannig að ég veit ekki af hverju hún er að draga það til baka núna. Það hefur komið fram í bréfaskriftum til móður minnar eftir að við fórum af heimili þeirra í fússi.Ég er rosalega fegin að það sé eitthvað að gerast núna bæði fyrir mína hönd og allra hinna kvennanna sem hafa aldrei kært eða stigið fram með þetta það er ákveðinn sigur,“ segir Carmen. Málið verður þingfest hjá héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. september. „Ég er ekki búin að sjá ákæruna. Þetta á allt eftir að koma í ljós en ég kem og verð við réttarhöldin ef þau fara fram,“ segir Carmen.
Dómsmál Lögreglumál Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir ákveðinn sigur að Jón Baldvin hafi verið ákærður Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Konan segist fegin að málið sé komið til ákæruvaldsins. 7. september 2020 14:50 Jón Baldvin ákærður fyrir kynferðisbrot Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. 7. september 2020 06:31 Mest lesið Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Sjá meira
Segir ákveðinn sigur að Jón Baldvin hafi verið ákærður Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Konan segist fegin að málið sé komið til ákæruvaldsins. 7. september 2020 14:50
Jón Baldvin ákærður fyrir kynferðisbrot Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. 7. september 2020 06:31