Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í dag. Tindastóll vann stórsigur á Gróttu á meðan Afturelding, Keflavík og Fjölnir unnu öll sína leiki.
Ekkert fær stöðvað Tindastól og átti Grótta aldrei möguleika á Sauðárkróki í dag. Murielle Tiernan kom Stólunum yfir þegar hálftími var liðinn. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en Murielle bætti við tveimur í síðari hálfleik á meðan Jacqueline Altschuld skoraði eitt. Lokatölur 4-0 og Tindastóll heldur því toppsætinu.
Murielle er svo gott sem búin að tryggja sér gullskóinn en hún er með 18 mörk í 12 leikjum á tímabilinu.
Keflavík vann ÍA 1-0 á útivelli. Þá vann Afturelding 1-0 sigur á Völsungi og Fjölnir vann loks leik er liðið lagði Augnablik 2-1.
Dusan Ivkovic - þjálfari Fjölnis - fékk rautt spjald í síðasta leik og því stýrði Axel Örn Sæmundsson sínum fyrsta leik sem aðalþjálfari liðsins í sumar. Mögulega er það lykillinn að því að Fjölnir haldi sæti sínu en liðið er nú tveimur stigum á eftir Víking Reykjavík sem á þó leik til góða.