Dregið í riðla á HM í handbolta fyrir framan pýramídana á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 11:30 Aron Pálmarsson mun væntanlega taka við fyrirliðabandinu af Guðjóni Val Sigurðssyni sem lagði skóna á hilluna í vor. Getty/TF-Images Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á morgun fyrir heimeistarakeppnina í handbolta sem á að fara fram í byrjun næsta árs. Eins og staðan er núna þá fer HM í handbolta fram í Egyptalandi í janúar en auðvitað gæti kórónuveiran breytt því eins og flestu öðru í heiminum nú um stundir. Alþjóða handknattleikssambandið og mótshaldarar ætla alla vega að draga í riðla á morgun fyrir framan pýramídana í Gísa. Drátturinn verður klukkan sjö að staðartíma eða klukkan fimm að íslenskum tíma. Þetta verður söguleg heimsmeistarakeppni því í fyrsta sinn munu 32 þjóðir taka þátt. Í raun hafa aðeins þrjátíu þjóðir tryggt sér sætið en enn á eftir að finna út hvaða þjóðir koma frá Norður og Mið-Ameríku annars vegar og frá Suður-Ameríku hins vegar. Just 2 days remaining for the Handball World Championship Egypt 2021 draw that will be held at the Great Pyramids!#Egypt2021 pic.twitter.com/WDpuecUZsM— Handnall Egypt2021 (@Egypt2021EN) September 3, 2020 Þessum 32 þjóðum verður skipt niður í átta fjögurra þjóða riðla og þrjú efstu þjóðirnar í hverjum riðli komast síðan áfram í fjóra milliriðla. Þaðan tryggja síðan tvær efstu þjóðirnar sér sæti í átta liða úrslitum og eftir það verður útsláttarkeppni. Íslenska landsliðið er í þriðja styrkleikaflokki að þessu sinni og verður því ekki í riðli með Brasilíu, Úrúgvæ, Tékklandi, Frakklandi, Suður-Kóreu, Japan eða Barein. Það verða aftur á móti tvær öflugar þjóðir úr fyrsta og öðrum styrkleikaflokki í riðli Íslands. Það er þó talsverður gæðamunur á þjóðunum í öðrum styrkleikaflokki og þar gæti Ísland hafi heppnina með sér. Sömu sögu er að segja af fjórða styrkleikaflokknum þar sem væri mjög gott að losna við það að mæta Póllandi og Rússlandi sem dæmi. Íslenska liðið gæti lenti í riðli með þýska landsliðinu en þetta verður fyrsta stórmót þess undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Alfreð gæti líka lenti í riðli með Japan en Dagur Sigurðsson þjálfar japanska landsliðið. Am Samstag findet ab 19 Uhr die Auslosung der Vorrunde zur WM 2021 in Ägypten statt. Lesestoff dazu findet Ihr hier #WIRIHRALLE #aufgehtsDHB #handball_ _Die @sportschau überträgt die Auslosung im Livestream via https://t.co/bnCWbitrLT https://t.co/4iAYoFOpOp— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) September 3, 2020 Í fyrsta styrkleikaflokki verður ein af eftirtöldum þjóðum með Íslandi í riðli: Danmörk, Spánn, Króatía, Noregur, Slóvenía, Þýskaland, Portúgal og Svíþjóð. Í öðrum styrkleikaflokki verður ein af eftirtöldum þjóðum með Íslandi í riðli: Egyptaland, Argentína, Austurríki, Ungverjaland, Túnis, Alsír, Katar og Hvíta Rússland. Úr fjórða og síðasta styrkleikaflokki verður ein af eftirtöldum þjóðum með Íslandi í riðli: Angóla, Grænhöfðaeyjar, Marokkó, Suður-Ameríku þjóð, Kóngó, Pólland, Norður og Mið-Ameríkuþjóð og Rússland. Það verður dregið úr fjórða, þriðja og fyrsta styrkleikaflokki en síðan fá gestgjafar Egypta að velja sér riðil áður en haldið verður áfram að draga liðin úr öðrum styrkleikaflokki í riðla. HM 2021 í handbolta Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á morgun fyrir heimeistarakeppnina í handbolta sem á að fara fram í byrjun næsta árs. Eins og staðan er núna þá fer HM í handbolta fram í Egyptalandi í janúar en auðvitað gæti kórónuveiran breytt því eins og flestu öðru í heiminum nú um stundir. Alþjóða handknattleikssambandið og mótshaldarar ætla alla vega að draga í riðla á morgun fyrir framan pýramídana í Gísa. Drátturinn verður klukkan sjö að staðartíma eða klukkan fimm að íslenskum tíma. Þetta verður söguleg heimsmeistarakeppni því í fyrsta sinn munu 32 þjóðir taka þátt. Í raun hafa aðeins þrjátíu þjóðir tryggt sér sætið en enn á eftir að finna út hvaða þjóðir koma frá Norður og Mið-Ameríku annars vegar og frá Suður-Ameríku hins vegar. Just 2 days remaining for the Handball World Championship Egypt 2021 draw that will be held at the Great Pyramids!#Egypt2021 pic.twitter.com/WDpuecUZsM— Handnall Egypt2021 (@Egypt2021EN) September 3, 2020 Þessum 32 þjóðum verður skipt niður í átta fjögurra þjóða riðla og þrjú efstu þjóðirnar í hverjum riðli komast síðan áfram í fjóra milliriðla. Þaðan tryggja síðan tvær efstu þjóðirnar sér sæti í átta liða úrslitum og eftir það verður útsláttarkeppni. Íslenska landsliðið er í þriðja styrkleikaflokki að þessu sinni og verður því ekki í riðli með Brasilíu, Úrúgvæ, Tékklandi, Frakklandi, Suður-Kóreu, Japan eða Barein. Það verða aftur á móti tvær öflugar þjóðir úr fyrsta og öðrum styrkleikaflokki í riðli Íslands. Það er þó talsverður gæðamunur á þjóðunum í öðrum styrkleikaflokki og þar gæti Ísland hafi heppnina með sér. Sömu sögu er að segja af fjórða styrkleikaflokknum þar sem væri mjög gott að losna við það að mæta Póllandi og Rússlandi sem dæmi. Íslenska liðið gæti lenti í riðli með þýska landsliðinu en þetta verður fyrsta stórmót þess undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Alfreð gæti líka lenti í riðli með Japan en Dagur Sigurðsson þjálfar japanska landsliðið. Am Samstag findet ab 19 Uhr die Auslosung der Vorrunde zur WM 2021 in Ägypten statt. Lesestoff dazu findet Ihr hier #WIRIHRALLE #aufgehtsDHB #handball_ _Die @sportschau überträgt die Auslosung im Livestream via https://t.co/bnCWbitrLT https://t.co/4iAYoFOpOp— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) September 3, 2020 Í fyrsta styrkleikaflokki verður ein af eftirtöldum þjóðum með Íslandi í riðli: Danmörk, Spánn, Króatía, Noregur, Slóvenía, Þýskaland, Portúgal og Svíþjóð. Í öðrum styrkleikaflokki verður ein af eftirtöldum þjóðum með Íslandi í riðli: Egyptaland, Argentína, Austurríki, Ungverjaland, Túnis, Alsír, Katar og Hvíta Rússland. Úr fjórða og síðasta styrkleikaflokki verður ein af eftirtöldum þjóðum með Íslandi í riðli: Angóla, Grænhöfðaeyjar, Marokkó, Suður-Ameríku þjóð, Kóngó, Pólland, Norður og Mið-Ameríkuþjóð og Rússland. Það verður dregið úr fjórða, þriðja og fyrsta styrkleikaflokki en síðan fá gestgjafar Egypta að velja sér riðil áður en haldið verður áfram að draga liðin úr öðrum styrkleikaflokki í riðla.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira