Milljón Rússar hafa smitast af Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2020 11:43 Heilbrigðisstarfsmenn flytja manneskju á sjúkrahús í Moskvu. EPA/MAXIM SHIPENKOV Fjöldi þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi er kominn yfir eina milljón. Landið er fjórða ríkið til að ná þessum áfanga, ef svo má að orði komast, eftir að tilfellum fjölgaði um 4.729 á milli daga. Virk smit, samkvæmt TASS fréttaveitunni, eru 167.044. Rúmlega 17 þúsund manns hafa dáið í Rússlandi, samkvæmt opinberum tölum, en yfirvöld í Rússlandi hafa verið sökuð um að hylma yfir raunverulegan fjölda látinna. Til marks um það hafa tæplega 650 þúsund smitast í Perú, sem er í fimmta sæti, svo vitað sé, en tæplega 29 þúsund dáið, samkvæmt samantekt Johns Hopkins háskólans. Á Spáni hafa 463 þúsund smitast og 29 þúsund dáið. Á Bretlandi hafa 338 þúsund smitast og 41.589 dáið. Yfirvöld í Rússlandi hafa fellt niður ferðatakmarkanir að mestu leiti. Þá var tilkynnt í síðasta mánuði að ríkið hefði opnað á framleiðslu og notkun bóluefnis. Á þeim tímapunkti hafði bóluefnið verið prófað á færri en hundrað einstaklingum. TIl stendur að prófa það á 40 þúsund til viðbótar, en slíkt var tilkynnt í síðustu viku. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur ekki fyrir hvort prófa eigi bóluefnið á áhættuhópum eins og læknum og kennurum en yfirvöld hafa tilkynnt að slíkir hópar yrðu bólusettir. Sérfræðingar hafa lýst yfir efasemdum um bóluefnið vegna þess hve lítið það hefur verið prófað. Rúmlega sex milljónir hafa greinst smitaðir í Bandaríkjunum, þar sem 183.602 hafa dáið. Í Brasilíu hafa 3,9 milljónir smitast og 121.381 dáið. Á Indlandi hafa 3,7 milljónir smitast og 65.288 dáið, samkvæmt opinberum tölum. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir sex milljónir greinst með veiruna í Bandaríkjunum Heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 er nú kominn yfir sex milljónir, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. 31. ágúst 2020 22:20 Faraldurinn á fleygiferð í Frakklandi Tilfelli kórónuveirusmita í Frakklandi er í veldisvexti samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu þar í landi. 7.379 tilfelli greindust þar í dag, rétt fyrir neðan met í fjölda daglegra smita sem sett var í mars síðastliðnum. 28. ágúst 2020 23:30 Smituðum fjölgar mest á Indlandi, átján daga í röð Yfirvöld á Indlandi tilkynntu í dag að 60.975 hafi greinst smitaðir af Covid-19 frá því í gær. Það er mesta fjölgunin í heiminum en sú hefur verið raunin á Indlandi síðust átján daga í röð. 25. ágúst 2020 15:01 Faraldurinn á miklu flugi í Argentínu Kórónuveiran virðist nú grassera í Argentínu en heilbrigðisyfirvöld þar í landi tilkynntu í morgun að á síðasta sólarhring hafi 8.713 ný tilfelli greinst. 25. ágúst 2020 08:03 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Fjöldi þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi er kominn yfir eina milljón. Landið er fjórða ríkið til að ná þessum áfanga, ef svo má að orði komast, eftir að tilfellum fjölgaði um 4.729 á milli daga. Virk smit, samkvæmt TASS fréttaveitunni, eru 167.044. Rúmlega 17 þúsund manns hafa dáið í Rússlandi, samkvæmt opinberum tölum, en yfirvöld í Rússlandi hafa verið sökuð um að hylma yfir raunverulegan fjölda látinna. Til marks um það hafa tæplega 650 þúsund smitast í Perú, sem er í fimmta sæti, svo vitað sé, en tæplega 29 þúsund dáið, samkvæmt samantekt Johns Hopkins háskólans. Á Spáni hafa 463 þúsund smitast og 29 þúsund dáið. Á Bretlandi hafa 338 þúsund smitast og 41.589 dáið. Yfirvöld í Rússlandi hafa fellt niður ferðatakmarkanir að mestu leiti. Þá var tilkynnt í síðasta mánuði að ríkið hefði opnað á framleiðslu og notkun bóluefnis. Á þeim tímapunkti hafði bóluefnið verið prófað á færri en hundrað einstaklingum. TIl stendur að prófa það á 40 þúsund til viðbótar, en slíkt var tilkynnt í síðustu viku. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur ekki fyrir hvort prófa eigi bóluefnið á áhættuhópum eins og læknum og kennurum en yfirvöld hafa tilkynnt að slíkir hópar yrðu bólusettir. Sérfræðingar hafa lýst yfir efasemdum um bóluefnið vegna þess hve lítið það hefur verið prófað. Rúmlega sex milljónir hafa greinst smitaðir í Bandaríkjunum, þar sem 183.602 hafa dáið. Í Brasilíu hafa 3,9 milljónir smitast og 121.381 dáið. Á Indlandi hafa 3,7 milljónir smitast og 65.288 dáið, samkvæmt opinberum tölum.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir sex milljónir greinst með veiruna í Bandaríkjunum Heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 er nú kominn yfir sex milljónir, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. 31. ágúst 2020 22:20 Faraldurinn á fleygiferð í Frakklandi Tilfelli kórónuveirusmita í Frakklandi er í veldisvexti samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu þar í landi. 7.379 tilfelli greindust þar í dag, rétt fyrir neðan met í fjölda daglegra smita sem sett var í mars síðastliðnum. 28. ágúst 2020 23:30 Smituðum fjölgar mest á Indlandi, átján daga í röð Yfirvöld á Indlandi tilkynntu í dag að 60.975 hafi greinst smitaðir af Covid-19 frá því í gær. Það er mesta fjölgunin í heiminum en sú hefur verið raunin á Indlandi síðust átján daga í röð. 25. ágúst 2020 15:01 Faraldurinn á miklu flugi í Argentínu Kórónuveiran virðist nú grassera í Argentínu en heilbrigðisyfirvöld þar í landi tilkynntu í morgun að á síðasta sólarhring hafi 8.713 ný tilfelli greinst. 25. ágúst 2020 08:03 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Yfir sex milljónir greinst með veiruna í Bandaríkjunum Heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 er nú kominn yfir sex milljónir, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. 31. ágúst 2020 22:20
Faraldurinn á fleygiferð í Frakklandi Tilfelli kórónuveirusmita í Frakklandi er í veldisvexti samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu þar í landi. 7.379 tilfelli greindust þar í dag, rétt fyrir neðan met í fjölda daglegra smita sem sett var í mars síðastliðnum. 28. ágúst 2020 23:30
Smituðum fjölgar mest á Indlandi, átján daga í röð Yfirvöld á Indlandi tilkynntu í dag að 60.975 hafi greinst smitaðir af Covid-19 frá því í gær. Það er mesta fjölgunin í heiminum en sú hefur verið raunin á Indlandi síðust átján daga í röð. 25. ágúst 2020 15:01
Faraldurinn á miklu flugi í Argentínu Kórónuveiran virðist nú grassera í Argentínu en heilbrigðisyfirvöld þar í landi tilkynntu í morgun að á síðasta sólarhring hafi 8.713 ný tilfelli greinst. 25. ágúst 2020 08:03