Skýrsla um dánaraðstoð lögð fram á Alþingi Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2020 16:27 Ef marka má umsagnir þeirra við skýrslubeiðni Bryndísar á sínum tíma virðist ljóst að dánaraðstoð á ekki fylgi að fagna meðal heilbrigðisstétta á Íslandi. GETTY/MOTORTION Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram skýrslu um dánaraðstoð á Alþingi. Í skýrslunni er m.a. fjallað um þróun lagaramma í löndum þar sem dánaraðstoð er leyfð, um tíðni, ástæður og skilyrði dánaraðstoðar í þeim löndum og hver reynslan hefur verið. Ekki er tekin afstaða til þess hvort heimila eigi dánaraðstoð í skýrslunni heldur er henni ætlað að vera grundvöllur frekari umræðu um efnið, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Í skýrslunni er einnig reifuð opinber umræða um dánaraðstoð í nokkrum löndum þar sem dánaraðstoð er ekki leyfð og um mögulegar lagabreytingar hvað það varðar, einkum hjá hinum Norðurlandaþjóðunum, í Þýskalandi og Kanada. Í skýrslubeiðninni til heilbrigðisráðherra er óskað eftir umfjöllun um hvort tækt sé að gera viðhorfskönnun meðal heilbrigðisstarfsmanna um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar, annars vegar hvort starfsmenn telji dánaraðstoð vera réttlætanlega í ákveðnum tilfellum og hins vegar hvort þeir væru tilbúnir að verða við slíkri ósk að uppfylltum skilyrðum og að því gefnu að það samræmdist íslenskum lögum. Í skýrslunni er slík könnun talin möguleg og jafnframt bent á að hugsanlega þyrfti einnig að kanna viðhorf almennings í þessu sambandi. Skýrsluna má nálgast í heild hér. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði skýrslubeiðnina fram. Ef marka má umsagnir þeirra við skýrslubeiðni Bryndísar á sínum tíma virðist þó ljóst að dánaraðstoð eigi ekki fylgi að fagna meðal heilbrigðisstétta. Embætti landlæknis lagðist þannig alfarið gegn því að Alþingi tæki málið til umfjöllunar árið 2018, umræðan um líknardráp ætti heima á vettvangi læknisfræðinnar. Læknafélag Íslands er á sömu blaðsíðu í umsögn sinni. Félagið segist vera hluti af Alþjóðafélagi lækna sem telur líknardráp vera siðlaus og „hvetur aðildarfélög sín og lækna til að taka aldrei þátt i líknardrápi, jafnvel þó landslög leyfi slíkt,“ segir Læknafélagið. Heilbrigðismál Alþingi Líknardráp Tengdar fréttir Dánaraðstoð í Sviss Reynslusaga mín sem hef tvisvar á sex árum upplifað dánaraðstoð við náinn aðstandanda. 12. september 2019 07:30 Perúsk kona hefur kært ríkið í von um að fá að enda líf sitt 43 ára perúsk kona sem glímir við langvinnan bólgusjúkdóm hefur kært perúska ríkið í von um að fá dánaraðstoð. Ana Estrada hefur glímt við fjölvöðvabólgu (e. polymyositis) frá kynþroskaaldri en um er að ræða ólæknandi sjúkdóm sem hefur rýrt vöðva hennar frá því að hún var unglingur. 9. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram skýrslu um dánaraðstoð á Alþingi. Í skýrslunni er m.a. fjallað um þróun lagaramma í löndum þar sem dánaraðstoð er leyfð, um tíðni, ástæður og skilyrði dánaraðstoðar í þeim löndum og hver reynslan hefur verið. Ekki er tekin afstaða til þess hvort heimila eigi dánaraðstoð í skýrslunni heldur er henni ætlað að vera grundvöllur frekari umræðu um efnið, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Í skýrslunni er einnig reifuð opinber umræða um dánaraðstoð í nokkrum löndum þar sem dánaraðstoð er ekki leyfð og um mögulegar lagabreytingar hvað það varðar, einkum hjá hinum Norðurlandaþjóðunum, í Þýskalandi og Kanada. Í skýrslubeiðninni til heilbrigðisráðherra er óskað eftir umfjöllun um hvort tækt sé að gera viðhorfskönnun meðal heilbrigðisstarfsmanna um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar, annars vegar hvort starfsmenn telji dánaraðstoð vera réttlætanlega í ákveðnum tilfellum og hins vegar hvort þeir væru tilbúnir að verða við slíkri ósk að uppfylltum skilyrðum og að því gefnu að það samræmdist íslenskum lögum. Í skýrslunni er slík könnun talin möguleg og jafnframt bent á að hugsanlega þyrfti einnig að kanna viðhorf almennings í þessu sambandi. Skýrsluna má nálgast í heild hér. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði skýrslubeiðnina fram. Ef marka má umsagnir þeirra við skýrslubeiðni Bryndísar á sínum tíma virðist þó ljóst að dánaraðstoð eigi ekki fylgi að fagna meðal heilbrigðisstétta. Embætti landlæknis lagðist þannig alfarið gegn því að Alþingi tæki málið til umfjöllunar árið 2018, umræðan um líknardráp ætti heima á vettvangi læknisfræðinnar. Læknafélag Íslands er á sömu blaðsíðu í umsögn sinni. Félagið segist vera hluti af Alþjóðafélagi lækna sem telur líknardráp vera siðlaus og „hvetur aðildarfélög sín og lækna til að taka aldrei þátt i líknardrápi, jafnvel þó landslög leyfi slíkt,“ segir Læknafélagið.
Heilbrigðismál Alþingi Líknardráp Tengdar fréttir Dánaraðstoð í Sviss Reynslusaga mín sem hef tvisvar á sex árum upplifað dánaraðstoð við náinn aðstandanda. 12. september 2019 07:30 Perúsk kona hefur kært ríkið í von um að fá að enda líf sitt 43 ára perúsk kona sem glímir við langvinnan bólgusjúkdóm hefur kært perúska ríkið í von um að fá dánaraðstoð. Ana Estrada hefur glímt við fjölvöðvabólgu (e. polymyositis) frá kynþroskaaldri en um er að ræða ólæknandi sjúkdóm sem hefur rýrt vöðva hennar frá því að hún var unglingur. 9. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira
Dánaraðstoð í Sviss Reynslusaga mín sem hef tvisvar á sex árum upplifað dánaraðstoð við náinn aðstandanda. 12. september 2019 07:30
Perúsk kona hefur kært ríkið í von um að fá að enda líf sitt 43 ára perúsk kona sem glímir við langvinnan bólgusjúkdóm hefur kært perúska ríkið í von um að fá dánaraðstoð. Ana Estrada hefur glímt við fjölvöðvabólgu (e. polymyositis) frá kynþroskaaldri en um er að ræða ólæknandi sjúkdóm sem hefur rýrt vöðva hennar frá því að hún var unglingur. 9. febrúar 2020 22:45