Milljón Rússar hafa smitast af Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2020 11:43 Heilbrigðisstarfsmenn flytja manneskju á sjúkrahús í Moskvu. EPA/MAXIM SHIPENKOV Fjöldi þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi er kominn yfir eina milljón. Landið er fjórða ríkið til að ná þessum áfanga, ef svo má að orði komast, eftir að tilfellum fjölgaði um 4.729 á milli daga. Virk smit, samkvæmt TASS fréttaveitunni, eru 167.044. Rúmlega 17 þúsund manns hafa dáið í Rússlandi, samkvæmt opinberum tölum, en yfirvöld í Rússlandi hafa verið sökuð um að hylma yfir raunverulegan fjölda látinna. Til marks um það hafa tæplega 650 þúsund smitast í Perú, sem er í fimmta sæti, svo vitað sé, en tæplega 29 þúsund dáið, samkvæmt samantekt Johns Hopkins háskólans. Á Spáni hafa 463 þúsund smitast og 29 þúsund dáið. Á Bretlandi hafa 338 þúsund smitast og 41.589 dáið. Yfirvöld í Rússlandi hafa fellt niður ferðatakmarkanir að mestu leiti. Þá var tilkynnt í síðasta mánuði að ríkið hefði opnað á framleiðslu og notkun bóluefnis. Á þeim tímapunkti hafði bóluefnið verið prófað á færri en hundrað einstaklingum. TIl stendur að prófa það á 40 þúsund til viðbótar, en slíkt var tilkynnt í síðustu viku. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur ekki fyrir hvort prófa eigi bóluefnið á áhættuhópum eins og læknum og kennurum en yfirvöld hafa tilkynnt að slíkir hópar yrðu bólusettir. Sérfræðingar hafa lýst yfir efasemdum um bóluefnið vegna þess hve lítið það hefur verið prófað. Rúmlega sex milljónir hafa greinst smitaðir í Bandaríkjunum, þar sem 183.602 hafa dáið. Í Brasilíu hafa 3,9 milljónir smitast og 121.381 dáið. Á Indlandi hafa 3,7 milljónir smitast og 65.288 dáið, samkvæmt opinberum tölum. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir sex milljónir greinst með veiruna í Bandaríkjunum Heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 er nú kominn yfir sex milljónir, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. 31. ágúst 2020 22:20 Faraldurinn á fleygiferð í Frakklandi Tilfelli kórónuveirusmita í Frakklandi er í veldisvexti samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu þar í landi. 7.379 tilfelli greindust þar í dag, rétt fyrir neðan met í fjölda daglegra smita sem sett var í mars síðastliðnum. 28. ágúst 2020 23:30 Smituðum fjölgar mest á Indlandi, átján daga í röð Yfirvöld á Indlandi tilkynntu í dag að 60.975 hafi greinst smitaðir af Covid-19 frá því í gær. Það er mesta fjölgunin í heiminum en sú hefur verið raunin á Indlandi síðust átján daga í röð. 25. ágúst 2020 15:01 Faraldurinn á miklu flugi í Argentínu Kórónuveiran virðist nú grassera í Argentínu en heilbrigðisyfirvöld þar í landi tilkynntu í morgun að á síðasta sólarhring hafi 8.713 ný tilfelli greinst. 25. ágúst 2020 08:03 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Fjöldi þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi er kominn yfir eina milljón. Landið er fjórða ríkið til að ná þessum áfanga, ef svo má að orði komast, eftir að tilfellum fjölgaði um 4.729 á milli daga. Virk smit, samkvæmt TASS fréttaveitunni, eru 167.044. Rúmlega 17 þúsund manns hafa dáið í Rússlandi, samkvæmt opinberum tölum, en yfirvöld í Rússlandi hafa verið sökuð um að hylma yfir raunverulegan fjölda látinna. Til marks um það hafa tæplega 650 þúsund smitast í Perú, sem er í fimmta sæti, svo vitað sé, en tæplega 29 þúsund dáið, samkvæmt samantekt Johns Hopkins háskólans. Á Spáni hafa 463 þúsund smitast og 29 þúsund dáið. Á Bretlandi hafa 338 þúsund smitast og 41.589 dáið. Yfirvöld í Rússlandi hafa fellt niður ferðatakmarkanir að mestu leiti. Þá var tilkynnt í síðasta mánuði að ríkið hefði opnað á framleiðslu og notkun bóluefnis. Á þeim tímapunkti hafði bóluefnið verið prófað á færri en hundrað einstaklingum. TIl stendur að prófa það á 40 þúsund til viðbótar, en slíkt var tilkynnt í síðustu viku. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur ekki fyrir hvort prófa eigi bóluefnið á áhættuhópum eins og læknum og kennurum en yfirvöld hafa tilkynnt að slíkir hópar yrðu bólusettir. Sérfræðingar hafa lýst yfir efasemdum um bóluefnið vegna þess hve lítið það hefur verið prófað. Rúmlega sex milljónir hafa greinst smitaðir í Bandaríkjunum, þar sem 183.602 hafa dáið. Í Brasilíu hafa 3,9 milljónir smitast og 121.381 dáið. Á Indlandi hafa 3,7 milljónir smitast og 65.288 dáið, samkvæmt opinberum tölum.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir sex milljónir greinst með veiruna í Bandaríkjunum Heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 er nú kominn yfir sex milljónir, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. 31. ágúst 2020 22:20 Faraldurinn á fleygiferð í Frakklandi Tilfelli kórónuveirusmita í Frakklandi er í veldisvexti samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu þar í landi. 7.379 tilfelli greindust þar í dag, rétt fyrir neðan met í fjölda daglegra smita sem sett var í mars síðastliðnum. 28. ágúst 2020 23:30 Smituðum fjölgar mest á Indlandi, átján daga í röð Yfirvöld á Indlandi tilkynntu í dag að 60.975 hafi greinst smitaðir af Covid-19 frá því í gær. Það er mesta fjölgunin í heiminum en sú hefur verið raunin á Indlandi síðust átján daga í röð. 25. ágúst 2020 15:01 Faraldurinn á miklu flugi í Argentínu Kórónuveiran virðist nú grassera í Argentínu en heilbrigðisyfirvöld þar í landi tilkynntu í morgun að á síðasta sólarhring hafi 8.713 ný tilfelli greinst. 25. ágúst 2020 08:03 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Yfir sex milljónir greinst með veiruna í Bandaríkjunum Heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 er nú kominn yfir sex milljónir, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. 31. ágúst 2020 22:20
Faraldurinn á fleygiferð í Frakklandi Tilfelli kórónuveirusmita í Frakklandi er í veldisvexti samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu þar í landi. 7.379 tilfelli greindust þar í dag, rétt fyrir neðan met í fjölda daglegra smita sem sett var í mars síðastliðnum. 28. ágúst 2020 23:30
Smituðum fjölgar mest á Indlandi, átján daga í röð Yfirvöld á Indlandi tilkynntu í dag að 60.975 hafi greinst smitaðir af Covid-19 frá því í gær. Það er mesta fjölgunin í heiminum en sú hefur verið raunin á Indlandi síðust átján daga í röð. 25. ágúst 2020 15:01
Faraldurinn á miklu flugi í Argentínu Kórónuveiran virðist nú grassera í Argentínu en heilbrigðisyfirvöld þar í landi tilkynntu í morgun að á síðasta sólarhring hafi 8.713 ný tilfelli greinst. 25. ágúst 2020 08:03