Bretar og ESB deila enn á ný Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2020 18:02 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Kirsty Wigglesworth Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur varað Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, við því að brjóta gegn samkomulagi þeirra. Hún sagði það að samkomulaginu yrði framfylgt varðandi opin landamæri á Írlandi væri mikilvægt friði og stöðugleika á Írlandi og Norður-Írlandi. Bretar og ESB komust að samkomulagi um landamæri Írlands og Norður-Írlands í fyrra, eftir langar og erfiðar viðræður. Bretland fór formlega úr ESB þann 31. janúar og mun aðlögunartímabilinu ljúka um áramótin. Engir samningar hafa náðst um sambanda Bretlands og ESB í kjölfar þess. Til stendur að halda frekari viðræður um framtíðarsamband Bretlands og ESB í vikunni en þær hafa ekki gengið vel hingað til. I trust the British government to implement the Withdrawal Agreement, an obligation under international law & prerequisite for any future partnership. Protocol on Ireland/Northern Ireland is essential to protect peace and stability on the island & integrity of the single market.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) September 7, 2020 Meðal annars hefur verið deilt um sjávarútveg. Bretar vilja geta selt fisk sinn í ESB en sambandið vill aðgang að fiskimiðum Bretlands. Það segja Bretar ekki koma til greina. Bretar vilja einnig hafa aðgang að öryggisgagnagrunnum sem ríki ESB deila sín á milli. Það segja forsvarsmenn ESB að sé ekki í boði nema fyrir aðildarríki. Eins og áður er einnig deilt um landamæri Írlands og Norður-Írlands, eða landamæri Bretlands og ESB. Hvernig landamæra- og tolleftirliti yrði háttað var helsta deiluefnið í viðræðunum fyrir Brexit og virðist vera orðið það aftur. Boris Johnson hefur sagt að náist ekki samkomulag fyrir 15. október ættu báðar fylkingar að snúa sér að einhverju öðru, samkvæmt frétt BBC. Það er að viðskipti milli Bretlands og ESB færu eftir alþjóðlegum stöðlum. Johnson er sannfærður um að Bretland kæmi vel út úr því að viðræður myndu ekki nást. Fregnir dagsins hafa valdið því að breska pundið tapaði verðmæti gagnvart evrunni. Brexit Bretland Evrópusambandið Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Fríverslunarsamningur við Breta fjarlægur draumur Bretland og Evrópusambandið þurfa að búa sig undir að enginn samningur náist um útgöngu Breta úr sambandinu. 23. júlí 2020 19:00 Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur varað Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, við því að brjóta gegn samkomulagi þeirra. Hún sagði það að samkomulaginu yrði framfylgt varðandi opin landamæri á Írlandi væri mikilvægt friði og stöðugleika á Írlandi og Norður-Írlandi. Bretar og ESB komust að samkomulagi um landamæri Írlands og Norður-Írlands í fyrra, eftir langar og erfiðar viðræður. Bretland fór formlega úr ESB þann 31. janúar og mun aðlögunartímabilinu ljúka um áramótin. Engir samningar hafa náðst um sambanda Bretlands og ESB í kjölfar þess. Til stendur að halda frekari viðræður um framtíðarsamband Bretlands og ESB í vikunni en þær hafa ekki gengið vel hingað til. I trust the British government to implement the Withdrawal Agreement, an obligation under international law & prerequisite for any future partnership. Protocol on Ireland/Northern Ireland is essential to protect peace and stability on the island & integrity of the single market.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) September 7, 2020 Meðal annars hefur verið deilt um sjávarútveg. Bretar vilja geta selt fisk sinn í ESB en sambandið vill aðgang að fiskimiðum Bretlands. Það segja Bretar ekki koma til greina. Bretar vilja einnig hafa aðgang að öryggisgagnagrunnum sem ríki ESB deila sín á milli. Það segja forsvarsmenn ESB að sé ekki í boði nema fyrir aðildarríki. Eins og áður er einnig deilt um landamæri Írlands og Norður-Írlands, eða landamæri Bretlands og ESB. Hvernig landamæra- og tolleftirliti yrði háttað var helsta deiluefnið í viðræðunum fyrir Brexit og virðist vera orðið það aftur. Boris Johnson hefur sagt að náist ekki samkomulag fyrir 15. október ættu báðar fylkingar að snúa sér að einhverju öðru, samkvæmt frétt BBC. Það er að viðskipti milli Bretlands og ESB færu eftir alþjóðlegum stöðlum. Johnson er sannfærður um að Bretland kæmi vel út úr því að viðræður myndu ekki nást. Fregnir dagsins hafa valdið því að breska pundið tapaði verðmæti gagnvart evrunni.
Brexit Bretland Evrópusambandið Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Fríverslunarsamningur við Breta fjarlægur draumur Bretland og Evrópusambandið þurfa að búa sig undir að enginn samningur náist um útgöngu Breta úr sambandinu. 23. júlí 2020 19:00 Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Fríverslunarsamningur við Breta fjarlægur draumur Bretland og Evrópusambandið þurfa að búa sig undir að enginn samningur náist um útgöngu Breta úr sambandinu. 23. júlí 2020 19:00
Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41