Telur njósnamálið í Danmörku snerta Íslendinga beint Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. september 2020 12:38 Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Vísir/vilhelm Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir að njósnamál sem kom upp nýverið í Danmörku tengist Íslendingum beint. Utanríkisráðherra telur að stjórnvöld hér á landi hafi ekki verið nógu vakandi í netöryggismálum. Smári hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd þingsins taki njósnamálið danska fyrir og að nefndin krefjist skýringa frá dönskum yfirvöldum. Á þingi í dag vakti Smári athygli á njósnahneyksli sem skekið hefur danska stjórnkerfið að undanförnu eftir að upp komst að leyniþjónusta danska hersins veitti Þjóðaröryggistofnun Bandaríkjanna (NSA) aðgang að ljósleiðurum, sem gerði NSA meðal annars kleift að fylgjast með símtölum, sms skilaboðum og tölvupósti sem fóru um ljósleiðarann, nær öllum rafrænum sendingum dönsku þjóðarinnar. „Þetta eru óþægilegar fréttir fyrir margra hluta sakir, ekki síst vegna þess að þetta snertir Íslendinga með beinum hætti. Öll fjarskipti Íslendinga fara í gegnum þrjá sæstrengi sem allir liggja í gegnum danskt yfirráðasvæði. Allir tölvupóstarnir, öll skjölin, allir fjarfundirnir, öll okkar fjarskipti fara í gegnum þessa sæstrengi,“ sagði Smári McCarthy í óundirburnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.vísir/vilhelm Þar beindi hann þeirri spurningu að Guðlaugi Þór Þórðarssyni, hvort að hann hefði rætt málið við norræna kollega sína, hvort að bandarísk yfirvöld hafi farið fram á það með beinum hætti að njósna hér á landi og hvort ráðherra hafi leitast eftir upplýsingum um málið. Vill að utanríkismálanefnd taki málið fyrir Í svari ráðherra kom fram að hann teldi málið alvarlegt og til stæði að ræða það sérstaklega á fundi norrænna ráðherra sem fram færi á næstunni. Telur hann yfirvöld hér á landi þurfi að beina sjónum sínum að netöryggismálum. „Ég ligg ekkert á þeirri skoðun minni að mér finnst við ekki vera nógu vakandi þegar kemur að þeim málaflokki,“ sagði Guðlaugur Þór sem var sammála Smára að um þjóðaröryggismál væri að ræða. Enginn hafi hins vegar komið til hans frá Bandaríkjunum eða öðrum ríkjum til að fá leyfi ráðherra til að njósna um Íslendinga. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Smári óskað eftir því að málið verði tekið fyrir á vettvangi utanríkismálanefndar þingsins, óskað verði eftir upplýsingum um málið frá utanríkisráðuneytinu, auk þess að krafist verði skýringa frá dönskum stjórnvöldum, mögulega bandarískum. Alþingi Bandaríkin Danmörk Tölvuárásir Utanríkismál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir að njósnamál sem kom upp nýverið í Danmörku tengist Íslendingum beint. Utanríkisráðherra telur að stjórnvöld hér á landi hafi ekki verið nógu vakandi í netöryggismálum. Smári hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd þingsins taki njósnamálið danska fyrir og að nefndin krefjist skýringa frá dönskum yfirvöldum. Á þingi í dag vakti Smári athygli á njósnahneyksli sem skekið hefur danska stjórnkerfið að undanförnu eftir að upp komst að leyniþjónusta danska hersins veitti Þjóðaröryggistofnun Bandaríkjanna (NSA) aðgang að ljósleiðurum, sem gerði NSA meðal annars kleift að fylgjast með símtölum, sms skilaboðum og tölvupósti sem fóru um ljósleiðarann, nær öllum rafrænum sendingum dönsku þjóðarinnar. „Þetta eru óþægilegar fréttir fyrir margra hluta sakir, ekki síst vegna þess að þetta snertir Íslendinga með beinum hætti. Öll fjarskipti Íslendinga fara í gegnum þrjá sæstrengi sem allir liggja í gegnum danskt yfirráðasvæði. Allir tölvupóstarnir, öll skjölin, allir fjarfundirnir, öll okkar fjarskipti fara í gegnum þessa sæstrengi,“ sagði Smári McCarthy í óundirburnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.vísir/vilhelm Þar beindi hann þeirri spurningu að Guðlaugi Þór Þórðarssyni, hvort að hann hefði rætt málið við norræna kollega sína, hvort að bandarísk yfirvöld hafi farið fram á það með beinum hætti að njósna hér á landi og hvort ráðherra hafi leitast eftir upplýsingum um málið. Vill að utanríkismálanefnd taki málið fyrir Í svari ráðherra kom fram að hann teldi málið alvarlegt og til stæði að ræða það sérstaklega á fundi norrænna ráðherra sem fram færi á næstunni. Telur hann yfirvöld hér á landi þurfi að beina sjónum sínum að netöryggismálum. „Ég ligg ekkert á þeirri skoðun minni að mér finnst við ekki vera nógu vakandi þegar kemur að þeim málaflokki,“ sagði Guðlaugur Þór sem var sammála Smára að um þjóðaröryggismál væri að ræða. Enginn hafi hins vegar komið til hans frá Bandaríkjunum eða öðrum ríkjum til að fá leyfi ráðherra til að njósna um Íslendinga. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Smári óskað eftir því að málið verði tekið fyrir á vettvangi utanríkismálanefndar þingsins, óskað verði eftir upplýsingum um málið frá utanríkisráðuneytinu, auk þess að krafist verði skýringa frá dönskum stjórnvöldum, mögulega bandarískum.
Alþingi Bandaríkin Danmörk Tölvuárásir Utanríkismál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira