Utanríkisráðherra segir Íslendinga hafa sofið í netöryggismálum Heimir Már Pétursson skrifar 3. september 2020 19:20 Öll fjarskipti Íslendinga fara um þrjá sæstrengi sem allir fara um danskt yfirráðasvæði. Danir hafa veitt Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna aðgang að sínum kerfum. Utanríkisráðherra segir Íslendinga hafa verið sofandi í netöryggismálum. En þingmaður Pírata vakti athygli á því á Alþingi í dag að Danir hefðu veitt Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna aðgang að sæstrengjum sem tengdust öllum netsamskiptum Íslendinga. Smári McCarthy þingmaður Pírata sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að þessar nýlegu upplýsingar um samantekin ráð tveggja vinaþjóða væru óþægilegar fréttir þar sem málið snerti Íslendinga beint. Smári McCarthy segir Bandaríkjamenn hafa sýnt að þeir séu tilbúnir til að hlera vini sína og Íslendingar ættu ekki að halda að þeir væru þar undanskildir.Vísir/Vilhelm „Öll fjarskipti Íslendinga fara í gegnum þrjá sæstrengi sem allir liggja í gegnum danskt yfirráðasvæði. Allir tölvupóstarnir, öll skjölin, allir fjarfundirnir, öll okkar fjarskipti fara um þessa þrjá sæstrengi,“ sagði Smári. Bandaríkjamenn hafi sýnt að þeir væru tilbúnir til að njósna um vini sína eins og kanslara Þýskalands. Utanríkisráðherra segir Íslendinga hafa sofið á verðinum í netöryggismálum. Auðvelt getur verið að hlera öll samskipti Íslendinga að mati Smára McCarthy.Getty/Christoph Burgstedt „Þannig að mér finnst eðlilegt að spyrja hæstvirtan utanríkisráðherra: Hefur hann rætt við dönsk eða bandarísk stjórnvöld um þessar tilteknu njósnir. Hafa bandarísk stjórnvöld farið fram á að fá að njósna hér á landi með beinum hætti eins og þau hafa gert í Danmörku. Og hefur hann leitast eftir upplýsingum um þessa áhættu og hvernig hægt sé að meta hana til að koma í veg fyrir hana,“ spurði Smári. „Þetta einstaka mál sem háttvirtur þingmaður nefnir hér er því miður ekkert einsdæmi. Maður þarf að fá betri upplýsigar hvað það varðar. Ég þarf ekki að taka fram að það hefur enginn komið til mín, hvorki frá því landi sem háttvirtur þingmaður nefndi eða öðrum, og beðið mig um að fá að njósna um Íslendinga. Þa hefur ekki dottið inn hjá mér,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Bandaríkjamenn hafa sýnt Íslandi mikinn áhug undanfarin misseri eins og heimsóknir Mike Pence varaforseta og Mike Pompeo uranríkisráðherra eru til staðfestingar um.Vísir/ Vilhelm Framundan væru fundir með utanríkisráðherrum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þar sem þessi mál verði rædd. Íslendingar hafi ekki verið nógu vakandi í þessum málaflokki sem ætti að vera í forgangi. „Og ég hef vakið athygli á því hvað eftir annað að þetta eru mikilvæg mál. Öryggismál eru ekki bara þessi hefðbundnu öryggismál sem við þekkjum síðustu áratugi. Heimurinn er að breytast. Tækninni hefur fleygt mjög fram og við erum að sjá ógnir sem við höfum ekki séð áður,“ sagði Guðlaugur Þór. Bandaríkin Danmörk Netöryggi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Utanríkisráðherra segir Íslendinga hafa verið sofandi í netöryggismálum. En þingmaður Pírata vakti athygli á því á Alþingi í dag að Danir hefðu veitt Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna aðgang að sæstrengjum sem tengdust öllum netsamskiptum Íslendinga. Smári McCarthy þingmaður Pírata sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að þessar nýlegu upplýsingar um samantekin ráð tveggja vinaþjóða væru óþægilegar fréttir þar sem málið snerti Íslendinga beint. Smári McCarthy segir Bandaríkjamenn hafa sýnt að þeir séu tilbúnir til að hlera vini sína og Íslendingar ættu ekki að halda að þeir væru þar undanskildir.Vísir/Vilhelm „Öll fjarskipti Íslendinga fara í gegnum þrjá sæstrengi sem allir liggja í gegnum danskt yfirráðasvæði. Allir tölvupóstarnir, öll skjölin, allir fjarfundirnir, öll okkar fjarskipti fara um þessa þrjá sæstrengi,“ sagði Smári. Bandaríkjamenn hafi sýnt að þeir væru tilbúnir til að njósna um vini sína eins og kanslara Þýskalands. Utanríkisráðherra segir Íslendinga hafa sofið á verðinum í netöryggismálum. Auðvelt getur verið að hlera öll samskipti Íslendinga að mati Smára McCarthy.Getty/Christoph Burgstedt „Þannig að mér finnst eðlilegt að spyrja hæstvirtan utanríkisráðherra: Hefur hann rætt við dönsk eða bandarísk stjórnvöld um þessar tilteknu njósnir. Hafa bandarísk stjórnvöld farið fram á að fá að njósna hér á landi með beinum hætti eins og þau hafa gert í Danmörku. Og hefur hann leitast eftir upplýsingum um þessa áhættu og hvernig hægt sé að meta hana til að koma í veg fyrir hana,“ spurði Smári. „Þetta einstaka mál sem háttvirtur þingmaður nefnir hér er því miður ekkert einsdæmi. Maður þarf að fá betri upplýsigar hvað það varðar. Ég þarf ekki að taka fram að það hefur enginn komið til mín, hvorki frá því landi sem háttvirtur þingmaður nefndi eða öðrum, og beðið mig um að fá að njósna um Íslendinga. Þa hefur ekki dottið inn hjá mér,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Bandaríkjamenn hafa sýnt Íslandi mikinn áhug undanfarin misseri eins og heimsóknir Mike Pence varaforseta og Mike Pompeo uranríkisráðherra eru til staðfestingar um.Vísir/ Vilhelm Framundan væru fundir með utanríkisráðherrum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þar sem þessi mál verði rædd. Íslendingar hafi ekki verið nógu vakandi í þessum málaflokki sem ætti að vera í forgangi. „Og ég hef vakið athygli á því hvað eftir annað að þetta eru mikilvæg mál. Öryggismál eru ekki bara þessi hefðbundnu öryggismál sem við þekkjum síðustu áratugi. Heimurinn er að breytast. Tækninni hefur fleygt mjög fram og við erum að sjá ógnir sem við höfum ekki séð áður,“ sagði Guðlaugur Þór.
Bandaríkin Danmörk Netöryggi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira