Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2020 12:21 Sævar Þór Jónsson er með tvö mál kvenna sem telja mistök hafa verið gerð við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu til ítarlegrar skoðunar. Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. Í skoðun er að taka tvö mál áfram sem eru sambærileg máli umbjóðanda hans. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar sem fékk rangar niðurstöður úr krabbameinsskoðun og er nú með ólæknandi krabbamein, hefur fengið fyrirspurnir frá hátt í tíu konum eða aðstandendum þeirra. „Fólk hefur verið að senda fyrirspurnir - með sambærilega mál - hvort þeirra mál eigi við eða eru af sama meiði. Það eru tvö mál sem ég er með til skoðunar sem ég tel að gætu verið svipuð eða alveg eins,“ segir Sævar Þór. Forsvarsmenn Krabbameinsfélaginu voru á fundum í gær og gáfu ekki kost á viðtali.Vísir/Sigurjón Eins og komið hefur fram í fréttum gerði starfsmaður Krabbameinsfélagsins alvarleg mistök við greiningu á sýni hjá umbjóðanda Sævars við leghálsskoðun árið 2018 þegar æxli yfirsást í greiningu. Félagið vinnur nú að því að endurskoða sex þúsund leghálssýni og er komið strax í ljós að að minnsta kosti þrjátíu konur fengu ranga niðurstöðu árið 2018. Sævar segir konur sem telja sig hafa lent í sömu mistökum hafi haft samband við hann. Sömuleiðis aðstandendur alvarlega veikra kvenna og kvenna sem eru látnar af völdum krabbameins. Eins og áður segir skoðar Sævar nú tvö mál ítarlega. Fólk hefur sögur að segja „Ég mun kanna hvort það séu líkindi með málunum og hafa þá samband við landlækni og Krabbameinsfélagið,“ segir Sævar Þór. Hann segir Krabbameinsfélagið hafa sett sig í samband við sig og vinnur hann nú með þeim í því að koma áfram upplýsingum um einstaklinga sem telja líkindi með málum með það fyrir augum að upplýsa málið. Sævar segir að fjöldi fyrirspurna komi honum á óvart í kjölfar fréttaflutnings. „Það virðist augljóst að það er einhver brotalöm í þessu ferli hjá Krabbameinsfélaginu og fólk hefur sögur að segja þótt þær séu ekki alveg sambærilegar. En já það kemur mér svolítið á óvart.“ Embætti landlæknis er með málið til rannsóknar og fundaði með fulltrúum Krabbameinsfélagsins í dag. Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. Fjallað verður áfram um málið á Vísi og í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þurfti að greinast með krabbamein í vinstra brjósti til að fá greiningu á meininu í því hægra Kona sem greindist með krabbamein í báðum brjóstum í vor segir að ýmislegt megi betur fara í greiningarferli Krabbameinsféags Íslands. 3. september 2020 09:01 Tjá sig ekki um hvort rekja megi öll mistökin til sama starfsmanns Starfsmaður leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins sem gerði mistök við greiningu á leghálssýni fimmtugrar konu greindi að minnsta kosti nokkur af sýnum þeirra þrjátíu kvenna sem hafa verið kallaðar aftur í skoðun vegna rangrar niðurstöðu um frumubreytingar. 2. september 2020 19:15 Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. Í skoðun er að taka tvö mál áfram sem eru sambærileg máli umbjóðanda hans. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar sem fékk rangar niðurstöður úr krabbameinsskoðun og er nú með ólæknandi krabbamein, hefur fengið fyrirspurnir frá hátt í tíu konum eða aðstandendum þeirra. „Fólk hefur verið að senda fyrirspurnir - með sambærilega mál - hvort þeirra mál eigi við eða eru af sama meiði. Það eru tvö mál sem ég er með til skoðunar sem ég tel að gætu verið svipuð eða alveg eins,“ segir Sævar Þór. Forsvarsmenn Krabbameinsfélaginu voru á fundum í gær og gáfu ekki kost á viðtali.Vísir/Sigurjón Eins og komið hefur fram í fréttum gerði starfsmaður Krabbameinsfélagsins alvarleg mistök við greiningu á sýni hjá umbjóðanda Sævars við leghálsskoðun árið 2018 þegar æxli yfirsást í greiningu. Félagið vinnur nú að því að endurskoða sex þúsund leghálssýni og er komið strax í ljós að að minnsta kosti þrjátíu konur fengu ranga niðurstöðu árið 2018. Sævar segir konur sem telja sig hafa lent í sömu mistökum hafi haft samband við hann. Sömuleiðis aðstandendur alvarlega veikra kvenna og kvenna sem eru látnar af völdum krabbameins. Eins og áður segir skoðar Sævar nú tvö mál ítarlega. Fólk hefur sögur að segja „Ég mun kanna hvort það séu líkindi með málunum og hafa þá samband við landlækni og Krabbameinsfélagið,“ segir Sævar Þór. Hann segir Krabbameinsfélagið hafa sett sig í samband við sig og vinnur hann nú með þeim í því að koma áfram upplýsingum um einstaklinga sem telja líkindi með málum með það fyrir augum að upplýsa málið. Sævar segir að fjöldi fyrirspurna komi honum á óvart í kjölfar fréttaflutnings. „Það virðist augljóst að það er einhver brotalöm í þessu ferli hjá Krabbameinsfélaginu og fólk hefur sögur að segja þótt þær séu ekki alveg sambærilegar. En já það kemur mér svolítið á óvart.“ Embætti landlæknis er með málið til rannsóknar og fundaði með fulltrúum Krabbameinsfélagsins í dag. Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. Fjallað verður áfram um málið á Vísi og í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þurfti að greinast með krabbamein í vinstra brjósti til að fá greiningu á meininu í því hægra Kona sem greindist með krabbamein í báðum brjóstum í vor segir að ýmislegt megi betur fara í greiningarferli Krabbameinsféags Íslands. 3. september 2020 09:01 Tjá sig ekki um hvort rekja megi öll mistökin til sama starfsmanns Starfsmaður leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins sem gerði mistök við greiningu á leghálssýni fimmtugrar konu greindi að minnsta kosti nokkur af sýnum þeirra þrjátíu kvenna sem hafa verið kallaðar aftur í skoðun vegna rangrar niðurstöðu um frumubreytingar. 2. september 2020 19:15 Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Þurfti að greinast með krabbamein í vinstra brjósti til að fá greiningu á meininu í því hægra Kona sem greindist með krabbamein í báðum brjóstum í vor segir að ýmislegt megi betur fara í greiningarferli Krabbameinsféags Íslands. 3. september 2020 09:01
Tjá sig ekki um hvort rekja megi öll mistökin til sama starfsmanns Starfsmaður leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins sem gerði mistök við greiningu á leghálssýni fimmtugrar konu greindi að minnsta kosti nokkur af sýnum þeirra þrjátíu kvenna sem hafa verið kallaðar aftur í skoðun vegna rangrar niðurstöðu um frumubreytingar. 2. september 2020 19:15
Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent